Þjóðólfur - 16.05.1890, Síða 8
96
C. J. Rydén^ í
fæst allskonar karlmannsfatnaður, alklæðnaður, frakkar, jakkar, buxur, vesti og
♦ yfirfrakkar.
Sýnishorn af nýjustu fata-efnum eru til sýnis á verkstofu minni.
Reykiavík, í maí 1890.
C. J. Rydén.
266
Kvennsöðull með ensku lagi, lítið eitt brúkað-
ur, er til sölu. Ritstjðri vísar á seljandann. 264
Hattur fundinn 10. þ. m. í forstofu landsbank-
ans. Bigandi vitji hans til bóksala Sigurðar Krist-
jánssonar. 263
Tveir svampar hafa fundist á götu í bænum.
Eigandi getur fengið þá mót sanngjömum fundar-
launum og borgun fyrir þessa auglýsiugu með því
að snúa sjer til ritstj. Þjóðólfs. 262
Barnakennsla.
Maður, sem er vanur við að kenna börnum og
hefur góða vitnisburði fyrir það, óskar eptir at-
vinnu við barnakennslu næstkomandi vetur. Menn
snúi sjer til ritstj. Þjóð. fyrir 1. sept. næstk. 261
WGT Skósmíöaverkstæði
og
leöurverslun
Björns Kristjánssonar
260 er í VESTURGÖTU nr. 4.
Undirskrifaður kaupir þessar útgáfur af
Passíusálmunum:
Hólum 1682
— 1780
— 1791
Viðey 1820
og borgar með háu verði, ef expl. eru heil og óskemmd.
Rvík 16/6 1890. 259
Sigurður Kristjánsson.
Bólusetning
fer fram í barnaskólahúsinu á hverjum
miðvikudegi og föstudegi kl. 4 e. m.
Menn vanræki ekki að koma með börnin.
258 J. Jónassen.
Hliðartaska með ýmsu í týndist í fyrra dag
hjer í bænum. Finnandi er vinsamlega beðinn að
skila töskunni á afgreiðslustofu Þjóðólfs. 257
Skrifstofa fyrir almenning.
10 Kirkjustræti 10
opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. 256
Eigandi og ábyrgöarmaöur:
ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil.
Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3.
Prentari Sigm. Guömundsson.
70
Til þess að segja ekki það sama, sem allir aðrir
. . . en þjer gleymið alveg ísnum . . . má jeg . . .“
í sama bili kemur Bragi, unnusti hennar, inn i
danssalinn; meðan verið var að dansa „valsinn", hafði
hann setið inn í öðru herbergi að spila; hann hafði tap-
að seinasta spilinu, og var því ekki furða, þótt hann
væri ekki i góðu skapi. Þegar hann sjer sinn ósvífna
meðbiðil vera svo gott sem að mata unnustu sína, en
slíkt fanst honum ósæmilegt að aðrir gerðu en hann,
varð hann frá sjer numinn af reiði. Hann strunsar til
Jónasar Dúgge, er ókurteis við hann og það liggur við,
að hann verði rekinn út úr salnum. Teresa skammast
sín hans vegna, talar ekki mikið við hann og gerir
hann þannig afbrýðissaman fram úr öllu lagi. En það
stoðar ekki að vera takmarkalaust afbrýðissamur, þeg-
ar maður er ekki viss um að vera takmarkalaust elsk-
aður.
Með vorsins fyrstu sól og fyrstu sumarfuglum kom
söngkonan mikla, Katalani, til Stokkhólms. Nú var
um það að gera að ná í aðgöngumiða að konunglega
leikhúsinu í fyrsta skipti, sem hún syngi þar. Liðsmanna-
foringi Bragi sendir sterkasta liðsmanninn sinn snemma um
morguninn til að kaupa fjóra aðgöngumiða. Eptir langa
mæðu heppnast liðsmanninum að fá þá, en á heimleiðinni
mætir hann manni, sem býður honum tvöfalt verð fyrir að-
71
göngumiðana. Nei, það þorir hann ekki: foringi
hans hafði boðið honum að kaupa þá, og Iiðsmaðurinn
verður að hlýða í blindni; það er hans skylda. En
maðurinn ljet hann þá vita, að það væri ekki skylda
hans að kaupa aðgöngumiða og að yfir höfuð væri ekki
minnst á þess konar í hernaðarlögunum eða reglugjörð-
unum; loksins lætur liðsmaðurinn tilleiðast, selur að-
göngumiðana fyrir tvöfalt verð, hirðir sjálfur helming-
inn af peningunum og segir foringja sínum, að allir að-
göngumiðar hafi verið uppseldir. Auðvitað fær hann
skammir fyrir að hafa ekki komið með aðgöngumiðana,
en huggar sig á næsta veitingahúsi.
Bragi flýtti sjer til unnustu sinnar að segja henni
þessi sorgartíðindi, að hann hefði ekki getað fengið að-
göngumiða, þar eð þeir hefðu allir verið útseldir, „áður
en sjálfur fjandinn kom á fætur“, sagði hann.
Teresu og móður hennar þótti þetta því verra, sem
þær höfðu einmitt keypt sjer nýjan klæðnað til þess að
vera í við þetta tækifæri. Einmitt þegar þau voru að
tala um, hversu ákaflega ergilegt það væri þó, koma
fjórir aðgöngumiðar og brjef með frá Jónasi Dúgge.
Hann biður þær mæðgur að nota aðgöngumiðana eptir
vild og skoða það ekki neina velgjörð af sjer, því að
aðgöngumiðar hefðu fengist keyptir allan fyrri part
dagsins, en væru nú fyrst uppseldir.