Þjóðólfur - 06.06.1890, Blaðsíða 2
106
ur greinar þessarar er fjelagi, er það haft
þannig: Þegar einhver fjelagsmaður til-
kynnir fjelagsstjórninni, að hann þarfnist
smáupphæðar, t. d. 20—30 kr., þá lætur
flelagsstjórnin hann gefa út skuldabrjef
fyrir nefndri upphæð, sem hann undir-
skrifar ásamt áreiðanlegum manni til á-
byrgðar. Síðan gefur fjelagsstjórnin hon-
um ávísun fyrir sömu upphæð og gegn
henni fær hann svo vörur af vörubirgðum
fjelagsins. Láni þessu er aldrei sagt upp,
en hinn tiltölulegi hluti hans af hreinum
ágóða fjelagsins er dreginn af honum, þar
til skuldinni er lokið; og þar eð fjelagið
í mörg ár hefur geíið af sjer 10% í
hreinan ágóða, þá verður hann skuldlaus á
skömmum tíma. Það verður heldur aldrei
nein vandræði fyrir ráðvandan og vellát-
inn fátækling að fá ábyrgðarmann fyrir
svona löguðu láni, því hættan er mjög
lítil, þar sem hann borgar part af láninu
í hvert sinn og hann kaupir vörur sínar
í gegnum fjelagið. (Niðurl.).
Borginni Venedig á Ítalíu lýsir ferða-
maður einn í vetur þannig í útlendu blaði
einu: Það getur ekki komið neitt fyrir
mann jafnundrunarvert, eins og þegar
menn koma til Venedig. Járnbrautin ligg-
ur eptir langri brú, sem liggur frá landi
út til borgarinnar. Það var kveld, er jeg
kom þar, svo að jeg varð eigi var við
neitt óvanalegt fyr en jeg, í staðinn fyrir
að aka í vagni eptir götum borgarinnar,
var kominn upp í bát og fór á honum til
gistihússins.
Þegar jeg var þangað kominn, fór jeg í
snatri úr ferðafötunum, flýtti mjer niður
stigann og ætlaði að ganga stundarkorn
eptir götum borgarinnar; en það var nú
öðru nær en nokkuð yrði af þeirri göngu,
því að við endann á stiganum gein við
kolblár sjórinn. Jeg leitaði fyrir mjer
annarstaðar, en það fór á sömu Ieið; þar
var einnig sjór . . . sjór og aptur sjór!
Þá sá jeg best, hvernig allt var horíið,
sem venjulegt er í borgum annarstaðar.
Jeg var staddur í borg, þar sem göturnar
eru ekki steinlagðar, ekki með vögnum, ekki
með mannfjölda, sem er á gangi aptur og
fram, heldur kemur sjórinn hjer í staðinn
fyrir götur. Úr bátunum virti jeg bæinn
fyrir mjer, — og hvílíkan bæ! Það eru
ekki venjulegar byggingar, heldur ógrynni
af marmara, ótal brýr, hús, kirkjur og
hallir, prýddar með súlum, veggsvölum,
bogagluggum og ýmsu skrauti með ýmsu
byggingarsniði. í þessum götum eru það
bylgjur hafsins og niður þeirra, sem kem-
ur í staðinn fyrir hávaðann og skarkal-
ann í götum annara borga.
Fögur er borgin Venedig á næturþeli í
tunglskyni, þegar hin ótalmörga skraut-
hýsi og hallir eins og renna saman í eina
upphækkaða bjarta mynd á sjávarfletinum;
fegri er hún þó á morgnana, þegar hinir
daggvotu turnar, kúlur og turnspírur hægt
og hægt koma í ljós fram úr morgunmóð-
unni, eius og menn sæju þau síga upp úr
djúpi sævarins, en fegurst, allrafegurst er
hún þó á kveldin, þegar sólin, meðan
klukkunum er hringt, sígur í sæinn, sem
þá er klæddur eldrauðum roða, og allt,
himininn hvað þá annað, uppljómast af
hinum rauða bjarma hafsins, þá sjá menn,
að engum málara, jafnvel ekki hinum
ítölsku málarasnillingum, hefur tekist að
sýna þessa fegurð á málverkum, alveg eins
og hún er, nje nokkru skáldi að lýsa
henni fullkomlega í Ijóðum sínum.
í Venedig geta menn ekki gert annað
en sjá sig þreyttan, og áður en menn hafa
dvalið þar marga daga, eru menn orðnir
heyllaðir af þessari undraborg, sem á sjer
sögu enn merkilegri en hún er sjálf. Eins
og hinir fornu lýðveldisstjórar köstuðu á
hátíðisdögunum í fyrndinni dýrðlegum gull-
hring út í hafið og þannig giptu sænum
borgina Yenedig, þannig óskar maður að
geta verið hjer og notið alis þessa unaðs-
leika um aldur og æfi!
Eitt sem þarf að Iagast
eru vatnsbólin viða við sjávarsiðuna. Það eru
mjög viða stðrar lágar umhverfis bæina og i
þeim miðjum eru brunnarnir, en i rigningum
á sumrum og snjóleysingum á vetrum fyllast þær
með vatn, sem flytur með sjer alls konar óhrein-
indi frá hærri stöðum og ofan í brunnana, enda
er vatnið í þeim opt með grænum og gljáandi
lit, viðbjóðslegum þef og bragði; þess eru líka
dæmi, að við hliðina á brunninum er önnur vilpa,
sem brúkuð er til þess að þvo úr og hræra i henni
haug og forir á vorin, til þess að bera á tún, en
við vaxandi vötn rennur þetta saman við vatnið í
brunnunum.
Það er eptirtektavert, að flestar þær sóttir hjer
á landi, sem ekki flytjast að erlendis frá, byrja
seint á vetrum og vorin í verstöðunum og flytjast
til sveitanna, þegar menn fara að dreifa sjer þang-
að frá sjónum, og vildi jeg mega bera það undir
lækna vora, hvort þetta miður heilnæma vatn gæti
ekki verið nokkuð þessu valdandi, og hvort þeir
sæju ekki ráð til að bæta úr þessu, alltjend með
því að hlutast til um, að hlaðin sje jörð i kring-
um brunnana, svo að vatnið geti hreinsast gegn um
hana og svo að yfir þá yrði gjört, enda mun mega
víðar en hingað til hefur verið gjört fá betri
brunna og heilnæmara vatn; hefur Lárus Pálsson
á Sjónarhól gefið eptirtektavert dæmi i þessu efni,
og ekki látið nokkrar krónur halda sjer frá að búa
til ágætan brunn á heimili sínu, enda mun hann
hafa skoðað þetta efni frá sömu hlið og aðrir, sem
vilja varðveita heilsu bæði sína og annara.
Það er vert að get.a þess í sambandi við þetta,
að fast eptirlit væri haft á þvi, að slor og annar
óþrifnaður væri borinn i sjóinn, en ekki látinn
rotna í fjörunni, til þess að spilla heilnæmi lopts-
ins, enda er það eptirtektavert, að í Reykjavik
mun seinasta mislingasóttin hafa orðið töluvert
skæðari fyrir vestan og i miðjum bænum en fyrir
austan hann, enda var þá þeim megin, sem sóttin
geysaði meira, meira af óframskornum forarmýrum,
og allir vita, að þara- og slorrotnun er þar meiri
og fleira sem telja mætti til óheilnæmis.
Jeg vona svo góðs bæði til lækna vorra og
blaðanna, að þeir og þau taki í strenginn og kippi
þessu í betra horf, ef hægt er, þvi ekki er við því
að búast að alþýða manna verði af eigin hvötum
fljót að breyta fornum hætti i þessu heldur en öðru,
og sjerstaklega er áríðandi að gefa nú þessu máli
gaum, þar sem von er dagsdaglega á inflúenza-
sýkinni hingað að sjávarsíðunni.
Sjónarhól á Yatnsleysuströnd, i maí 1890.
Jöhannes Jónsson.
Tíðarfar hefur í vor verið eitthvert hið
besta, sem menn muna, þangað til 2. þ. m.
að gerði hret með talsverðri snjókomu til
fjalla og norðangarði, sem hefur stöðugt
harðnað síðustu daga; í gær var hjer ofsa-
stormur á norðan og kuldi með byl að
sjá norðurundan; talsvert frost síðustu
nætur. Stafar veður þetta sjálfsagt af
hafís, sem rekið hefur að norðurlandi. Þetta
illviðriskast hefur getað orðið til allmikils
tjóns á geldfje, sem nú er nýrúið, og ung-
lömbum, einkum norðanlands, þar sem þess
konar illviðri eru vön að vera miklu verri
en sunnanlands. — Veðrinu slotaði í nótt.
Alþingiskosningin í Suður-Múlasýslu á
fram að fara 14. þ. m. eptir því sem nú frjett-
ist með austanpósti. Rjett fyrir miðjan fyrra
mánuð var eigi víst, hve margir yrðu þar
í kjöri; þá höfðu boðið sig fram próf. Jón
Jónsson í Bjaruanesi og búfr. Björn Björns-
son i Reykjakoti í Mosfellssveit. Þrír
aðrir eru til nefndir, sem muni ef til vill
bjóða sig fram: Ari Brynjólfsson bóndi á
Heykliíi, búfr. Guttormur Vigfússon og
sjera Páll Pálsson í Þingmúla, „en eigi
er hægt að segja, hver muni lielst kosn-
ingu hljóta“, er oss skrifað að austan.
Alþingiskosningin í Eyjafirði á að
fara fram 19. þ. m.; þar verður, eins og
áður hefur frjetst, umboðsm. Einar Ás-
mundsson og sýslum. Skúli Thoroddsen í
kjöri, og líklega ekki aðrir.
Skipstrand. í f- m. rak skip að landi
í Meðallandi í Skaptaf.s., mjög laskað,
menn allir dauðir og 4 þeirra reknir í
land. Það var hlaðið kolum, og skips-
skjölin báru með sjer, að það var frá