Þjóðólfur - 21.03.1890, Page 4
52
Frá íslendingum í Ameríku. Sjera
Jón Bjarnason kom til Winnípeg 3. febr.
úr íslands ferð sinni. — 9. s. m. vígði
hann prestaskólakand. Hafstein Pjetursson,
sem er nú orðinn prestur íslendinga í
Argylenýlendunni. — Lögberg hefur stækk-
að um helming, eins og áður er get-
ið og kostar í Ameríku 2 dollara, en sent
heim til íslands 6 kr., en ekki 7 kr., eins
og áður liafði frjetst. — Heimskringla
hefur og stækkað talsvert, en kostar sama
og áður.
Um þingmannskosninguna í Eyja-
firði er oss skrifað þaðan: „Eptir ósk
margra hefur umboðsmaður Einar Ás-
mundsson í Nesi gefið kost á sjer til þing-
mennsku, og er hann viss. Annars höfðu
margir augastað á Halldóri Briem kenn-
ara á Möðruvöllum, ef Einar hefði ekki
gefið kost á sjer“.
Fyrirspurnir og svör.
1. Getur innköllunarmaður eða uppboðshaldari,
hvort sem borgunarfrestur er lengri eða skemmri á
seldum munum, heimtað innheimtulaun, ef kaupandi
hins selda býður og greiðir allt andvirðið í pen-
ingum við hamarshögg?
Svar: Nei.
2. Er veitingamönnum leyfilegt á sunnu- eða
helgidögum, að veita eða selja vín og aðra áfenga
drykki?
Svar: Nei.
3. Hverjum stendur næst, að sjá um eða vaka
yfir, að þeim eða öðrum gildandi lagaboðum sje
veitt hlýðni?
Svar: Lögreglustjórunum (sýslumönnum og bæj-
arfógetum.
4. Er það nokkur skylda sýslumanna eða bæjar-
fógeta, þótt, þeir heyri getið um, að einhver hafi
framið lagabrot, að veita því frekari afskipti, sjeu
þeir sjálfir ekki sjðnar- eða heyrnarvottar þess, eða
einhver ákæri það?
Svar: Það fer eptir því, hvert lagabrotið er;
ef lagabrotin eru stórglæpir, ber sýslumönnum og
bæjarfógetum af sjálfsdáðum að taka þau fyrir, og
svo er um mörg fleiri lagabrot, sem ofiangt yrði
upp að telja; aptur á móti eru ýms lagabrot, t. d.
smáhnupl, sem sýslumenn og bæjarfógetar þurfa
ekkert að skipta sjer af fyr, en kært er.
Þjóðólfur kemur út næst, áður en póst-
skipið og póstar fara.
AUGLÝSINGAR
I samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. fþakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast: meS öðru letri eða setning,
1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun át 1 hönd.
Arinbj. Sveinbjarnarson:
Bókbands verkstofa.
S 2 LAUGAVEG 2.
1Skósmíöaverkstæði
og
leðurverslun
Björns Kristjánssonar
148 er í VESTURGÖTU nr. 4.
Volta krossinn,
sem hver maður ætti að bera á sjer frá vögg-
unni til grafarinnar sakir hinna dásamlegu
læknandi verkana, sem honum fylgja, er að
eins ekta, þegar hver kross er mótaður með
Voltasiílu; menn eru sömuleiðis beðnir að at-
huga nákvæmlega, að á umbúðirnar utan um
hvern pakka er prentað skráða vörumerkið, sem
hjer stendur fyrir ofan.
Hinn eini ekta Volta-kross kostar 1 krónu
og er í öskju með leiðarvisi um, hvernig eigi
að nota hann.
Ef þjer þjáist
af
gigt, hjartslætti, mjaðmagigt (ischias),
brjóstve'kl, svefnleysi, heyrnardeyfu, í-
myndunarveiki, máttleysi, krömpum, tann-
verk, taugaveiklun eða fluggigt,
skuluð þjer jafnan bera á yður einn af vorum
alkunnu einu ekta
V olta-krossum.
Vottorð.
Þakkarorð til þess, sem fundið hefur upp
hinn eina 'ekta
Volta-kross.
Frederiksberg, 22. febr. ’90.
í meir en eitt ár bef jeg undirrtaður þjáðst
af húðsjókdómi, útbrotum og hringormum, sem
þrátt fyrir læknisbjálp breiddist meir og meir
út, og loks um andlitið og hálsinn, hendurog
fætur. Eptir að jeg mörgum sinnum hafði f|
lesið i ýmsum blöðum um hið mikla lækn-
andi aíl hins eina ekta Volta-kross, afrjeð
jeg að kaupa einn þeirra í aðalútsölu-staðn-
um Rosenborggade Nr. 6. Mjer til mikill-
ar undrnnar og gleði, fann jeg talsverðan
bata dag frá degi og er nú eptir hálfsmánað-
artíma alheill. Og það er sannfæring mín, að
hinn eini ekta Volta-kross hafi í raun og veru
til að bera segulafl það hið mikla, sem er nauð-
synlegt til lækningar á sjúkdómi þeim, sem
jeg hef þjáðst af. Th. Thorstensen,
Bernstorfsvej Nr. 16.
Kaupmannahöfn.
Útsölumenn eru beðnir að snúa sjer til
Hoved-Depot
for det eneste ægte
Volta-IBLors.
Rosenborggade 6. Stuen.
Kjöbenhavn. 149
„L ö g b e r g“,
stœrsta íslenzka blað í heimi, kemr út í Winni-
peg, siðan um nýjár stækkað ura helming frá því sem
áðr var. Ritstjórar: FÁnar Hjörleifsson og Jón
Ólafsson.— Blaðið kostar 6 kr. árg. og má panta
það í Reykjavík hjá bóksölunum Birni Jónssyni(ísaf.
prentsm.), Sigf. Eymundssyni, Sigurði Kristjánssyni.
Út um land taka allir útsölumenn Bóksalafélagsins
við pöntnnum. Skyldi einhver óska, að fá blaðið
heldr sent beint frá Winnipeg, fæst það fyrir sama
verð frítt sent, hvert sem er á íslandi, ef kaupandi
borgar blaðið fyrirfram til einhvers af bóksölunnm
í Reykjavík, og sendir kvittun hans með pöntun-
inni. 150
Ávallt með hverju skipi
nýjar vörur*
Nú með Lauru sendi jeg heim ýmsar
Yörur, til dæmis:
Allavega lit flöjel.
Smá herðasjöl, prjónuð, allavega lit.
Kvennnærbuxur prjóuaðar.
Karlmanns-ullarskyrtur, margar teg.
Og margt, margt annað fleira.
Humle Ale.
Af læknum reyndan „Alkohol“-lausan
Grood-TempIara-drykk.
Limonade.
Ö1 frá Bryggerinu í Eabbeks-Allé.
Og margt, margt annað fleira.
P. t. Kaupmannahöfn, 2. mars 1890.
W. Ó. Breiðfjörð 151
Skrifstofa fyrir almenning.
10 Kirkjustræti 10
opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. 152
ÚíT
Sylinder-úr á 12 kr., sömuleiðis með ekta gull-
rönd á 16—18 og 20 kr. Allt selt með 2 ára á-
byrgð og sendist gegn peningaborgun fyrir fram
með pósti. Aðgerðir leystar af hendi.
S. Rasmussen.
Wiederveltsgade 39, Kjöbenhavn 0. 153
Enskt-íslenskt
fjárkaupafjelag.
Fyrir reikning ofannefnds fjelags kaup-
ir undirskrifaður hesta og fje á næstkom-
andi sumri og hausti. Markaðsdagarnir
verða síðar auglýstir.
P. t. Liverpool, 4. mars 1890.
Georg Thordahl. 154
Fundur í stúdentafjelaginu 22. mars
kl. 8V2 e. h. 155
Eigandi og áþyrgðarmaður:
ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil.
Slorifstofa: i Bankastræti nr. 3.
Prentsm. Sigf. Eymundssonar.