Þjóðólfur - 25.07.1890, Blaðsíða 3
139
börn sjódrukknaðra manna í Isafj.s.
eða ísafj. kaupst., en þegar hann er orð-
inn 10000 kr. má auk þess veita af hon-
um styrk til efnalítilla sjómanna, er misst
hafa skip eða veiðarfæri, svo og til fyrir-
tækja, sem miða til að efla fiskiveiðar þar
vestra.
Styrktarsjóður W. Fiscliers. Af vöxt-
um sjóðs þesssa, sem er að upphæð 20,000
kr., verður í fyrsta sinn útbýtt styrk
13. desbr. þ. á., í hlutum frá 50—100 kr.
á ári, eptir því sem stjórnendum sjóðsins
ir við eiga, í fyrsta lagi „handa ekkjum
og börnum, sem misst hafa forsjármenn
sína í sjóinn og eru verð hjálpar og þurfa
hennar“, og í öðru lagi „ungum íslend-
ingum, sem liafa í tvö ár verið í förum á
verslunar- eða fiskiskipum, sýnt iðni og
reglusemi og eru verðir þess, að þeim sje
kennd sjómannafræði og þurfa styrk til
þess“. Um ekkjur er það haft í skilyrði
fyrir styrkveitingu, að þær hafi verið bú-
settar í Rvík, eða Gullbringusýslu, eigi
skemur en 2 árin síðustu, og sjómenn og
börn að vera fæddir og að nokkru Ieyti
uppaldir þar. Sjá augl. í þ. bl.
Skipströnd. Kaupskíp, sem Otto Watne
ætlaði að sigla inn í Lagarfljót, seint í f.
m., strandaði á innsiglingunni en mönn-
um og vörum varð bjargað.
Norskt timburskip, Amalie, strandaði
21. þ. m. við Höfn í Melasveit í Borgar-
firði.
Mannslát. Laugardaginn 28. júní dó
Finnbogi Rútur Magnússon prestur á Húsa-
vík úr lúngnabólgu, sem hann hafði feng-
ið upp úr inflúenzu. Hann var sonur
Magnúsar Jónssonar á Brekku í ísafj.s.,
fæddur 23. febr. 1858, útskrjfaður úr lat-
ínuskólanum 1880, af prestaskólanum 1882
og vígðist s. á. til Kirkjubólsþinga, fjekk
Otrardal 1884, en Húsavíkurbrauð 1885.
Hann var kvæntur Jónínu, dóttur Mark-
úsar Snæbjarnarsonar Kaupmanns á Vatn-
eyri.
Þorlákur Ó. Johnson kaupmaður er að
gera sig „vigtugan11 í ísafold 19. J). m. og þykist
ætla að koma með leiðrjettingar við brjefið frá
Lundúnum i síðasta bl. Þjóðólfs, en leiðrjettir auð-
vitað ekki neitt. Það situr þó ekki á Þorláki að
láta mikið; hann heíur ekki svo miklu fyrir að
fara. Honum ætti að vera nóg að gera sig hlægi-
legan með „alþjóðlegu úrunurn11 og öðru þess konar
„húmbúgi", þótt. hann bæti eigi þar ofan á flónslegum
sljeggjudómi um ritsmíði annara, sem eru honum
mörgum sinnum fremri að greind og þekkingu.
Fyrirspurnir og svör.
Geta það verið góð úr, sem kosta ný ekki meir
en 10 kr. ?
Svar: Nei, því fer fjarri; þau ganga ekki nema
um tíma og eru siðan einskis virði. Það ber ekki
vott um mikla samviskusemi í kaupskap, að reyna
að ginna almenning til að kaupa jafnónýta
muni.
Fjelagsprentsmiöjan
(verkstjóri Sigm. Guðmundsson) er flutt í
nýja húsið á Laugavegi Nr. 4. Hún er
opin frá kl. 7 f. h. til kl. 7 e. h. hvern
virkan dag, og geta þeir, sem eitthvað
vilja láta prenta, snúið sjer þangað eða
til ritstjóra Þorleifs Jónssonar og samið
um prentunina. 373
10. tbl. Þjóðólfs þ. á. (1890)
verður keypt á afgreiðslustofu blaðsins. — Hafi
nokkrum útsölumanni verið ofsent þetta tölublað,
er hann vinsamlega beðinn að senda það sem fyrst
aptur til útgefandans. 374
Til kaupenda Pjóöólfs.
15. þ. m var gjalddagi á borgun fyrir
blaðið þetta ár. Eru því kaupendurn-
ir vinsamlega beðnir að borga það,
sem þeir eiga ógreitt fyrir Þjóðólf
þetta og fyrirfarandi ár. 375
Nýprentaður: íslenskur kirkjurjettur
eptir Jön Pjetursson háyfirdómara 2. út-
gáfa 256 bls. 8vo. Fæst hjá höfundinum,
og kostar í kápu 3 kr. 50 au. 376
104
„Það geturðu nú sjeð sjálfur, að mjer er aldeilis ó-
mögulegt“.
„Hvað, eruð þjer ekki sjálfráður að því?“
„Jú, jeg er svo sjálfráður að því eins og að öðru,
hvernig jeg fer með mína eign“.
„Jæja, svo get jeg ekki annað sjeð, en þjer getið
það; og það væri falleg viðurkenning af yður til Helgu
og Gunnlaugs sál., að þjer lofuðuð henni að njóta þess,
sem þau hafa gert og kostað til, með sömu kjörum
eins og þau hafa notið þess; afgjaldið var óheyrilega
hátt á meðan jörðin var í niðurníðslunni, en nú er það
vel þolanlegt, af því að það er búið að bæta jörðina
svo mikið".
„Og á jeg þá ekki að hafa meiri arð af minni
eign, af því að henni hefur farið fram?u
„Jú eðlilegt er það; en hitt er líka eðlilegt að
þjer ljetuð Helgu njóta verka sinna að einhverju leyti;
og þá kemur okkur ekkert betur en að fá að njóta
þeirra svoleiðis, að búa að þeim, og þá í viðurkenning-
arskyni með vægum kjörum“.
„Hún hefur nú búið lengi að þeim með ógnarvæg-
um kjörum, eða hvaða afgjald er þetta fyrir jörð með
sjö kúa fóðri og fullum þrjú hundruð hesta útheyskap?u
„Hverjum er það að þakka?“
,Þeim, því dettur mjer ekki í hug að neita".
101
fóðrum hjá henni. En bú hennar kvaðst hann skyldi
sjá um, eins og hann ætti það sjálfur.
Þegar Jakob fór að stjórna búi á Keldubóli, fann
Helga skjótt, að það var maður, sem var vel trúandi,
Hún fann það skjótt, að það var mikils um vert fyrir
hana að geta haldið honum framvegis.
Og hún komst á þá niðurstöðu, að hún mundi allt
til vinna að halda honum — jafnvel að giftast honum.
Jakob sýndist konan mannvænleg, og það var ekki
fjarri því, að hinar fornu ástatilfinningar hans vöknuðu
að nýju. Hann komst á þá niðurstöðu með sjálfum sjer,
að það væri nú um annaðhvort að gera fyrir sjer, að
að reyna að fá Helgu, eða að öðrum kosti giftast ai-
drei.
Það er ekki að orðlengja það — þau komu sjer
saman um það, að steypa saman eigum sínum'um mitt
sumar. Síðan áttust þau um haustið.
En frá þeirri stund hafði Helga fyrirgert ábúðar-
rjetti sínum.
Meðan hún var ekkja, var hún kvennmaður, með
rjettindum, sem loddu við hana sem leifar af því að
hún var gift áður; en þegar hún giftist aptur, varð hún
að sjá á bak þessum rjettindum.
Meðan hún var ógipt ekkja, var hún persóna í