Þjóðólfur - 16.05.1890, Síða 4
92
an deilurnar um þetta stóðu yíir; en nú
eru víðast hvar komin á lög, sem banna
að hafa börn i verksmiðjum og lög um
það, hvernig húsrúm og annar aðbúnaður
fyrir vinnufólk á að vera þar, og stjórnin
hefur nákvæmt eptirlit með, að þeim sje
íyigt.
Það dettur nú engum manni framar í
hug að amast við slíkum lögum, nema
vera skyldi sjera Arnljóti. Jafnvel eigi
Herbert Spencer gjörir það, sem þó í út-
löndum er sá núlifandi manna, sem mest
skrifar á móti þeirri stefnu, sem nú er að
ryðja sjer til rúms, að ríkið fari að hafa
afskipti af svo mörgu. Hann byggir það
eigi á þessum ótakmarkaða eignarrjetti
og ótakmarkaða frelsi, heldur á því, að
það verði, þegar til lengdar lætur affara-
sælla fyrir þjóðfjelagið. Hann álítur t. d.
heppilegra, að ríkið veiti engan fátækra-
styrk af því þá týni þeir tölunni, sem
vesælastir eru og aumastir, en sje haldið
i þeim lífinu, þá geti þeir af sjer sand af
aumingjum1.
Villimenn ættu þá að eiga mikla fram-
tíð fyrir höndum þar sem þeir, sem
eru vesalastir, jafnaðarlega drepast eða
eru drepnir. Jeg skal annars eigi fara
frekar út í kenningu Spencers, sem
jeg hef heldur eigi nema laus kynni
af. Það eru sjálfsagt einhverjir af
yður, sem eru honum miklu kunnugri og
það mætti þá ræða um hann á eptir.
En jegvil nú snúamjer til Þýskalands;
það má að vissu leyti segja, að þar sje
þessi nýja stefna, þessi endurbóta-stefna,
sem svo er kölluð, komin lengst á veg.
Eins og þjer þekkið, heimtuðu Þjóð-
verjar eða Bismark af Frökkum eptir
stríðið 1870—71 5000 miljónir franka í
skaðabætur. Bismark hjelt, að með því
að heimta svo mikið fje af þeim, væru
þeir algjörlega lamaðir, að minnsta kosti
um langan tíma.
Auðfræðingarnir sögðu honum reyndar,
að því færi fjarri. Þeir sögðu honum, að
það mundi að vísu verða nokkuð þung
byrði fyrir Frakkland, en það mundi einn-
ig verða til þess að efla framleiðslu þess,
en koma Þýskalandi í vanda2. Þetta kom
og á daginn. Peningar bárust að Þýska-
landi, svo þar stigu allir hlutir í verði.
Aðrar þjóðir seldu Þjóðverjum því vörur
sínar, en keyptu lítið af þeim aptur-
1) Spencer: The study of Sociology, London 1887
bls. 344—346.
2) Sjá hjer um Lexis: Handel. Tiibingen 1886,
bls. 74.
Aptur á móti keyptu þær vörur áFrakk-
landi, því þar var allt miklu ódýrara, eptir
að peningum hafði fækkað þar. En með
því að Þjóðverjar keyptu meir en þeir
seldu, þáfluttust peningar aptur fráþeim,
þeir urðu að borga mismuninn á því, sem
þeir keyptu og seldu, í peningum eða góð-
málmi. En eptir því sem peningum fækk-
aði aptur þar í landi, fjellu allir hlutir í
verði. Ýmsir höfðu af þessu óeðlilega
háa verðlagi á vörum þeirra glæpst til að
leggja mikið í kostnað og ráðast í ýms
fyrirtæki, er nú gátu eigi borið sig.
Auðfræðingarnir sögðu nú Bismark, að
ef hann vildi forða þúsundum þegnanna
frá gjaldþrotum og eyðileggingu, þá yrði
hann að grípa til tollverndunar, til þess
um stundarsakir, meðan menn væru að
bjarga sjer úr þessum vandræðum, að halda
afurðum landsins í verði. Eins og nú
stæði, væri það „malum necessarium" (ó-
hjákvæmilegt þó illt sje), að halda sam-
keppni annara landa burtu.
Bismark hafði til þessa tíma til 1875—
76 verið frelsismaður af sama skóla og
Arnljótur. Hann hafði frelsið, atvinnu-
frelsið, einlægt á vörunum og hataði eins
og pestina öll afskipti ríkisins af atvinnu-
vegum manna. En hann var nú farinn
að fá trú á auðfræðingunum, og var of
skynsamur til þess að skeyta í engu ráð-
um þeirra. Það var nú, að hann snerist
algjörlega, og ef ef til vill í sumu lengra
en heppiiegt var. Hann tók nú upp toll-
verndun, sem hann áður hafði fordæmt í
mesta máta, og hann notaði hana eigi að
eins til þess í svipinn að forða sumum
iðnum við falli, eins og auðfræðingarnir
rjeðu honum til, heldur einnig í pólitísku
augnamiði, til þess enn betur að reyra
þýska ríkið saman í eina heild.
En hann ljet eigi hjer við sitja. Hann
hafði, eins og jeg tók fram, breytt stefnu
sinni. Hann sá, að það var eigi nóg að
rifa niður, það var eigi nóg að afnema
þau lög, sem stóðu iðnaðinum og atvinnu-
vegunum fyrir þrifum, heldur þurfti líka
að byggja upp. Hann fór nú að sjá, að
ríkið gat á margan hátt bæði með góðum
lögum og öðru liðsinni hafið iðnaðinn og
bætt kjör verkmanna. Á síðustu 10 árum
hefur hver endurbótin rekið aðra.
Jeg skal hjer segja yður frá þremur
lögum, sem miða að því, að bæta kjör verk-
manna eða erfiðismanna.
Það er víðast svo, að erfiðisfólk getur
haft nokkurn veginn í sig og á, meðan
engin sjerstök óhöpp bera að höndum svo
sem sjúkdómar, slys eða því um líkt. En
menn, sem lifa einungis af daglaunum,
geta því að eins þolað þess konar óhöpp,
að þeir hafi lagt upp í góðu árunum; en
það vill víðast verða svo, að annaðhvort
geta þeir það eigi eða hafa eigi sinnu á
því. Það er því almennast, þegar svo ber
undir, að þeir lenda á sveitinni sjer og
öðrum til niðurdreps, eða þá setja sig í
þá skuldasúpu, sem þeir eigi sjá fram úr,
og missa þannig allan kjark. Eins er það
og almennt meðal verkmanna erlendis, að
þeir lenda á sveitinni, þegar þeir fara að
eldast og vinnukrapturinn er þrotinn.
Þessu hafa menn viljað kippa í lag á
Þýskalandi, og það hefur að nokkru leyti
verið gjört með lögunum um trygging mót
sjúkdómum 1883 og mót slysum 1884, og
nú síðast í fyrra með lögunum um trygg-
ing fyrir vanheila og ellihruma. Jeg get
auðvitað eigi farið að skýra yður frá,
hvernig þessu er fyrir komið í einstökum
greinum, en skal að eins taka fram nokk-
ur aðalatriði.
Trygging mót slysum hvílir algjörlega
á vinnuveitendum. Ef þeir eigi geta sann-
að, að slysið hafi eigi verið þeim að kenna,
eiga þeir hver um sig að bera allan kostn-
aðinn, en ef þeir geta sannað, að þeir að
engu leyti hafi vanrækt skyldu sína, þá
er öllum kostnaðinum jafnað niður á alla
húsbændur og vinnuveitendur á vissu svæði,
eða þeim er með lögum skipað að leggja
í sjóð vissa upphæð hjer um bil 2°/0 af
því, sem þeir greiða í vinnulaun, og ef
það eigi hrekkur til, er því, sem á vantar,
jafnað niður á þá.
Verkmenn þeir, sem verða fyrir þessum
slysum, fá 2/g af vinnulaunum þeim, sem
þeir hafa haft síðasta árið, og halda því
um alla æfi, ef þeir verða alveg ófærir til
vinnu, annars þar eptir minna, og efþeir
deyja, fá konur þeirra, börn og foreldrar
ákveðinn hluta, ef þeir hafa verið á veg-
um hins látna.
Heimting verkmanna á að fá úr þess-
um sjóðum byrjar fyrst með 14. viku eptir
að slysið vildi til. Fyrir þann tíma skal
kostnaðurinn greiddur af sjúkrasjóðunum.
Til þessara sjóða leggja bæði verkmenn
og vinnuveitendur, en allt gjaldið er
heimtað af vinnuveitendum. Styrkurinn
til sjúklinganna er fólginn í því, að sjóð-
irnir greiði allan kostnað, sem stafar af
sjúkdómum, bæði meðul, læknishjálp og
fleira, og þar að auki hálf laun fyrir hvern
virkan dag, svo lengi sem sjúkleikinn
varir. Hver, sem vinnur fyrir vinnulaun-