Þjóðólfur - 08.08.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.08.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á. föstudög- um — Yerö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÖLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Útlendar frjettir. Frá frjettaritara Þjóðólfs. Lundúnum, 25. júlí 1890. Bretaveldi. Lundúnaborg hefur átt í basli síðan jeg skrifaði síðast og horfði til vandræða um stund. Póstþjónar, lögreglu- þjönar og lífverðir drottningar voru svo óánægðir, að þeir neituðu að hlýða yfir- mönnum sinum. Stjórnin beitti hörku, tók embætti af nokkur hundruð póstþjónum og lögregluþjónum og sendi eina hersveit til Bermuda-eyjanna við Ameríku. Nú er Lundúnaborg úr allri hættu. í gærkveldi hjelt Gladstone snjalla ræðu í Aíríku- og Helgolands-málinu og lauk lofsorði á stjórnina fyrir framkomu henn- ar í því máli. Hann er nú 7 mánuði yfir áttrætt og óvinir hans segja, að honum sje farið að förla, en ekki fannst mönnum það í gær. Englendingar eru að semja við hrakka og Portúgalsmenn um sam- komulag i Afríku. Scott Keltie, bókavörður hins enska landfræðafjelags, hefur nýlega haldið fyrir- lestur um Bretaveldi. Austur-Afríka öll norðan frá Miðjarðarhafi suður að Góðrar- vonarhöfða lýtur nú Bretaveldi að undan- skildu flykki, sem Þjóðverjar eiga, og blett sem ítalir ejga. Hátt á fjórða hundrað millióna manns brúka nú enska tungu í viðskiptum og verslun. Verslun Breta- veldis nemur 1200 miljónum punda (21,600 milliónir króna) árlega. Verslun alls heims- ins að undanskildu Bretaveldi er 2400 miliónir punda. England, Skotland og ír- land er ekki 82. hluti af þessu ríki, og þó nemur verslun þeirra 740 miliónum punda, eða meir en 2/g af allri verslun Bretaveldis. Englendingar eiga í brasi við Ameríku- menn út af selveiðum í Beringssundi, og Hundtyrkinn fer svo nauðailla með kristna menn í Armeníu, að stjórnin enska getur ekki lengur setið hjá. Stanley og Miss Tennant voru gefin saman 12. júlí i Westminister Abbey með mikilli viðhöfn. Svo mikil ös var fyrir kirkjudyrum, að þjófar stálu úrum, klipptu af kjólalöf o. s. frv. Jafnvel nokkrum brúðargjöfum var stolið. Stanley er las- Reykjavík, föstudaginn 8. ágúst 1890. inn og hvílir sig nú upp í sveit með kon- unni. Bismarck heldur áfram að skeggræða við blaðamenn og láta þá færa það í letur og er mörgum illa við það. Vilhjálniur keisari er enn í Noregi, kemur um mánaðamót til Englands og fer svo til Rússlands. Hann heldur á spöð- unum. Itiíssar eru að reyna að innlima Finn- land á ýmsar lundir og er Finnum illa við það. Nihilistar þeir, sem smíðuðu vjel- ar í París til að drepa Rússakeisara, hafa verið dæmdir í fangelsisvist, lengri og skemmri. Belgía heldur hátíð þessa dagana í minningu þess, að 60 ár eru síðan hún náði frelsi og að konungur hefur ríkt í 25 ár. í Mið-Ameríku voru róstur og óeirðir miklar þessa dagana. Miss Fawcett hefur náð hæsta vitnis- burði af öllum við Cambridgeháskóla þetta ár, og er það í fyrsta skipti, að kona hefur borið svo af öllum karlmönnum við háskóla. 8 tírna vinnutími. Pingskörungurinn Bradlaugh og sósíalistinn Hyndman ræddu í fyrrakveld á miklum fundi, hvort hafa skyldi 8 tíma vinnu á dag, og voru um- ræðurnar svo ákafar og harðar að lá við handalögmáli. Grladstone er einn af þeim fáu þing- mönnum hjer, sem ekki reykja; það er allmerkilegt, að þingmenn reykja ekki „sígara“, heldur stuttar pípur, nærri undan- tekningarlaust. Einn af ágætustu prestum lijer er farinn að taka upp á að halda ekki lengri ræður en í 5 mínútur. Hann velur í hvert skipti eitthvert „praktiskt" efni, t. d. síðast beiddi hann barnfóstrur að vera ekki að snudda í skáldsögum eða vera með kjaptæði, en gæta barnanna betur. Hvernig eru barnaskólarnir á íslandi? Eptir Ögmund Sigurðsson. (Niðurl.). Pað er illt að þurfa að leggja skólagjald á þá, sem senda börn til skól- Nr. 37. anna; þótt þetta gjald sje eigi meira en frá 10—20 kr., þá munar fátæklingana um það, einkum þegar þeir hafa fleiri en eitt barn, sem þeir þurfa að senda í skóla Ef kennslan væri ókeypis, mundi aðsókn- in að skólunum verða miklu meiri, og þá yrði hægra að halda mönnum til að senda börn sín þangað. Það má opt heyra þessu lík ummæli hjá fátækum foreldrum: „Við eigum nú 3 börnin á skólaaldri, en höfum eigi efni á að senda nema eitt í einu, við verðum að láta þau ganga í skóla sitt árið hvert, þó við vildum helst óska, að þau gæti öll gengið í skóla, þangað til þau yrði fermd“. Sumir láta börn sín ganga eitt ár í skóla og sleppa svo kannske 2 vetrum úr, en láta þau ganga seinasta veturinn áður en þau eru fermd. Allir sjá, hve mikinn skaða börnin hafa af því, að verða þann- ig að mestu að fara á mis við alla fræðslu kannske 2 eða 3 vetur. Það er líka leið- inlegt fyrir kennarann að verða svo opt að hætta í miðju kafi, og sjaldan geta haldið áfram með hin sömu börn lengur en 2 ár og þegar best lætur 3 ár. Börn- in, sem opt voru komin á góðan rskspöl með nám, þegar þau fóru, týna mestöllu niður aptur, þegar þau eru tekin burtu af skólanum, svo kennarinn sjer lítinn árang- ur vinnu sinnar. Yfir höfuð að tala er skólagjaldið notað sem afbötun, þegar menn ekki vilja senda börn sín á skóla, það gerið mjög mikið illt, það ætti sem fyrst að takast burtu og öll kennsla ætti að verða því nær ókeypis í öllum barna- skólum. Eptirlitið með skólunum er í höndum skólanefndanna; í þeim er vanalega prest- urinn formaður, öll afskipti skólans lenda að mestu leyti á honum. Þetta er eigi heppilegt fyrirkomulag. Prestarnir hafa mörgum störfum að gegna og geta því eigi skipt sjer af skólunum eins og þyrfti að vera; það er heldur eigi víst, að þeir hafi allir þá þekkingu, sem skólamenn þurfa að hafa, hvað mikinn áhuga sem þeir að öðru leyti kynni að hafa á málefni skól- anna. Þeir kynna sjer yfir höfuð lítið skólana, þekkja lítið kennarann, kennsluaðferð hans, nje hæfilegleika. Skólarnir fá vanalega að ganga sinn veg afskiptalausir af öllum, þangað kemur sjaldan neinn, enginn leið-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.