Þjóðólfur - 17.01.1890, Blaðsíða 4
12
3. Má ekki hver sem er koma upp tíundarsvik-
um, þótt það sje um prest?
Svar: Jú.
4. Eiga ekki prestar að vera til altaris á hverju
ári, eða er það nokkur afbötun fyrir prestinn, þótt
fleiri vildu vera undir eins og hann?
Svar: Eigi mun það vera lagaskylda, en þó
talið sjálfsagt vegna stöðu prestanna, og þá nátt-
úrlega engu síður, þótt fleiri vilji vera um leið til
altaris.
5. Þegar einhver hýsir skipbrotsmenn af skipi,
sem ábyrgðarfjelag Eyíirðinga hefur tekið i ábyrgð,
og annast þá um lengri eða skemmri tíma, hvort
á hann þá heimtingu á að fá borgunina fyrir það
hjá skipbrotsmönnunum sjálfum eða ábyrgðarfje-
Iaginu ?
Svar: Beinast liggur við, að hann eigi aðgang-
inn að skipbrotsmönnunum, en svo eigi þeir aptur
aðganginn að fjelaginu, ef fjelagiö á annað borð er
skyldugt eptir lögum þess, að borga þann kostnað,
sem er vafasamt.
6. Ilvar geta menn best fengið að vita um bæk-
ur, sem árlega koma út á islensku, og þær bækur,
sem eitthvað saerta ísland, þótt á útlendu máli
sjeu ?
Svar: í skýrslum og reikningum bókmennafje-
lagsins, sem árlega flytur skrá yflr þess konar bækur?
AUGLÝSINGAR
1 samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast: með öðru letri eða setning,
1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun út í hönd.
Arinbj. Sveinbjarnarson:
Bókbandsverkstofa.
58 2 LAUGrAVEG 2.
Árni P»orvarðarson & Joli. Jensen:
Bókbandsverkstofa
g Bankastræti 12. (Hús Jóns Ólafss. alþm.).
Skósmíöaverkstæði
Og
leöurverslun
Björns Kristjánssonar
25 er í VESTURGÖTU nr. 4.
Af Þjóðólfi verða þessi tölublöð keypt á af-
greiðslustofu Þjóðólfs:
Af 35. árg. (ár 1883) 41. tbl.
Af 37. árg. (ár 1885) 13,—18., 29.—31. og40.tbl
Af 38. árg. (ár 1686: 36., 38., 39. og 40. tbl.
Af 39. árg. (ár 1887): 46. tbl.
Af 40. árg. (ár 1888): 2., 3.—4. og 5. tbl. 26
Leiðaryísir til lífsábyrgðar fest ókeypis
bjá ritstjórunum og bjá dr. med. J. Jónassen, sem
einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar
nauðsynlegar upplýsingar. 27
UTRIT1ITD 1 stíu*entafjelaginu laugardagskveldið
rUiNJJUn 18. jan. — Hannes Þorsteinsson held-
ur fyrirlestur um íslenska lækna á 18. öld, eink-
um Bjarna Pálsson og nokkra ættmenn hans og
samtíðamenn. — Fleira verður gjört til skemmt-
unar. 28
Magnleysi og uppsölur m. m. í 8 ár.
I hjer um bil'8 ár þjáðist jeg af stöku
magnleysi, sem lýsti sjer í einhvers kon-
ar sleni í öllum líkamanum, samfara maga-
kveisu, uppsölu, méltingarskorti, óreglulegri
matarlyst og svefnleysi. Jeg leitaði læknis,
án þess að fá bata og lengi reyndi jeg
Brama-lífs-elexírinn og Hoffs Malt-ex-
trakt, en ljetti ekki vitund við það.
Að síðustu fór jeg að brúka hinn ekta
Kína-lífs-elexír Valdemars Petersens og er
það undravert, hversu vonir mínar rætt-
ust. Mjer fóru að aukast kraptar, jeg
fór að fá matarlyst og það fór að kom-
ast regla á svefninn, Það er mín fyllsta
sannfæring, að jeg haldi heilsu minni við
með elexír þessum. Jeg ráðlegg öllum
að reyna þennan afbragðs Kína-lífs-elex-
ír, sem verðskuldar allt það lof, sem á
hann er borið úr öllum áttum.
Vogn pr. Tolne.
Niels Peter Christensen,
bóndi.
Kína-lifs-elexírinn fæst ekta hjá:
Hr. E. Felixsyni í Reykjavík,
— Helga Jónssyni í Reykjavík,
— Magnúsi Th. S. Blöndahl í Hafnarfirði,
— J. V. Havsteen á Oddeyri,
sem hefur aðalútsölu á Norðurlandi.
Valdemar Petersen,
sem einn býr til hinn ekta Kína-lífs-exir.
Frederikshavn.
Danmark. 29
líorðanfari, 17.—24. árgangur, að þeim báðum
meðtöldum, óskast til kaups. Ritstjóri vísar á
kaupandann. 30
EigandTog ÁbyrgðarmaðurT
ÞOKLÉIFUR JONSSON, cand. phil.
Slcrifstofa: í Bankastræti nr. 3.
Prentsm. Sigf. Eymundssonar.
6
aði jeg með mjer. Skyldi jeg eiga að bera þar beinin,
myrtur af svertingjunum eða bitinn til bana af högg-
ormum o. s. frv.
f Brisbane hitti jeg Archer, fjármálaráðherrann í
Qneenslandi. Jeg hafði meðmælingarbrjef til hans frá
háskólakennurunum 1 Kristjaníu. Hann bauð mjer að
dvelja á jarðeignum sínum við bæinn Rockhampton. Á
leiðinni þangað fórum við fram hjá ákaflega mikilli nið-
ursuðu-verksmiðju, þar sem kjöt er soðið niður. Að eins
efnið til að lóða pjáturdósirnar, sem þurfa undir það
kjöt, sem er soðið niður á einu ári, kostar 300 pd. sterl-
ing (5,400 kr.). — Archer var ættaður frá Noregi og
hafði gefið ýmsum stöðum í landeign sinni norræn nöfn,
t. d. Mount Berserker (Berserkjafjall), Sleipnir o. s. frv.
Landið, sem hann hafði numið í fyrstu, var upphaflega
50 mílur á lengd og 20 mílur á breidd. Hafði hann
það í fyrstu til fjár- og nautpeningsræktar móti vissu
eptirgjaldi til stjórnarinnar. En eins og altítt er í Ástr-
alíu, hafði hann seinna orðið að láta af hendi mikið af
landinu til akuryrkju handa þeim, er síðar komu. Hann
hafði og orðið að hætta við fjárræktina á þeim stað, og
hafði þar nú að eins 4000 nautgripi.
Nautgripastöð Archers hjet Gracemere. Þar dvaldi
jeg 7 mánuði. Jeg varð nú að fá mjer ljettari klæðn-
að, sem er algengur þar í landi, því að hitinn var mikill,
7
opt 40° C, enda var þar þá hásumar. Jeg fór hvað
eptir annað rannsóknarferðir um nálæg lijeruð, til að
safna dýrum og jurtum og kynna mjer líf þeirra.
III. kapítuli.
Tryggur fugl. — 200,000 fjár. — Hátt verð. — Rottur á ferð. — Hiti um jðlin.
— Þrjá daga uppi I trje. — Norskur bóndi.
í júlímánuði 1881 bjóst jeg til að fara frá þessum
stöðvum vestur í Queensland. Fór jeg hægt yflr landið
og notaði tímann jafnframt til rannsókna og dýraveiða.
Einu sinni skaut jeg tvo fugla af mjög fagurri páfa-
gaukategund. Það var karlfugl og kvennfugl. Fyrst
skaut jeg karifuglinn, sem jeg ljet liggja, án þess þeg-
ar að taka hann; kvennfuglinn, sem við skotið hafði
flogið upp í trje eitt þar í nánd, kom þá aptur, tók með
nefinu í höfuðið á dauða fuglinum og lypti því upp, hvað
eptir annað; gekk síðan aptur og fram ofan á hann,
eins og hann vildi með þessu koma lífinu í hann aptur.
Síðan flaug hann burt, en kom þegar aptur með nokk-
ur strá í nefinu og lagði þau fyrir framan dauða fugl-
inn, iíklega til þess að hann skyldi jeta grasfræin á
stráunum. Þegar þetta dugði heldur ekki, fór hann
aptur að lypta höfðinu og ganga ofan á honum, en flaug
loks upp í trje eitt. Jeg færði mig nær og gerði enda
á sorg þessa trygga fugls með því að skjóta hann.