Þjóðólfur - 25.07.1890, Blaðsíða 2
138
af hendi leyst. Bókin fæst í bókverslun
Sigfúsar Eymundssonar.
Ný kenning í minnihlutapólitíkinni,
Að undanförnu liafa forsprakkar minni-
hlutans haldið því fastlega í'ram, að það
að taka upp í stjórnarskrárfrumvarpið til-
vitnun til stöðulaganna sje sama og „að
ofurselja allt löggjafarvald ísendinga í
hendur ríkisþingi Dana“, „undirskrifa
pólitiskan dauðadóm íslands“ o. s. frv., en
nú sýnist vera orðin dálítil breyting á þessu.
í grein einni frá aðalforingja minnihluthluta-
manna, Benedikt Sveinssyui, í 5. blaði
Norðurljóssins 5. ár 5. júní kannast höf-
undurinn við, að það sje í rauninni ekkert
á móti því, eða að minsta kosti hafi hann
ekki viljað gjöra það að ágreiningsatriði,
að taka upp í stjórnarskrárfrumvarpið til-
vitnun til stödulaganna, um leið og tiltek-
ið er tillagið úr ríkissjóðnum, en hvergi
megi gjöra það annarstaðar. Eptir þessu
er það þá orðið alveg hættulaust, að vitna
til stöðulaganna í stjórnarskrárfrumvarp-
inu; einungis má ekki gjöra það nema á
einum stað; ef það er gjört víðar, þá er
það sama og „að undirskrifa pólitiskan
dauðadóm íslands!“
Svo mörg eru þessi Benedikts orð og
hugsanir, hvort sem „brúnklukkan“ hans
er orðin að „jötunuxa“, eða jötunuxinn" að
„brúnklukku". h.
Iiiflúenzan geysaði norðan lands og
vestan, er póstar fóru um fyrir og eptir
miðjan þennan mánuð, rjett í sláttarbyrj-
un; sumstaðar lá því nær allt heimilis-
fólkið, og víðast voru menn frá verki, en
fáir hafa dáið enn sem komið er. Oss er
skrifað um hana úr
Þingeyjarsýslu 7. júlí: „Inflúenzan geng-
ur eins og logi yfir akur, ekki þó stór-
drepandi, nema helst gamla menn og
veila“.
Eyjafjarðarsýslu 12. júlí: „Inflúenzan
breiddist hjer út um og eptir hjeraðshátíð-
ina 20. f. m. og hefur tekið meiri hluta
manna“.
Skagafjarðursýslu 9. júlí: „Inflúenzu-
sýkin er nú komin hingað í fjörðinn fyrir
hálfum mánuði og stendur nú sem hæst;
eigi er hún samt mannskæð enn sem kom-
ið er, og hefur eigi frjetst, að nokkur hafi
enn úr lienni dáið, en óþægur gestur er
hún engu að síður, ekki síst um þennan
tíma, og hefur mjög mikið vinnutap í för
með sjer“.
Sömu sýslu 11. júlí: „Helstu frjettir
hjeðan er, að inflúeza-veikin er nú greini-
lega komin til okkar; er hún vondur
gestur um þetta leyti. Á mörgum bæjum
tekur hún algjörlega fyrir slátt, því að
fleira fólk er eigi á fótum en það, sem
þarf að stunda fjenað og þá, sem veik-
ir eru“.
Húnavatnssýslu 16. júlí: „Veikindin
(inflúenzan) fór að ganga hjer í sláttar-
byrjun, en ekki hefur hún verið mann-
skæð enn þá, en seint ná menn sjer apt-
ur eptir hana“.
Strandasýslu 16. júlí: „Kvefsóttin að
mestu gengin um garð í innanverðu hjer-
aðinu, og lagðist misjafnt á. Sumstaðar
varð að heita mátti algert verkfall á heim-
ilum, allt að hálfsmánaðartíma. Tjónið,
sem stafar af henni, yfir höfuð mikið, því
að víðast komu veikindin ofan í fráfærur
og sláttarbyrjun. Gátu margir ekki fært
frá fyr en viku eða kálfum mánuði síðar
en vant var, einkum í vestanverðri Húna-
vatnssýslu. Sláttarbyrjunin hefur víða
dregist til stórskaða, og er nú þessa dag-
ana verið að byrja almennt, en mjög víða
með veiku liði“.
Úr ísafjarðar- Barðastrandar og JJala-
sýslum eru frjettirnar af veikindunum svip-
aðar. — I Borgarfirði og Mýrum er sýkin
í mikilli rjenun, og má heita afstaðin
sunnanlands, nema hvað margir eru enn
veikir eða lasnir af eptirstöðvum hennar“.
Tíðarfar. Stöðugir þurkar hafa gengið
um land allt langan tíma; norðanlands
fremur kalt fyrri hluta þ. m.; „liggur við
frostum á nóttum“ skrifað úr Þingeyjar-
sýslu 7. þ. m., og „tíð fremur köld upp
á síðkastið“, skrifað úr Skagafirði 9. þ. m.
Aptur á móti úr Strandasýslú skrifað 16.
þ. m.: „Sífeldir hitar og þerrar helst til
miklir fyrir grassprettuna“.
Urasvöxtur yfir höfuð í góðu meðalagi
og sumstaðar með betra móti. Vegna hrets-
ins í f. m. og þurkanna siðan hefur hann
eigi orðið eins góður og út leit f'yrir. Um
grasvöxtinn er oss skrifað úr Skagafrði-,
„Grasvöxtur ekki betri en í meðalári, eða
vel það á túnum“. Úr Húnavatnssýslu:
„Góður grasvöxtur er víðast á túnum, en
engi verða mjög misjöfn og víða afargras-
iítil, einkum þar sem vanalega er deig-
lent, en nú þurt, sem víða er“. — Úr
Strandasýslu: „Gras á túnum erbetraení
fyrra, og því í allra besta lagi. Úthagi
og engjar líta og mjög vel út“.
Uppmæling Hrútafjarðar. Úr Stranda-
sýslu er oss skrifað 16. þ. m.: „Gufuskip-
ið Ingólfur hefur síðastliðinn mánaðartíma
verið að mæla flóann. Mælingin er sjálf-
sagt gjörð með mestu vandvirkni og ná-
kvæmni, og er haft eptir þeim, sem fyrir
ráða, að góðar leiðir sjeu nú að mestu af-
markaðar inn yfir torfærurnar, og byggja
menn á þessu góðar vonír“.
Um aukalækni í Dalasýslu og Bæjar-
hreppi í Strandasýslu er oss skrifað úr
Strandas. 16. þ. m.: „Frjett höfum við,
að læknir sje kominn til aukalæknishjer-
aðsins í Dalas. og Bæjarhr. í Strandas.; er
því fagnað almennt lijer, því hjer hafa
mikil vandræði verið á að ná í nokkra
lækniskjálp, en það dregur þó mikið úr
fögnuðinum fyrir okkur hjer nyrðra, sem
eigum að njóta þessa læknis, að altalað
er, að hann setjist að á Staðarfelli. Er
okkur því alls engin bót að hans komu
og verðum því enn sem fyrri að heita
má lækishjálparlausir að öðru en því, er
Iæknirinn í Húnavatnssýslu sinnir okkur.
Hann gjörir það að vísu með mesta sóma,
en það er afarerfitt bæði fyrir hann og
okkur.
Lagasyn,jun. Lögum um lögaldur frá
síðasta þingi hefur verið synjað staðfest-
ingar. Landshöfðingi hefur lagt á móti
þeim, þótt eigi hreyfði hann minnstu mót-
mælum gegn þeim á þinginu; honum þyk-
ir einkum það að þeim, að þau lengi ó-
myndugsaldurinn til 21 árs. Káðgjafinn
felst á það, en leggur þó aðaláhersluna á
það, að sams konar iög sjeu eigi komin á
í Danmörku og hefur einkum þess vegna
ráðið frá að staðfesta þau.
Sex iög frá síðasta þingi liggja þá
enn óútkljáð hjá stjórninni, eða eigi er
annað kunnugt. Það eru 1. Lög um við-
auka við útflutningslögin 14. jan. 1876.
2. Lög um útmældar lóðir í kaupstöðum
og löggiltum kauptúnum (bæði stjórnar-
vörp). 3. Lög um styrktarsjóði handa al-
þýðufólki. 4. Lög um breyting á útflutn-
ingslögunum 14. jan. 1876. 5. Lög um
eignarrjett á sömdu máli. 6. Lög um breyt-
ingar nokkrar á sveitastjórnartilskipun-
inni 4. maí 1872 (o: amtaskipunin og amts-
ráðin).
Styrktarsjóður handa ekkjum og börn-
um ísfirðinga, þeirra er í sjó drukkna, er
lofsvert fyrirtæki, sem ætti að vera öðr-
um til fyrirmyndar og uppörfunar. Skipu-
lagsskrá fyrir sjóðinn liefur verið staðfest
af konungi 31. maí. Sjóðurinn var 31.
des. 1889 3411 kr. 18 au. Höfuðstól sjóðs-
ins, má aldrei skerða, en V* árlegra vaxta
skal 'ávallt leggja við höfuðstólinn, sem á-
vaxta skal í Söfnunarsjóði íslands til árs-
ins 2000. Styrk af honum fá ekkjur og