Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.03.1890, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 22.03.1890, Qupperneq 2
54 mundsen og Thordahl fðru alls ekki fram á þetta, og ekki heldur kaupmenn á Blönduðsi og Sauðár- krðki, sem keyptu margt fje á mörkuðum næstl. haust, en Coghill einn hjelt gamla vananum, enda gat hann það vel hjer í Húnavatnssýslu, þvi hann keypti síðastur, og höfðu menn geymt honum margt fje, er þeir hlutu að selja; en ðhætt mun að full- yrða, að menn hafi gert sjer vissa von um, að þurfa ekki að kosta reksturinn fremur hjá honum en hin- um. — Aldrei hefur Coghill borgað fjeð á mörkuð- unum, heldur hafa seljendurnir orðið að sækja verð þess til Borðeyrar, og opt hiða þar eptir þvi fleiri daga; þessi kostnaður hefur eins lent á seljendum, þðtt ðeðlilegt sýnist. ísafold hreyfði þvi í vetur, að málsmetandi menn að norðan aðhylltust að færa göngur og rjettir sam- kvæmt kröfu Coghills. Hverjir skyldu þeir menn vera? Jeg hef i vetur átt tal um þetta við mjög marga hændur hjer í sýslu og hefur enginn þeirra verið sinnandi áskorun Coghills. Allir hafa talið mikinn baga að verða að hætta heyskap viku, eða allt að því, fyrri en venja hefur verið, þvi þau árin eru færri, að menn geti byrjað heyskap þeim mun fyrri sökum grasleysis; og þar að auki telja menn töluverðan halla í þvi, að reka fje af afrjettum á þrönga og ljetta haga i byggð, fyr en i siðasta lagi sem verða má. Ljeti Coghill kaupa i hverri sýslu fyrir sig strax eptir rjettir og nægileg fiutn- ingsskip væru þá á reiðum höndum til að taka á móti fjenu, þá gæti fjeð flutst til Englands seint í september og fyrst í október, þótt göngum sje ekki breytt, og væri það nægilega snemma. En fiest haustin hefur hann strekkt við að kaupa sjálf- ur í sem fiestum sýslum og hafa svo markaðirnir dregist sums staðar langt yflr það, sem mátti vera. Mjer hefur nýlega verið skrifað, hæði flr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, að í þessum sýslum verði alls ekki færðar göngur frá þvi, sem verið hefur, nema ef þeir neyddust til þess með því, að Húnvet.ningar færðu sínar göngur, og sama hef jeg frjett fráÁr- nesingum. Þeir sunnanmenn þuría víst varla að kvíða þvi, að Húnvetningar færi göngur þetta ár. Þá vill Coghill og, að bændur boði sjálfir bæði hrossa- og fjármarkaði. Það væri nú máske ekki mikið á móti því, að gjöra honum þetta til geðs; en það þýðir ekkert að vera að því, fyrst Coghill ekki er framar væntanlegur að kaupa hjer fje, og þá líklega ekki hross heldur, en aðrir kaupmenn, er skipt hafa við okkur, hafa engrar breytingar ósk- að frá því, sem verið hefur venja. Jeg hefi nú verið allfjöiorður um þetta mál, sem .kemur af því að margrætt hefur verið um það, og það er ekki laust við, að mjer finnist á greinum í ísafold, sem ísjárvert sje að fœla Slimons verslun eða Coghills frá sjer, því hann sje nærri ómissan- lagur, en mjer flnnst allt annað. Vestmannaeyjum, 12. mars. „Veturinn hefur hjer verið mildur, að því, er frost snertir, en æði storma- og skakviðrasamur mcð mikilli úrkomu. Snjókoma hefur varla verið teljandi, og hefur því mjög sjaldan þurft að gefa ám. Mesta næturfrost fyrir nýjár var aðfaranótt 26. nóvember 8° 0. Síðan hefur eigi komið svo mikið frost, þangað til kuldakastið 4.—9. þ. m.; var frostið hjer þá harð- ast aðfaranætur 8. og 9., liðug 11 st., á daginn 7 —10°; varð þá að taka mikið af ám á gjöf, með því jörð var hæst og haglítil og fje farið að leggja talsvert af. Febrúarmánuður var mjög mildur, optast með 5—8° dagshita. Sjerilagi var hjer blítt veður 8 síðustu daga mánaðarins með óvanalega mikilli loptþyngd, hinn 26. komst loptvogin á 786 og er það hin hæsta staða, sem jeg hef athugað nú í 12 ár. — Aflalaust hefur hjer mátt beita í allan vetur, þangað til dálítið íór að reitast af sjó siðast i febrúar. 7., 8. og 11. þ. m. fengu margir rjett góðan afla af feitum þorski, sumir aptur sára- lítið; hæstur hlutur af þorski og löngu mun nú vera um 80; annar fiskur er hjer ekki talinn, þótt honum sje skipt, t. d. upsi, ýsa, skata og lúða. — Talsvert bar hjer á fjárpest í haust og fram eptir vetri, en ekki nálægt að þvi skapi sem í Gull- bringusýslu, að því er blöðin skýra frá. Eófu- og jarðeplauppskera var hjer mjög góð siðastliðið haust, en í meira lagi bar á kláða í jarðeplum hjá mörg- um. Garðyrkja er hjer mikil, enda hafa Yestmann- eyingar árið 1886 samkvæmt landhagsskýrslunum uppskorið 363 tunnur af jarðeplum og 170 tunnur af rófum, og hefur enginn hreppur á landinu eptir tjeðum skýrslum haft jafnmikla jarðeplatekju það ár, næstur er Stokkseyrarhreppur með 200 tunnur. Garðyrkjan kennir mönnum að nota vel áburð og meta fjemæti hans, enda er allt haft hjer að áburði, sem verður, og enginn er sá húsráðandi hjer, sem eigi hafi salerni á heimili sínu.— Hjer hefur verið i meira lagi kvillasamt í /stur, án þess þó að nein farsótt hafi gengið, og 3 manneskjur dáið, þar af einn heimiiisfaðir úr stífkrampa 10. f. m., Guð- mundur Guðmundsson á Fögruvöllum, hinn nýtasti maður á besta aldri“. Jóni Ólafssyni, sem fer til Ameríku nú með skipinu, var haldið samsæti í gær af 20—30 bæjarbúum (nokkrum embættism., þjóðkjörnum þingm., sem lijer eru, o. fl.). Ritstj. B. Jónsson talaði fyrir minni Jóns Ólafssonar, sem þakkaði fyrir það, og talaði i fyrir minni íslands; sagði meðal annars að hann hefði einlægan hug á, að styðja að betri samvinnu en verið hefur meðal ís- lendinga fyrir vestan haf og hjer heima og efla bróðuranda meðal þeirra, og gjörðu menn góðan róm að því. Sjera Þórhallur Bjarnarsou talaði um, hve mikilsvert þetta væri; sömuleiðis Páll Briem, sem talaði fyrir minni íslendinga í Ameríku. Gestur Pálsson talaði um þýðingu þá, sem Jón Ólafsson hefði haft sem blaðamaður og skáld. Daginn áður, 20. þ. m., á 40. afmælis- degi Jóns Ólafssonar, hjeldu Good-Templ- arar þeim hjónum samsæti, sem fór mjög vel fram. Þar voru meðal annars fluttar ræður fyrir minni Jóns Ólafssonar og konu lians, og honum afhentar silíurdósir, gripur góður, sem heiðurs- og minningargjöf frá St. Einingin nr. 14. Á lok þeirra er þetta grafið; Jón Ólafsson. j frá vinum hans í .Einingirí 14 | 20. mars 1890. Á botn dósanna er auk merkis G.-T. letruð þessi orð: Nei, að halda sitt stryk, vera' í liœtt- unni stór \ og horfa’ ekki um öxl, það er mátinn; og einkenna þessi orð mjög vel starfsemi Jóns í bindindismálinu. — Að samsætinu loknu skemmtu menn sjer með ræðuhöldum og söng í G.-T.-húsinu. Þar var afhjúpuð mynd af Jóni Ólafssyni, hag- lega teiknuð af steinhöggvara J. Schau, eu gefin St. „Einingin“ nr. 14 af nokkrum meðlimum hennar til minningar um Jón Ólafsson. Póstskipið Laura kom aptur að vestan í morgun; hafði á leiðinni til baka legið í fyrrinótt einhvers staðar á Dýrafirði sakir hvassviðris. Einir tveir kaupmenn urðu til að flagga fyrir því, þegar það kom, liinir Ijetu í ljósi reiði sína yflr vesturferðinni með því að flagga ekki. Það á að fara hjeðan á þriðjuþaginn 25. kl. 5 e. h., ef hægt er, sem naumast mun verða. Tíðarfar var að frjetta með póstum líkt og hjer hefur verið, yfir höfuð gott; í hlák- unni síðari hluta f. m. komu alstaðar upp nægir hagar. — Síðustu daga hefur hjer verið hláka og jörð nú því nær alauð í lágsveitum. Gæftaleysi mikið hefur verið hjer, en fiskur nógur fyrir í syðri veiðistöðunum við Faxaflóa. Rjetta- og’ gangnafærsla var felld á sýslufundi Skagfirðinga í f. m., en aptur á móti voru ákveðnir fastir markaðsstaðir fyrir sýsluna og tilteknir markaðsdagar. Um kaupfjelag Skagfirðinga er oss skrifað: „Pöntunarfjelagsfundur var hald- inn á Sauðárkróki 11. febr., og var afráðið að halda áfram pöntun í kaupfjelaginu, ef loforð fengjust fyrir 1000 fjár. Formaður fjelagsins var kosinn kand. Jón Jakobsson á Víðimýri, en varaformaður búnaðarskóla- stjóri Hermann Jónasson á Hólum. Það er nú meiri vandi en vegsemd að hafa á hendi stjórn í því fjelagi, þar sem hugir manna eru jafntvíbentir og andróðurinn gegn pöntuninni eins mikill og hjer, sjer- staklega frá hendi Coghills-sinna og þeirra manna annara, er finna sjer skylt, að rísa önðverðir gegn öllum nýmælum. Ábyrgðin vex mönnum hjer sjerstaklega í augum, en hins gæta þeir síður, að þegar fjárkaup- menn skaðast hjer á fjárkaupum sínum fyrir eiginn reikning eða verða fyrir fjárskaða á leiðinni, þá eru það ætíð seljendurnir, sem borga skaðann fyr eða síðar á einu eða fleiri árum, nema því að eins, að fjár- kaupmennirnir þegar í stað hætti viðskipt- unum, og þá kemur þó skaðinn líka að endingu niður á seljendunum, að eins í öðru formi, þ. e. samkeppnin minnkar eða hættir“. Um kaupfjelag Eylirðiuga er oss skrif- að 26. f. m.: „Vel heflr kaupfjelagi vóru Eyfirðinga farnast þetta ár, og allmikinn

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.