Þjóðólfur - 25.07.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.07.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. MeykjaTÍk, föstudaginn 25. júlí 1890. Nr. 35. Landsbankinn. (Framh.). Viðskipti milli íslands og Skotlands eða Englands eru orðin mik- il, og peningasendingar þeirra á milli mjög miklar, en þó miklu meiri frá Englandi og Skotlandi til íslands en frá íslandi til þeirra; sökum þess eru engar likur til, að landsbankinn þyrfti nokkurn tíma að hafa fje fyrirliggjandi á Skotlandi, eins og bankastjórnin segir. Hins vegar eru líkur til, að landsbankinn ætti erfltt með að fullnægja Skotum og Englendingum með alla þá peninga, sem þeir þurfa að kaupa fyrir hjer á landi, t. d. ef þeir fengju víxla á landsbankann fyrir öllum þeim peningum. En talsvert af þeim við- skiptum gæti landsbankinn ráðið við, af því svo miklar peningasendingar eiga sjer stað hjeðan til Skotlands og Englands. En þótt bankinn gæti ekki tekið að sjer öll þessi viðskipti, er mesta fásinna að taka ekki að sjer svo mikið sem hann getur af þeim. Á því hefði hann sjálfur mikinn hag og það greiddi ómetanlega fyrir viðskiptum íslands við þessi lönd. Bankastjórnin er þó ekki á þeirri skoð- un; hún heldur sjálfsagt, að Englendingar og Skotar mundu alls ekki nota viðskipta- samband milli landsbankans og skosks banka, því hún segir, svo sem til þess að reka smiðshöggið á þennan kafla í brjefi sínu: „Reynslan hefur sýnt, að þeir, sem mest fje flytja inn í landið frá Stórabret- landi, álíta sjer haganlegast að flytja gull til landsins, og að þeir ekkert mundu græða á því, þótt þeir gætu fengið það fje, sem þeir þyrftu, hjá landsbankanum“. Hvernig getur bankastjórnin sagt, að reynslan hafi synt þetta, meðan engin bankaviðskipti eru milli íslands og Stóra- bretlands? Lað er auðvitað að Englend- ingar og Skotar kjósa heldur að flytja með sjer gull hingað, en senda það hing- að í póstávísunum; en hvernig í dauðan- um getur bankastjórnin sagt, að þeir mundu gera það, ef þeir gætu fengið á Englandi og Skotlandi víxla, sem borgast mttu hjer á landi? Álþingi fór svo vægilega og hógværlega uf í þetta mál, sem því var unnt, og átti heimtingu á betra svari frá banka- stjórninui, en raun hefur á orðið. Svar hennar sýnir best, hvern áhuga og þekk- ingu hún hefur á bankaviðskiptum landa á milli, og að ekki þarf að vænta viðskipta- sambands milli landsbankans og banka á Skotlandi nje ýmislegs annars, sem lagfæra þarf við bankann, fyr en bank- fróður maður verður framkvæmdarstjóri landsbankans, sem eigi liefur önnur störf á hendi. Þingið ætti því að fara fram á þetta næst. Ef engin slíkur maður væri á boðstólum, verður að útvega hann. Þingið verður þá að styrkja efnilegan mann til að vera við banka á Englandi og ef til vill víðar erlendis 1 eða 2 ár, eða svo langan tíma sem þyrfti, og sjá um, að hann verði síðan framkvæmdarstjóri bankans. Almenningur og þjóðin öll á heimtingu á, að svo hæfur maður, sem unnt er að fá, gegni þessu starfi, því að það er ómetanlega mikilsvert fyrir landið í mörgum greinum, að það sje vel af hendi leyst. Nýjar bækur. Tímarit um uppeldi og menntamál. Herbert Spencer, mesti heimspekingur vorra tíma, telur í bók sinni um uppeldi barna og unglinga uppeldisfræðina með þeim fræði- greinum, sem nauðsynlegast er að komast niður í, en flestir takast þó á hendur að ala upp börn, án þess að hafa numið nokkuð í henni. Tímarit um uppeldi og menntamál á nú meðal annars að fræðamenníþessariþýð- ingarmiklu fræðigrein, og á því skilið, að landsmenn sýni því meiri rækt en gert hefur verið hingað til, því fremur sem það er vel úr garði gert bæði að efni og ytra frágangi. í þriðja árg., sem er nýútkominn, er fyrsta ritgjörðin eptir sjera Jönas Jbnas- son um barnaspurningar, sem lítið hefur verið um ritað og margir eru ófróðir um, þótt opt hafi spurt börn. — Önnur ritgjörð- in er um fjögur temperament (o: lyndis- einkunnir) harna eptir B. Hellvig, þýdd af skólastjóra J'oni Þbrarinssyni, skemmtileg og fróðleg ritgjörð. — Þá kemur um mennt- un og uppeldi harna eptir Möðruvalla- stúdent Hjálmar Sigurðsson, að mörgu leyti góð ritgjörð, sem margir hefðu gott af að lesa. — Þar næst er ritgjört um sJcóla á Suðurnesjum eptir kennara Ög- mund Sigurðsson. Er þar ófögur lýsing á skólahúsinu sunnan til á Miðnesi og á Flankastöðum. Skólarnir í Leiru og Höfn- um eru heldur ekki körugir. Um alla þessa skóla segir höf. meðal annars: „Það er engin rækt lögð við þá; börnunum líð- ur illa, meðan þau eru þar, þau hafa ekki gott lopt, þeim er stundum kalt, en fá kannske þá hugmynd að leikslokum, að þau sjeu nokkuð vel að sjer, af því að þau hafa gengið á skóla; þau heyra það líka stundum fyrir sjer, veslingar. Skyldi það ekki vera óráð að veikja þessa litlu heimilisfræðslu, sem hjer er, og setja þá eigi betra í staðinn?11 Ættu forstöðu- menn skólannna að reyna að sjá svo um, að þeir ættu ekki þvílíkan og þaðan af verri vitnisburð skilið framvegis. — Skól- arnir í Garðinum, Keflavík, Njarðvíkum og Ströndinni eru aptur á móti í miklu betra lagi. Aptast í ritinu eru skýrslur um barnaskóla- og sveitakennara, en skýrsl- urnar um þá eru venjulega svo ófullkomn- ar, að lítið er á þeim að græða. Samtíningur handa bðrnum. Það er safn af smásögum handa börn- um, gefið út af Jóhannesi Sigfússyni, prestaskólakand. og kennara við Flens- borgarskólann, sem mörg ár hefur stundað kennslu barna og unglinga og kynnt sjer nýjustu uppeldis- og kennslurit, sem kom- ið hafa út á Norðurlöndum, Þýskalandi og ef til vill víðar. Nafn útgefandans er því nokkur trygging fyrir, að sögurnar sjeu vel valdar og sjeu við hæfi barna og kver þetta geti náð tilgangi sínum: að vera lestrarkver handa börnum. Úr heimi bænarinnar, bók eptir Monrad biskup, þýdd af sjera Jóni Bjarnasyni í Winnipeg, hefur nýl. verið send til ritstjórnarinnar. Bókin er talin með bestu guðsorðabókum í Dan- mörku; hefur henni verið snúið á mörg Evrópumál, og hvervetna fengið mikið orð á sig. íslenska þýðingin er sjerlega vel

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.