Þjóðólfur - 08.08.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.08.1890, Blaðsíða 2
146 beinir og fáir finna að því, sem aflaga fer, allt er lagt á vald kennaranna. Þetta getur nú kannske að einhverju leyti haft sína kosti, ef vissa væri fyrir því, að kennararnir væri vaxnir starfi sínu, en þvi ver eru þeir það svo fáir. Það hefur afarmikla þýðingu fyrir kennarann að geta fengið tækifæri til að ráðfæra sig við reyndan skólamann, sem hefur þekkingu og yfirburði fram yfir kennarann. Við flesta skólana mun haldið próf áður en þeim er sagt upp; þá er presturinn sjálfsagður prófdómari ásamt einhverjum öðrum, sem fengist getur. Námsgreinarnar eru þá þuldar fram og eitthvað spurt út úr þeim, svo fær sá bestan vitnisburðinn, sem best kann. Sumstaðar kann þó líka að vera gefinn gaumur að því, hve mikið barnið hefur þroskast að slúlningi og dómgreind Hvort allir þessir prófdómendur eru færir um að dæma um þetta, læt jeg ósagt; til þess að geta það, þurfa menn að þekkja hugsun og lunderni barnanna og hafa gert verk skólans að lífsvinnu sinni. Eptir fjárlögunum 1888—89 var lands- sjóðsstyrkurinn veittur eptir nemenda- fjölda; en það var ekki allskostar heppi- leg ákvörðun; slík fjárveiting gat komið mjög órjettlátlega niður. Skóli, sem hef- ur 20 nemendur, getur verið miklu betri og unnið meira gagn en skóli með 30 nemendum. Það var þannig eigi víst, að styrkurinn væri veittur eptir verðleikum, heldur eptir handahófi. Á síðasta þingi var þessari ákvörðun breytt nokkuð, þann- ig að nú er styrkurinn veittur „einkum eptir kennslutíma og nemendafjölda", og er það miklu betri ákvörðun, þótt eigi sje full trygging fyrir, að styrkveitingin fari alveg eptir verðleikum skólanna, meðfram af þvi að skýrslurnar um þá eru svo ó- fullkomnar. Eins og skólaskýrslurnar eru nú úr garði gerðar, er lítið á þeim að byggja í þessu efni. Þeir, sem semja þær, eru ýmist prestur, skólakennari, eða öll sóknarnefndin. Fæstir þessara manna vita hvernig skólaskýrslur eiga að vera, þær bera vitni um það sjálfar; það er heldur ekki von, að svo sje, því engin fyrirmynd hefur enn verið gefin til að gera þær ept- ir. Þær sýna að vísu nemendafjölda, kennslugreinar og kennslutíma skólans, en á fáum er hægt að sjá, hve miklum tíma hefur verið varið til hverrar kennslugrein- ar, nje hve Iangt hver nemandi hefur komist. Að vísu sjást á öllum skýrslum vitnisburðir þeir, sem börnin hafa fengið við prófið, en enga vitneskju er hægt að hafa um, hvort þau hafa skilið nokkuð af því, sem þeim var kennt, eða það var ónýtur þululærdómur; það er ekki heldur hægt að sjá, hvort kennslan hefur verið sniðin eptir þroskastigi nemendanna, eða hún hefur farið fyrir ofan garð og neðan og því komið að litlu liði Síst af öllu er þó hægt að sjá á skólaskýrslunum, hvern- ig reglu hefur verið haldið á skólanum og hvort hann hafi haft nokkur menntandi eða göfgandi áhrif á nemendurna. Yfir höfuð að tala eru þessar skólaskýrslur lítils virði, þær eru flestar, gefnar til þess að útvega skólunum styrk, en þó eru þær nú sá eini leiðarvísir, sem farið er eptir við fjárveit- ingu til barnas'kólanna af opinberu Qe. Á þessu kynni að ráðast nokkur bót, ef góð fyrirmynd fengist til að gera skýrslurnar eptir, en eigi kemst það í viðunanlegt horf fyrri en skólaumsjónarmenn verða settir. Yerðlaun fyrir seladráp veitir fiski- fjelagið í Danmörku, 3 kr. fyrir hvern selshaus, sem komið er með; þetta byrjaði 15. okt. f. á., og tók fjelagið upp á því, af því að fiskimenn í Danmörku hafa á síðustu tímum kvartað mjög undan, hversu mikið selurinn stæði fiskiveiðum fyrir þrif- um, einkum laxveiði. Sömu kvartanir heyrast alstaðar á Norðurlöndum og lönd- unum með fram Eystrasalti. Selir, sem haldnir eru í dýragörðum, jeta hver 4—10 pund á dag af fiski, og má ráða af því, hve mikið tjón þeir geta gert fiskiveiðun- um. En fiskifjelagið danska hefur ekki látið sjer nægja með verðlaunin, heldur hefur það nú snúið sjer til fiskifjelaga í nágrannalöndunum og skorað á þau að gera samsæri móti selnum. Á fundi í Danzig, sem haldinn verður í þessum mánuði ept- ir tilhlutun þýsks fiskifjelags, á meðal annars að ræða um, hvernig eyðing sela best verði hagað. Svona er nú þetta í útlöndum. Hjer á Iandi mun enginn laxveiðaeigandi vera sá, er ekki óski, að selurinn væri alstað- ar ófriðhelgur og meira að segja gjör- eyddur, ef unnt væri, en mótstaðan frá selveiðamönnunum gegn því að ófriðhelga selinn er svo mikil, að slíkt má ekki nefna á nafn, enda verður því ekki neit- að, að þeir mundu missa allmikils í við það, sem þeir ættu að fá endurgoldið, en það endurgjald ætti þá að koma frá lax- veiðaeigendunum að minnsta kosti að nokkru leyti. Gtufuskipið Aiagnetie kom hingað að- faranótt 2. þ. m. frá Skotlandi, hafði kom- ið við á Eyrarbakka með vörur til G-uðm. kaupm. ísleifssonar; það fór aptur hjeðan til Skotlands 4. þ. m. með 465 hross. Það er ekki væntanlegt hingað til lands fyr en í haust. Glufubátur Asgeirs Ásgeirssonar, sem ætlaður er til ferða um Vestfirði, lá í Trangisvogi á Færeyjum 22. f. m., er póstskipið Romny kom þangað. Gufu- bátur þessi hafði orðið að snúa aptur til Khafnar í sumar optar en einu sinni; loks hafði hann verið fluttur til Skotlands og þaðan til Færeyja, og kvað það hafa kostað 5000 kr. Frá Færeyjum ætlaði hann „stytstu leið til íslands“. Tíðarfar. 1. þ. m. brá til votviðra og og rigndi mikið fyrstu daga þ. m., en síð- an minna. Aílabrögð. í sumar hefur yfir höfuð verið aflalítið við Faxaflóa, en nú er kom- inn allgóður afli af ýsu og stútungi á Innnesjum. Vatíkailturnimi á að heita turn sá hinn mikli, sem í orði er að reisa í Lund- unum; hann á að vera 1200 fet á hæð, eða nokkru hærri en Akrafjall, sem er 1160 feta hátt. Margir telja víst, að turn þessi verði ekki til neins gagns til að bæta útsýnið, af því að Lundúnaborg og hjeruðin í kring sjeu optast hulin reyk og þoku. En þeir, sem halda fyrirtæk- inu fram, setja það ekki fyrir sig, því að turninn nær upp úr reyknum og þokunni og þá ætla þeir að leiða hreint lopt niður um hann í hin reyk- og þokuþrungnu hús borgarinnar. Átta tíma vinnutínii á dag, sem verk- menn hjer í álfu eru mikið að berjast fyrir, er almennt kominn á í Ástralíu, ekki með lögum, heldur smám saman af sjálfu sjer. Figaro, sórblaðið frakkneska, sem kem- ur út í París, er eign hlutafjelags, sem hefur fulla ástæðu til að vera ánægt yfir tekjum blaðsins árið sem leið, sýningar- árið. Tekjurnar voru rúmar 6 milljónir franka (1 fr. = 72 a.); það eru 400,000 frönkum meira en árið áður; þessi tekju- auki stafar einkum frá auknum auglýs- ingum. Þessar 6 milljónir liðast þannig sundur: Frákaupendum blaðsins 1,645,000 franka, fyrir einstök númer 2,141,000, fyrir auglýsingar af ýmsu tagi 2,228,000. En útgjöldin voru: til ritstjórnarinnar 745,000, til annarar stjórnar við fyrir-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.