Þjóðólfur - 16.05.1890, Page 5

Þjóðólfur - 16.05.1890, Page 5
93 um í sömu sveit fulla viku, hann er skyldur til að ganga inn í þann sjúkra- sjóð, sem hefur verið settur á stofn fyrir þá sveit,. Tillagið til þessara sjóða getur leikið um 2°/0 af vinnulaununum. Það erheimt- að af vinnuveitendum, sem aptur mega draga það af launum verkmannsins, þó eiga þeir sjálfir að greiða þriðjung af til- iaginu úr eigin vasa. ^ögiu um trygging fyrir vanheila og ellihruma, sem voru samþykkt í sumar, eru iung-stórkostlegust. Inn undir þau k°nia nálega allir, bæði karlar og konur, sem vinna í annara þjónustu fyrir vana- logt vinnukaup, og eru 16 ára að aldri. Hin tvö fyrnefndu lög hafa aptur á móti eigi getað tekið alla með. Þetta stórkostlega fyrirtæki á að taka til starfa 1891, og hefur mönnum talist SVO til, að fjöldi þeirra, sem þessi lög ná yfir, muni verða um 11—12 milljónir manns og skuldbindingar þær, sem ríkið leggur sjer á herðar með þessum lögum, muni nema hjer um bil 1400 miljónum króna. Þetta stafar af því, að ríkið legg- ur nokkuð til, svo að styrkur sá, er hver fer, geti orðið meiri; en hitt, sem auðvit- er miklu meira — menn telja, að það 111 oni að minnstakosti verða tvöfaltmeira ~~ eiga verkmenn og verkveitendur að le£gja til. Hvað hver borgar, fer eptir því hve fiá vinnulaun hann hefur, og er öllum, sem þessi lög ná til, skipt í fjóra flokka, svo að fyrir innan hvern flokk borgar hver jafnt. í fyrsta flokki eru þeir, sem hafa allt að 350 mörk1 í kaup á ári; fyrir þennan flokk á að greiða 12 fenniga á viku. í 2. flokki eru þeir, sem hafa frá 350—5Ö0 mörk í laun; þessi flokkur greiðir 18 fl 3. flokkur hefur 550—850 m. í laun og borgar 24 f., og í 4. flokki eru menn, sem hafa 850—2000 m. í laun, og greiða þeir 30 f. á viku. Gjald þetta er heimtað af vinnuveitendum, sem mega draga helminginn af því frá vinnulaunun- um, en hinn helminginn eiga þeir sjálfir að borga2. Fyrir þetta gjald eiga verkmennirnir eða vinnufólkið heimting á styrk æfilangt, ef þeir missa heilsuna, eða svo lengi, sem Þeir eru eigi vinnufærir, og þegar þeir eru sjötugir, það sem eptir er æfinnar, hvort Seia þeir eru færir til vinnu eður eigi. ^fyrkur sá, sem hinir vanheilu og elli- 1) t toark = 100 fennigar = 89 aur. Hazels Annual 1890, bls. 650—51. hrumu fá, er 110 mörk, sem fer vaxandi eptir vissum reglura, sem jeg skal eigi fara frekar út í. Þjer sjáið af þessu, að það er nokkurn veginn bætt úr hinum bráðustu þörfum verkmannalýðsins. Ef þeir verða sjúkir, ala sjúkrasjóðirnir önn fyrir þeim 13 fyrstu vikurnar, og ef sjúkleikinn varir lengur, taka slysasjóðirnir við, ef sjúkleikinn staf- ar af því, að þeir haf'a slasað sig við vinnu, en annars sjóðirnir fyrir vanheila og elli- hruma. Það, sem verður að greiða til allra þess- ara sjóða tilsamans, mun nú vera hjer um bil 6°/0 af vinnulaununum. Þar af greiða vinnuveitendur allt til slysasjóðanna, eins og jeg hef þegar tekið fram. Meðal ann- ars, sem hefur verið fært til ástæðu fyrir því, er, að það sje eðlilegt og rjett, að hver iðn beri þann kostnað, sem stafar af slysum og meiðslum á mönnum í henni, alveg eins og þeim skaða, sem verður á verkfærunum; og þegar farið er að gjöra þeim að skyldu að tryggja hús sín og fje, verksmiðjur og verktól, þá er eigi síður ástæða til að skylda þá til, að tryggja vinnufólk fyrir þeim slysum, sem getur hent það í þjónustu þeirra. Af gjaldinu til sjúkrasjóðanna verða vinnuveitendur að borga þriðjung, en helm- ing móts við vinnufólk af tillaginu til sjóðanna fyrir ellihrúma og vanheila. Hvernig fyrirkomulagið er á stjórninni á þessum sjóðum, skal jeg alls eigi fara út i, að eins vil jeg geta þess, að það er byggt á sjálfstjórn. Við sjúkrasjóðina ræð- ur sveitaskiptingin mestu, við hina stærri umdæmi. í vanda- eða vafamálum ráða dómstólar eða gjörðardómar, sem að hálfu eru kosnir af vinnufólki, en að hálfu af vinnuveitendum. Þetta getur gefið yður hugmynd um, hvort ríkinu eða landsstjórninni er van- treyst, að hún geti hjálpað, að minnsta kosti á Þýskalandi1, en það er engan veg- inn að eins þar, eins og jeg hef þegar fært rök að. Það er satt, að Þýzkaland er komið lengst í þeirri grein, að skylda menn til að sjá betur fyrir sjer og hjálpa þeim til þess. En það er engan veginn svo, að önnur lönd láti þetta mál afskiptalaust. Það eru þvert á móti flest ríki, sem hafa 1) Jeg skal bæta þvi við, að þegar lögin um tryggingu fyrir vanheila og ellihruma voru lögð fyrir þingið á Þýskalandi, var þess getið í álit- inu, sem þeim fylgdi, að menn mættu eigi skoða þessi lög sem endahnútinn á því, er þyrfti að gjöra i þessu efni. Næst yrðu menn að taka fyrir tryggingu fyrir ekkjur og börn. á prjónunum lagasetningar, sem ganga í líka átt. Meir að segja það er England, sem hefur riðið á vaðið með lögunum frá 1880 um trygging mót slysum, þó þar hafi menn enn yfir höf'uð látið sjer nægja með að láta ríkið styðja og styrkja, án þess að beita þvingun1. (Niðurlag). Vörn hr. G. T. Zoéga. í 23. tbl. ísafoldar neitar skólakennari G. T. Zoéga, að athugasemdir mínar við enskunámsbók hans sjeu rjettar, að fáein- um undanteknum, sem hann ekki getur um, en játar þó ekki, að þær sjeu rjettar, eins og Jón Ólafsson hefur gert um flest- ar af aðfinningum mínum við bók hans. Jeg skýt því málinu til hæstarjettar, Murraýs orðábókar. Síðan hún byrjaði að koma út, 1885, eru allar eldri orðabækur orðnar úreltar, nema Webster (útg. 1883). Sweet: History of English Sounds, 1888, Joh. Storm: Englische Philologie, 1881 (norska útg. endurbætt og aukin um 118 bls.), Vietor: Elemente der Phonetik, og Webster (1883) verða að eins yfirrjettur í þessu máli, því skoðanir þeirra á frb. hafa breytst, en það er samt gaman að sjá, hvar yfirrjett og hæstarjett ber saman. Jeg skammstafa þannig: Sw, St, V, W og M. G. Z. segir, að það sje mjög lítill mun- ur á ei-hljóðinu í able og íslensku ei. M. segir (bls. XXIV), að það sje „ófullkom- inn eða efasamur tvíhljóði í fate (þ. e. í able); margir framburðarfræðingar tákna það að eins með e, en hann sjálfur tákni það með e1 þ. e. löngu e og hálfu i“. Á bls. XXV táknar M. þetta sama hljóð þannig: e (e»). Svo veimiltítulegt er i í þessu hljóði, að það hverfur að kalla, og M. er mjer samdóma um, að það eimi að eins ofurlítið eptir af því. St (bls. 93) og V (bls. 69) eru mjer líka samdóma. Hjer er hæsti- rjettur og yfirrjettur á mínu máli. Auk þess er þetta hljóð frb. i-laust á meir en hálfu Englandi. 1) í pinginu enska hefui nýlega verið rædd uppástunga Blaekley prests um að koma á „Na- tional insurance“ þannig, að bver maður á Eng- landi væri með lögum skyldaður til að tryggja sig mót sjúkdómum og elli með því að borga ákveðna upphæð á árunum 18—21, og það sem þá stæði eptir, skyldi heimt eins og eptirstöðvar af skött- um. Nefndin, sem skipuð var i þetta mál. var því íremur meðmælt, en rjeð til, að menn skyldu fyrst kynna sjer álit þjóðarinnar, áður en menn færuað setja lög um svo mikilfenglegt mál.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.