Þjóðólfur


Þjóðólfur - 05.04.1890, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 05.04.1890, Qupperneq 1
Kemur út á föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. ReykjaTÍk, laugardaginn 5. apríl 1890. Nr. 16. Dansk-íslensku kaupmennirnir eru ekki af baki dottnir enn með að reyna að bola burtu allri samkeppni við sig í versluninni á íslandi, eptir því sem þeim er lífsmögulegt. Áður hafa þeir reynt að spilla fyrir löggildingu versl- unarstaða og hefur furðanlega tekist það stundum. Nú dugir það ekki lengur. Nú eru það lögin frá síðasta þingi um að fá útmældar lódir á löggiltum kauptun- um o. /?., sem þeir láta reiði sína bitna á. — Auðmjúkir hafa nokkrir þeirra skrið- ið fram fyrir fótskör ráðgjafans með allra- þegnsamlegasta bæn um, að hann ráði ekki konungi til að staðfesta lögin. Það'mun ýmsum vera minnisstætt, að kaupmaður hjer á landi, sem hefur um- ráð yfir landi á löggiltum verslunarstað, hefur getað bolað þaðan kaupmanni, sem ætlaði að setjast þar að, með því að neita að láta af hendi lóð handa honum til verslunarafnota, og landsyfirrjetturinn hefur undirskrifað það með því, að dæma það rjett að vera, að eigi verði móti vilja landeiganda tekin lóð til verslunarafnota, þótt á löggiltum verslunarstað sje. Sömu- leiðis hefur kaupmaður reynt að hamla því, að keppinautar hans gætu lagt land- festar á lóð hans handa skipum sínum, og þannig reynt að bola þeim frá afnot- um af höfninni. Áðurnefnd lög miða nú til að koma í veg fyrir hvorttveggja þetta með því meðal annars að ákveða, að eigendur og umráðendur óbyggðra lóða í löggiltum kauptúnum eða stórra óbyggðra lóða í kaupstöðum sjeu skyldir til að láta af hendi til verslunarafnota svo mikla ó- byggða 168, sem útmælendum (lögreglu- stjóra og 2 tilkvöddum mönnum eða í kaupstöðum byggingarnefndinni) þykir þörf a til hinnar fyrirhuguðu verslunar, enda sje loðin eigi nauðsynleg við rekstur verslunar eða iðnaðar, sem þar er fyrir; fyrir lóðina á eigandinn að fá hæfilegt endurgjald, sem útmælendurnir ákveða, ef málsaðilar koma sjer ekki saman. Sömuleiðis mega þeir, sem eiga höfn þá, sem löggilt kauptún er við, ekki bægja ueinum frá að leggja skipum sínum þar við akkeri eða frá aðgangi að höfninni, til þess að ferma eða afferma skip, að svo miklu leyti, sem það kemur ekki í bága við þeirra eigin bryggjunot, og ekki heldur getur landeigandi varnað að gjöra hringa, landfestar eða önnur skipsfesta- áhöld þar á höfninni. Þetta ásamt ýms- um þar að lútandi ákvæðum er efni lag- anna. í áðurnefndri bænarskrá móti lögun- um finna kaupmenn flest að þeim. Þeir segja, að þau veiti þeim, sem stofna vilja verslun, „meiri rjett yfir lóðinni, en eigandinn sjálfur hefur“. . [Auðvitað verður eigandinn að láta lóðina af hendi, en þar sem hann þarf eigi sjálfur á henni að halda til verslunar eða iðnaðar og fær fyrir hana fullt verð, þá eru ekki þetta nein ósköp og ekki meir en kem- ur fyrir í hverju siðuðu landi, þar sem menn verða að láta af hendi land fyrir fulla borgun, þegar almenningsheill heimt- ar það, eins og t. d. til vega, járnbrauta o. s. frv.]. Þeir segja, að lögin sjeuþví til hindrunar, að fiskverkunarstaðir verði endurbættir eða búnir til (!); þeir bera megnasta vantraust til útmælendanna og segja, að „þeir þurfi ekki einu sínni að koma á staðinn“! [Hvernig skyldu þeir þá eiga að mæla iit lóðina?]; „eigandinn þurfi ekki að vera við útmælinguna“, [þó að gengið sje út frá þvi í lögunum], „að eigi þurfi að taka tillit til, hvað eigand- andinn vill fá fyrir lóðina“, eða „hvað hann hefur kostað upp á hana“ [sem reyndar eru hreinustu ósannindi, því að án þess að hafa eitthvert tillit til þessa, er eigi hægt að ákveða „hæfilegt endur- gjald“ fyrir lóðina]. Þeir kvarta undan, að eigi megi áfrýja útmælingargjörðinni t. d. til amtmanns eða ráðgjafans [eins og þeim hvorum fyrir sig, sem eru langt frá staðnum, sje betur treystandi í þessu efni en lögreglustjóra og 2 óvilhöllum og kunnugum mönnum eða í kaupstað byggingarnefndinni]. Loks lýsa þeir Eyrarbakkahöfn og hve bagaleg lögin sjeu fyrir eiganda hafnarinnar. [Fyr má nú vera bagi en svo, að geta ekki bolað keppinautum sínum frá afnotum af höfn- inni!]. Þettp, er mergurinn í aðfinningunum; þetta eru nú óargadýrin, sem lögin vekja upp á vegi kaupmannanna, og sjá allir, hve voðaleg þau eru. En það eru ekki að eins dansk-íslensku kaupmennirnir, sem hjer sjá ljón áveg- inum. Svo lítur út, sem stjettarbræður þeirra í Kaupmannahöfn hafi ekki síður sjeð þennan óttalega voða, því að i kaup- mannablaðinu Kjöbenhavns Börs-Tidende er tekin upp dönsk þýðing af lögunum og bænarskrá kaupmanna til ráðgjafans móti þeim með formála, sem ekki síður ber vott um speki og fróðleik höfundar- ins, en gremju hans yfir meðferðinni á dansk-islensku kaupmönnunum. Það er eins og höfundurinn hafi aldrei heyrt nefnt það, sem Danskurinn nefnir Expropria- tion, sem fólgin er í því, að með lögum má skylda menn til að láta af hendi eign sína gegn fullu endurgjaldi, þegar almenningsheill krefur, og er það heim- ilað hjer á landi með BO. gr. stjórnar- skrárinnar. Þeir, sem skrifað hafa ráðgjafanum móti lögunum, geta þess, að þeir hafi í ágúst í sumar, meðan þingið var að ræða lögin, snúið sjer til ráðgjafans í sömu erindum, en til þingsins sendu þeir ekki eitt einasta orð um frumvarpið. Það er ekki í fyrsta sinni sem dansk-islensku kaupmennirnir gera slíkt, að ganga fram hjá löggjafarþingi Islendinga, en makka „privat“ við ráðgjafann. Þeir hafa stundum gert það áður og hafb sitt fram. En ólíklegt er, að svo fari nú, því að svo vill vel til, að stjórnin sjálf lagði þetta frumvarp fyrir þingið, og allt, sem talið er upp hjer að framan af aðfinn- ingum kaupmannanna, stóð í stjórnar- frumvarpinu. Það er því furðu djarft, að vjer ekki komumst frekara að orði, að fara fram á það við ráðgjafann, að hann ráði ekki til að staðfesta sínar eigin tillögur, sitt eigið frumv. Mikil óska- börn og eptirlætisgoð ráðgjafans mega kaupmennirnir vera, ef hann gefur því nokkurn gaum; að óreyndu getum vjer með engu móti gert ráð fyrir slíku.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.