Þjóðólfur - 16.05.1890, Side 6

Þjóðólfur - 16.05.1890, Side 6
94 Að M. ber care fram kéer er engin sönn- un móti því, að hann beri their fram ðéÝ (ðér). Orðabók hans er ekki komin lengra en fram í c, en hann bar þetta orð svo fram í des. 1887 í Scriptorium* (orðabókar- smiðjunni) í Oxford, enda eru hljóð þessi í forn-ensku táknuð ólíkt, nfl. hið fyrra með a, ea, hið síðara með ei, ai. Sh og sj er hvorttveggja óheppilegt hljóðtákn, þó sj sje íslenskara; M. brúkar gotneskt s og eins gerir Sweet 1888. Að tákna áherslulaust e og a í hinum áherslulausu endingum ate, ade o. s. frv. með i er Reykvíska; Reykvíkingar gera ekki mun á e og i ft. d. skip = skep). M. táknar þetta hljóð með é þ. e. daufu, ó- greinilegu e (stuttu e) t. d. í separate, að- skilinn. V (bls. 56) segir: „Þetta áherslu- lausa hljóð er næst e og táknið e á best við í endasamstöfum11. Hjer er hæstirjett- ur og yfirrjettur mjer samdóma. M. táknar ekki y í thoroughly, theory með stuttu i eins og G. Z., heldur með venjulegu i, sem er lengra t. d. væ’níti (bls. XXV) = vanity. St (bls. 93) segir: „í áherslulausum endasamstöfum er opt heldur langt hljóð. Sw. er honum sam- dóma. Hjer er yfirrjettur á mínu máli og hæstirjettur, að minnsta kosti, ekki sam- dóma G. Z. M. táknar o í before með 00, en í lawn með q, og eins gerir Sw. (1888); jafnvel W. vill bera 0 í before fram eins og 0 í old (óld G. Z.). Larsen danski vegur lít- ið móti þessum þrem kumpánum. Father heyrist ekki vera frb. faðar í íslenskum eyrum, heldur fað’-ðar og eins er um rather. Cam í Cambridge er hvorki frb. keim nje kám heldur kem. Prófessor í ensku, sem hefur verið við Cambridgeháskóla í mörg ár, hefur sagt mjer það. M. táknar o-hljóðið í quality með löngu 0 (q bls. XXV) eins og í walk, wart, awning, Sw. með sama tákni og a í saw 0g St. (bls. 109) með hinu íslenska 0 í skot. Hæstisjettur og yfirrjettur eru mjer samdóma. í leizure er eingöngu í-hljóð í lei sam- kvæmt W. M’s orðabók er ekki komin lengra en fram í c, en hefur í-hljóð í ceiling, þar sem líkt stendur á og í leizure. í almanac heyrist 1 ætíð samkvæmt M. Cockney-brb. Sw’s á þessu orði er ekki í húsum hæfur. M. gerir mun á ea-hljóðinu í early og search; G. Z. og J. Ó. og hans 9 orða- bækur vega ekki á móti honum. Hljóðið í early táknar hann með löngu a á höfði v, en hljóðið í search með löngu e á höfði 9 (bls. XXV; fyrra hljóðið er eins og í curl, hið seinna eins og í birch, earth). Lengra en til hæstarjettar verður þetta mál ekki sótt. (Niðurl.). J'on Stefánsson. t Jakob Guðmundsson alþingismaður og prestur á Sauðafelli er nýlega dáinn. Hann var fæddur á Reyni- stað 10. júní 1819. Foreldrar lians, Guð- mundur bóndi Jónsson og kona hans Guð- rún Ólafsdóttir, systir Jóns bónda á Helga- vatni, voru þáhjá sjera Ingjaldi Jónssyni presti á Reynistað. Sjera Jakob ólst að mestu leyti (frá 8 til 18 ára aldurs) upp hjá systur sinni Ötinu á Móafelli(P) í Skaga- firði, var síðan 4 ár vinnnmaður á Sjávar- borg, en íor þá, 22 ára gamall, að læra undir skóla hjá sjera Sveini Níelssyni í Blöndudalshólum, kom í Bessastaðaskóla 1844, var þar 2 vetur, en 1 í Reykja- vikurskóla, og útskrifaðist þaðan 1847 og af prestaskólanum 1849 með 1. einkunn, var síðan 2 ár við barnakennslu í Reykja- vík, og gaf ásamt H. Kr. Friðrikssyni út 1850—51 Undirbúningsblað undir Pjóð- fundinn, og byrjaði að gefa út 1851 bún- aðarrit, sem hann kallaði Bónda; liann var kosinn í Reykjavík fulltrúí á þjóðfund- inn; var þá nýorðinn prestur að Kálfatjörn, vígður þangað 15. júní 1851.—1857 fjekk hann Ríp í Hegranesi, en 1868 Kvenna- brekku ; voru þá Miðdalaþing sameinuð því brauði, og það kallað einu nafni Suður- dalaþing.— 1852 kvæntist hann Steinunni, sem enn er á lífi, dóttur Guðmundar Pjet- urssonar verzlunarm. og Ragnheiðar systur Helga biskups. Áttu þau hjón mörg börn ; eittþeirra eru Steinunn kona sjera Jóh. L. Jóhannssonar, sem hefur verið aðstoðar- prestur sjera Jakobs heitins síðustu 2 ár. Aiþingismaður var sjera Jakob kosinn 1883 fyrir Dalasýslu, og hefur verið þing- maður síðan- Hann sýndi bæði á þingi og utan þings mikinn áliuga á landsmálum vor- um og kom jafnan fram með einlægum vel- vilja og sterkum hug á að efla framfarir landsins; hann var mjög hvetjandi til allra búnaðarlegra framfara heima í hjeraði og hlaut 1876 heiðursgjöf af styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. fyrir framtakssemi í búnaði. Hann var elztur allra þing- manna, en þó fjörugur sem maður á besta skeiði, gáfumaður, manna málliðugastur, ræðinn og skemmtinn í samkvæmum og Ijet þá stundum fjúka í kveðlingum meira til gamans en af því, að hann ætlaðist til að vera talinn skáld.—Við fráfall hans er orðið autt annað sætið í efri deild og þriðja sætið á þingi, sem kjósa verður í nýja þingmenn til þessa eina þings, sem eptir er af kjörtímanum. Um Rangárvallasýslu hafa sótt yfir- rjettarmálfærslumaður Páll Briem og cand. jur.Björn Bjarnarson, sem þar hefur verið settur sýslumaður frá 1. þ. m., sýslum. Sig- urður Ólafsson sótti einnig, en tók aptur umsókn sína. Póstskipið Laura fór til Vesturlands- ins og kom þaðan á ákveðnum tíma, fór hjeðan til Hafnar aðfaranótt 14. þ. m. Amtmaður E. Th. Jónassen og kona hans sigldi með póstskipinu til Danmerk- ur og Þýskalands. Yflrdómari Jón Jens- son er settur amtmaður, meðan hann er fjarverandi. Fimm Ameríkufarar fóru með þessari ferð póstskipsins hjeðan úr Reykjavík. Næsta stríð verður ólíkt öllum stríðum, sem háð hafa verið. Reyklausa og hvell- lausa púðrið breytir mörgu í hernaðinum. Tilraun var gerð með það 1. f. m. fyrir utan Parísarborg. Veðrið var bjart og sólskin. Liðdeild af stórskota- og smá- skotaliði átti að verja þorp eitt, en önnur deild af stórskotaliði og fótgönguliði átti að ráða á það úr skógi þar í grendinui. Skothríðin, með fallbyssum og handbyss- um byrjaði, og kúlurnar þutu með svo miklum liraða, að það var til að lieyra eins og bumbusláttur, en enginn reykur sást. Liðsmennirnir, sem vanir voru við gamla hernaðinn, urðu nærri því forviða. Fótgönguliðið í skóginum sendi óttalega kúludrífu yfir mótstöðumenn sína, án þess að þeim væri mögulegt að sjá, hvaðan skothríðin kæmi, þar sem enginn reykur fylgdi skotunum. Það var og bersýnilegt, að hjeðan af geta lierdeildir ekki látið reykinn hylja hreyfingar sínar í orustum. Það þótti mönnum furðu gegna að sjá, hverja þýðingu liturinn á einkennings- búningnum hafði. Það var nefnilega miklu hægra að sjá og miða á rauða ein- kennisbúninginn en öðru vísi litan. Þeir, sem bera hann, særast um 10% fleiri ept- ir en áður. Rauðu einkenniskjólana hjá Frökkum má því telja dottna úr sögunni, og það því fremur, sem Þjóðverjar nota fyrir skotmark við skotæfingar, mannlíkn-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.