Þjóðólfur - 21.03.1890, Side 3
51
rétt í nokkrum af aðfinningum sínum. Hann nefnir
sem villur hjá mér: minnjiMf, (fyrir mænjút), prú-
vœd (fyrir: próí’œá), rcsíárant (fyrir: resfórant, ekki:
resforant, eins og hann segir). Þetta er ekki rétt
hjá mér; en af [ivi hér er að eins um áherzlulaus-
ar samstöfur að ræða, gera villurnar ógnar-lítinn
haga í rauninni. En það er það sama: rétt er rétt
fyrir því. Sama er að segja um prónánsyeisjan (fyr-
ir: prónonnsyeísjon); en þar hefði hann átt að geta
þess, að ég hefi' og stafað enska orðið skakt: pro-
nounciation fyrir: pronunciation (og þar af fram-
hurðarvillan). Enn fremr nefnir hann feisjon (fyr-
ir: fássjon — fassjon hjá honum er líka rangt);
envæ (fyrir: ennvi — envi hjá honum er ekki heldr
rétt)1; pamm (fyrir: pam). Þetta kannast ég fús-
lega við, að eru villur hjá mér og þær eru lakari
en hinar fyr nefndu, af því hér er um áherzlu-sam-
stöfur að gera. Dúbbel og kúppel, sem hann nefn-
ir, er leiðrétt í nýju útgáfunni hjá mér. Blodd,
sem hann finnr að, er að minsta kosti eins rétt,
eins og blödd hjá honum; hljóðið er hvorki o né
ö, heldr þar á milli, einmitt það hljóð, sem ég h'efi
annars táknað með 0; i nýju útg. er þetta og rétt
hjá mér: blodd. Bössjel, sem hann eignar mér, er
ekki til i Vestrfara-túlkinum; þar stendr: bossjel
(sem líka er rangt); bússjel vill hann bera fram;
bússjel væri réttust táknun; ú-hljóðið er sama sem
í ful, book/ En hér með er upptalið það sem ég
get kannazt við að rétt sé af aðfinningum hans,
enda er það meiri hlutinn. Sumt af þessu hefi ég
þegar leiðrétt i nýju útgáfunni. Eg ber haunch
fram honsj, og hefi aldrei heyrt annan framburð á
því orði, og svo bera flestir orðbókarhöfundar enskir
fram (t. d. Collins orðbækr, Stormouth, Ogilvie o.
fl., 0. fl.). Reyndar sé ég að Wehster vill bera
fram hansj, eins og J. St., en mér er óhætt að
fullyrða, að sá framb. er miklu fátíðari. Wound
ber ég fram wánd; ég hefi heyrt framburðinn wúnd
líka, sem J. St. vill hafa; en ekki hefir hann Webster
með sér i þvi og ekki Walker heldr. Webster segir
í sinni stóru orðbók: „Walker fordæmir framburð-
inn wúnd (woond) og kallar hann sérvizkulcga ný-
breytni“ (a capricious novelty). Mayor ber ég fram
meijor eða raejor, og hefi aldrei heyrt það öðruvísi
framborið, og er það þó orð, sem maðr heyrir dag-
lega. Framburð Jóns áþvíorði: mér hefi ég aldr-
ei heyrt, og i engri framburðar-orðbók fundið.
Þýðingin á far „lengra“ (á 63. bls.) i Vf.-T. er
blátt áfram mér ðskiljanlegt hugsunarleysi, enda
er það leiðrétt i nýju útg. (bls. 64). — I ought to
huy er alveg rétt þýtt hjá mér; en hitt er satt,
að það getr líka þýtt: ég ætti (ought er bæði nú-
tíð og þátíð). I am to buy getr líka þýtt það
sama, og það getr líka þýtt: ég ætla að kaupa.
Hvað hr. J. St. þykir að þvi að þýða sagnirnar:
shall og will með skulu og vilja, skil ég ekki. Þær
þýða i sjálfu sér ekkert annað.
Að ég í Vestrfara-túlkinum læt bera f i enda
samstöfu eftir raddstaf fram sem v er ekki af van-
kunnáttu minni (ég hefi varað við því í Ensku-
uámsbók 1883), en blátt áfram af því, að ég áleit
það praktískara, þótt það sé ekki rétt, heldr en
að trufla alþýðumenn með lýsing á, að það ætti
að heyrast f-hljóðið, þvi að táknun eintómri
varð ei við komið (inenn mundu lesa nœf eins
°S nœv, nema breyttr stafr væri hafðr. Slíkt
Kenning hans um að bera fram sítl, lœklí 0. s. frv.
W ekkl rétt eftir mínu eyra. Eétt er: sitti. læklio. s. frv.
gerir heldr ekkert til þeim sem vill læra að gera
sig skiljanlegan.
Loks á að bregða fyrir hjá mér óenskum setn-
ingum, t. d.: „Were you in England already?“ —
„Never yet“. Jón St. vill segja þetta öðruvísi og
enskulegar. Hann virðist ætla, að ég hafi búið
þessar setningar til, og þvi sé þær svo ó-enskuleg-
ar. Ég hefi nú sjálfsagt ekki svo „fínt eyra“ fyrir
því enskulega, að ég geti dæmt eins vel um þetta
og hann. En eftir mig eru setningarnar ekki.
Þær eru orðrétt teknar úr kenslubók í ensku
eptir enskan mann, sem ofan í kaupið var alla æfi
kennari í sínu móðurmáli (ensku); reyndar ól hann
mikið af aldri sínum erlendis, og hefir kannske verið
farinn að týna móðurmálinu manntetrið!
Ég hefi ekki skrifað þessar athugasemdir af neinni
kappgirni: mér dettr ekki i hug annað en að kann-
ast við það, sem rétt er að mínu viti i aðfinning-
um hr. J. St.; en ég þykist og að eins gera rétt
í, að vísa aftr því, sem rangt er eða ástæðulaust í
þeim.
Að bók G. Z. sé betri skólabók, heldr en bækr
okkar Halldórs, sem ekki eru til þess ætlaðar, væri
einfaldlegt af mér að bera brigður á. Og þð held
ég, að hún hefði verið engu óvisindalegri né lakari
skólabók, þótt hann hefði notað einfalda stafi, sem
til eru, til að tákna hljóðin, í stað þess að vera
að apa það eftir útlendum fónetiskum bókum, sem
alveg var óþarft (a á höfði, sh 0. fi.). Það gerir
bara hljóðtáknanirnar torkennilegri, en gerir ekk-
ert gagn.
En fyrir alþýðumenn, sem hafa kost á tilsögn
kennara, er Halldórs bók margfalt aðgengilegri og
praktískari, þrátt fyrir ekki allfáar framburðarvill-
ur. Hún, einkanlega 2. útg. af stærri bókinni
hans, eru að mínu viti praktískustu bækrnar fyrir
slíka menn; en kennara þarf sá að hafa, sem vill
hafa þeirra full not.
Fyrir þá, sem enga tilsögn hafa, er ég aftr sann-
færðr um að Vestrfara-túlkrinn er lang-hentugastr,
og satt að segja eina bókin, sem alþýðumenn geta
haft full not af án tilsagnar. Og Vestrfara-túlkr-
inn er eini enski túlkrinn, sem enn er til á íslenzku,
eina bókin, sem maðr, sem ekkert kann, getr grip-
ið til, ef hann á örstuttum tima eða nærri fyrir-
varalaust þarf að bjarga sér. Sérstaklega er hann
sniðinn handa ferðamönnum, vestrförum 0. s. frv.
Til þess er haDn ætlaðr, og til þess vona ég
hann sé allvel lagaðr — síðari útgáfan auðvitað
enn betr en in fyrri.
Eeykjavlk, 8. marz 1890.
Jcrn Olafsson.
---■oyeofcMc-
Póstskipið Laura, sem átti að koma
hingað 14. þ. m., kom ekki fyr en aðfara-
nótt 19. og með því konsúll Guðbr. Finn-
bogasen, kaupmennirnir Guðmundur ís-
leifsson á Háeyri og Guðm. Ottesen á
Akranesi, Páll Torfason frá Flateyri og
einn íslendingur írá Ameríku, Oddur Sig-
urðsson.
Að Laura kom svona seint, 5 dögum á
eptir áætlun, kom auðvitað mest af slæp-
ingi í Færeyjum, eins og vant er; þar
var hún 8 daga í þessari ferð. Þegar
hún svo lóks kom hingað, fór hún þegar
vestur að Flateyri við Önundarfjörð með
norskan hvalveiðamann og hyski hans, án
þess að nokkru af vörum væri skipað hjer
upp áður. Þessi aðferð og þessi ferð vest-
ur er allsendis óleyfileg eptir ferðaáætlun
skipsins; það er ekki í fyrsta skipti sem
íslendingar verða að sæta gjörræði af
hálfu danska gufuskipafjelagsins, og er
illt að líða slíkt bótalaust ár eptir ár.
ííý lög'. í viðbót við þau 19 lög frá
síðasta þingi, sem áður voru staðfest af
konungi (sbr. 6. tbl. Þjóðólfs þ. á.), voru
staðfest 24. jan.:
20. Lög um meðgjöf með óskilgetnum
börnum og fl.
En 7. febr. voru staðfest:
21. Lög um vexti.
22. Lög um viðauka við lög um vegi 10.
nóv. 1887.
23. Lög um breyting á lögum um sveit-
arstyrk og fúlgu.
Yerslunarfrjettir og fl. frá Khöfn 28.
febr. Vörur, sem komu frá íslandi með
Lauru seinast seldust: haustull hvít 68 a.,
mislit 52 a. pundið. Stór saltfishur besta
tegund 50 kr. lakari 34 kr. og lakastur
28 kr., smáflskur bestur 35 kr., lakari 34
kr., lakasti 24 kr.; ýsa 26 kr., 24 kr. og
12 kr. Hjer eru óseld um 400 skppd af
ýsu, sem er haldið í 30—28 kr. en boðið
í það 25—24 kr.
Af œðardún er óselt um 18000 pd., sem
boðinn er á 12—10 kr. pd. — Af sund-
möqum óselt um 20,000 pd. og haldið í
40 a. pd.
í Noregi kominn góður fiskafli; til 22.
febr. alls fiskast þar 34/10 milljón, ogsagt
er, að fiskurinn sje stór og feitur; mikill
fiskur fyrir, en veðrið hingað til storma-
samt og óhagstætt.
í Englandi voru gefin 14J/2 pd. sterl.
fyrir smálestina af smáfiski og 11 pd. st.
fyrir ýsu.
Embaattisprúíi í læknisfræði við há-
skólann í Khöfn hefir nýlega lokið landi
vor Huðmundur Magnússon frá Holti á
Ásum í Húnavatnssýslu með mjög hárri 1.
einkunn; hann er nú undirlæknir í St.
Johannes-spítala.
Carr, sendiherra Bandafylkjanna í
Khöfn kvað ætla hingað til lands í sum-
ar. Anderson, sá er áður var sendiherra
í Khöfn er nú orðinn „commercial travdleru
(verslunarferðalangur) fyrir þorskalýsis-
verslun í Ameríku.
Influeiiza, veiki sú sem gengið hefur
um álfu vora og víðar í vetur, er nú
komin til Færeyja, og eru margir að spá
að hún muni hingað koma.