Þjóðólfur - 06.06.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.06.1890, Blaðsíða 1
Kemur öt á föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. j JH. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Reykjavík, föstudaginn 6. júní 1890. Nr. 27. Um kaupfjelög. (Aösent af P.). Herri ritstjóri. Af því að blað yðar lætur sjer mjög annt um kaupfjelög vor, íeyfi jeg mjer að senda yður eptirfylgjandi grein, sem er lauslega þýdd úr danska tímaritinu Tilskneren og samin er af dönskum þingmanni J. Hansen Ölstykke. Greinin er að vísu rituð fyrir Dani, en af Því að svo margt er líkt með kaupfjelög- unum hjá þeim og oss íslendingum, er fróðlegt að sjá, hvernig menn líta á þenn- au verslunarfjelagsskap í Danmörku, auk Þess sem drepið er á sumt í greininni, sem jeg man ekki eptir að tekið hafi verið fram áður um þetta mál, sem jeg tel eitt af þýðingarmestu málum landsins. GHeinin er svohljóðandi: Kaupfjelög eru upphaflega stofnuð á Euglandi og er saga þeirra þegar orðin roikil og að mörgu leyti mjög merki eg. i fyrstu voru þau byrjuð í mjög smáum stýl, með höfuðstól, er eigi nam meiru en örfáum pundum, en haía smásaman hafið sig hærra og orðið svo þýðingarmikil, að euginn hefði getað gert sjer vonir um slíkt fyrir fram. í Englandi eru nú til þannig löguð fjeJög, sem hafa yfir 31/,, uúljón flelagsmanna. sem hafa sín eigin skiP í förum, til að sækja og flytja vör- ur sínar, sem eiga verksmiðjur t. d. fyrir soda, sykur 0. fl., sem hafa skógerðar- og saumaverkstofur, brauðgerðar- og 'slátur- hús o. s. frv I Danniorku varð prófastur Sonne fyrsl ur _ 1 að koma þessum fjelögum á fót yrir rumum mannsaldri tókst honum a »fna h,J fíma t , Thista Hann yar 0 rana„r að borjtat raali og skeytti ekkert svtviti)Ingn |i:,:flr þeirri, er v6r hann rigndi, einkum frá háif kaupmannanna, enda báru erfiðismuni hans góða ávexti. I Thisted var margu íátæklingur, sem á nú fjelaginu að þakk velmegun sína; fyrirkomulag og stjórn fj€ lagsins hefur líka verið til fyrirmynda öðrum sams konar fjelögum, er síðar haf verið stofnuð. Síðan hefur f jelögum þessum fjölgað víðs vegar um landið; hve mörg þau eru nú, verður eigi sagt með vissu; þau eru víst frekar yfir en undir 200. Nú um hríð hefur kaupfjelögum flölgað hvarvetna þar sem skilyrði fyrir þrifum og framtíð þeirra hefur verið fyrir hendi, og má þakka þetta meðal annars skilningi manna á kaupskap, sem hefur vaxið við kaupflelögin, og sam- eiginlegum ávinningi, sem fastur fjelags- skapur eykur í fjármunalegu og mennta- legu tilliti. En vor pólitiska staða, síðan bráðabirgðarlögin frá 1. apríl 1885 voru gefin út, hefur eigi minna flýtt fyrir stofn- un nýrra kaupfjelaga. Hinn gætni sveita- maður þoldi það, þó að kaupmaðurinn liti ofan á hann með fyrirlitningu og næstum ætíð á kjördeginum stæði við hlið mót- stöðumanna hans, því menn viðurkenndu, að sjerhver hefði rjett til að fylgja þeim póli- tiska flokki, er hann vildi, meðan flokknr- inn heldur sig innan takmarka laganna. En þegar kaupmaðurinn ræður sjer ekki fyrir fögnuði yfir þeirri pólitík, er eigi svífst þess að traðka lögum, þegar eigi er hægt að koma sínu fram lögum samkvæmt; sem einkisvirðir þjóðarinnar dýrmætustu rjettindi: kosningar- og skattálögurjettinn, þeirri pólitík, sem auðsjáanlega miðar til þess að gera þjóðina ómynduga; þá er það eðlilegt, þótt sveitamaðurinn segi: „Nei! nú viljum vjer eigi ala lengur þá menn á fje voru, er einnig í pólitisku tilliti eru vorir verstu mótstöðumenn“. Og það er sannfæring vor, að kaupmaðurinn megi þakka sjálfum sjer fyrir það, að sveita- maðurinn er hættur að koma í búðina hans. Ef hann hefði staðið hlið við hlið með sveitamanninum i baráttunni til að verja vorn grundvallarlagalega rjett, þá hefði hann að líkindum staðið öðruvísi. En hvað sem því líður og hverjar sem orsakirnar eru til þess, að svo mörg kaup- fjelög eru stofnuð víðs vegar um landið, þá tökum vjer stofnun þeirra með fögnuði og gleði. Og við hvern þann mann, er hreyfir því máli í sinni sveit, segjum vjer: Það er gott og mikið málefni, sem borgar sig að vinna fyrir og verja til tíma og kröpt- um. En það er líka málefni, sem þarf að heita við fyrirhyggju og skynsemd; sjer- hver óþroskuð tilraun skaðar einungis. Leitið þess vegna ráða hjá eldri fjelögum, sem stofnuð eru eptir hinum rjettu grund- vallarreglum. Komið svo fjelagsskapnum á með allri nauðsynlegri varasemi, og þá getið þjer verið vissir um góðan árangur. Hjer er eigi rúm til að skýra frá fyrir- komulagi kaupfjelaga, stjórn þeirra, fram- kvæmdum og þvíuml. Yjer viljum því að eins fara fáum orðum um andmæli þau, er mótstöðumenn þeirra koma jafnan fram með, hvar sem þau eru stofnuð. Kaupmenn, verslunarmenn og þeirra fylgifiskar segja: „Yerslunarsamkeppnin er svo mikil, að það verður ómögulegt fyrir kaupfjelög að standa til lengdar; vjer færum niður verðið á okkar vörum, þang- að til fjelögin neyðast til að hætta“. Yjer svörum því: Að hvert það fjelag, sem rjett er stjórnað og þar sem fjelagarnir fylgjast að með einbeittum huga, það get- ur aldrei fallið um koll eða orðið gjald- þrota, og engin verslun getur verið keppi- nautur þess. Fjelagið getur þó að minnsta kosti keypt sínar vörur eins ódýrt og kaupmaðurinn, en hefur aptur á móti minna fyrir að skipta sínum vörum og fá verð fyrir þær. Flestir kaupmenn eru neyddir til að lána og líða optast halla við það að meiru eða minnu leyti. Ef kaupmaðurinn til jafnaðar færir niður verð- ið á sinum vörum, móti fjelaginu, þá mun honum eðlilega leiðast það til lengdar, eða lenda að öðrum kosti í fjárþroti. Það al- kunna bragð kaupmanna að selja einstak- ar vörutegundir með innkaupsverði eða jafnvel neðan við það, til þess að ginna til sín viðskiptamenn, tælir menn ekki lengur. Menn sjá, að sú verslunaraðferð er óeðlileg, og vita, að kaupmaðurinn hlýtur þá að „snuða“ viðskiptamenn sína þeim mun meira á öðrum vörum. Aptur eru aðrir sem álasa fjelögunum fyrir harðræði það, er þau beiti við fá- tæklinga, af því þeir geta eigi fengið vörulán hjá þeim. Það eru ýmsir tímar, segja menn, sem fátæklingurinn hefur eigi gjaldeyri á reiðum liöndum; annaðhvort verður hann þá að flýja til kaupmannsins eða svelta að öðrum kosti. Þessi mótbára væri á rökum byggð, ef fjelögin hefðu ekki ráð til að hjálpa fátækling út úr áminnst- um kröggum. í fjelagi þvi, sem höfund-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.