Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.08.1890, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 08.08.1890, Qupperneq 3
147 tækið 320,000, burðargjald með póstum 445,000, prentun og pappír 1,340,000; enn fremur einn liður „ýmisleg útgjöld'% sem nema 658,000. Hreinn ágóði var um 2*/« milljón, sem hlutafjelagseigendurnir stungu í vasa sinn. Er hr. Geir Zoega læs á prent? Hr. G. Z. segir, að ýmsar tilvitnanír í svari mínu til hans sjeu rangar. Jeg hef gætt að; þær eru rjettar. Jeg skal tilfæra línu og blaðsíðu, svo hann flnni þær, sem hann ekki segist flnna. Murrays orðabók táknar áherslulaust e með „e með punkti yfir“ bls. XXV, 3. dálk, 14. og 18. línu að ofan, og a i endingunni ate með 'e bls. XXV, 3. d., 13. línu. Jeg hef spurt Dr. Murray sjálfan fyrir skömmu, hvort ekki væri sama hljðð í quality °S 1 walk, wart, bls. XXV, 2. d., 19. línu, sem jeg vitnaði í, og kvað hann svo vera. Bins er um þann mun, sem M. gerir á bls. XXV, 2. d., 11. og 14. línu á hljóðinu í curl og earth. Jeg vitnaði í þessa staði og sagði vera sama mun á þeim hljóðum og í early og search. M. kvað svo vera. Jeg skrifaði G. Z. í brjefi, að jeg hefði aðra út- gáfu en hann af Vietor, og þó furðar hann sig á, að tilvísanir mínar í þá bók standa ekki á sömu bls. í hans útgáfu. Ætli Sweet hafi farið aptur síðan 1885, svo hann beri immediately rangt fram 1888 i History of Englisk Sounds, (sem jeg vitnaði í), en rjett 1885 i Elem. d. gespr. Engl. Að endingu segir G. Z., að jeg hafi búið til framburðarvillur, sem ekki eru í bók hans. Það er varla hægt að sjá annað en að hann ætlist til, að wear sje frb. eins og tear (tár) á bls. 14. Dost kemur fyrir i fyrsta sinn á bls. 44. G. Z. táknar engan frb. á orðinu, leiðir af því, að það eigi að frb. eins og það er ritað. Og er það af- sökun, að orðið sje aldrei haft í venjulegu talmáli ? Því tók G. Z. það þá í bók sína? Jbn Ste/ánsson. Um verðlagsskrár. í uppköstum þeim t.il verðlagsskrár fyrir 1890 —91, er bjeðan voru send bæði frá sýslumanni og sóknarpresti, var meðal annars tilfærð hryssa á 26 kr., og var hjer einmitt seld hryssa fyrir þetta verð árið sem leið, sem er hægt að sanna. En nú hafa stiptsyfirvöldin látið sjer þóknast að nema þennan tölulið (hryssuverðið) úr verðlagsskránni: setja ekkert verð á hryssu hjer í verðlagsskránni. Vjer leyfum oss nú að spyrja: hafa stiptsyfirvöld- in nokkra lagaheimild til þessa1, eða er það ein- tómt lagaleysis-gjörræði? — Vjer skulum í þessu sambandi geta þess, að hjer var seld hryssa í gær á opinberu uppboði fyrir 25 kr., og er þvi ekki ólíklegt, að hinum háu stiptsyfirvöldum þyki vel *) Eptir kgsbr. 16. júli 1817 virðist engin heim- ild vera til þess. Ritstj við eiga að nema hryssuverð úr næstu verðlags- skrá fyrir Vestmannaeyjasýslu. Vestmannaeyjum 10. júni 1890. Nokkrir eyjaskeqgjar. Kvennmaður, sem ekki þarf að borða, var um tima umtalsefni meðal manna á Erakklandi seinni hlutann i vetur. Kvennmaður þessi heitir Zelie Bouriou og er 44 ára gömul. Faðir hennar var drykkjumaður mikill og móðir hennar var taugaveik og hafði drepið sig vegna þess, hve illa maðurinn hennar fór með hana. Þegar Zelie var 10 ára gömul, fjell hún í öngvit og lá i því stundarkorn; eptir það fjell hún opt í öngvit, þangað til hún var 22 ára, og svaf þá opt lengi á eptir, stundum 4 dægur. En þegar hún var 22 ára, giptist hún, og þá hætti að líða yfir liana. En þeim hjónum kom illa saman, svo að hún missti vitið, en varð þó heilbrigð aptur. 1880 gat hún ekki sofið í 3 mánuði og þann tíma var hún sí-jetandi, og leit svo út, sem hungur hennar yrði aldrei sefað. En að þessum 3 mánuðum liðnum kvaðst hún hafa heyrt rödd, sem varaði bana við’ að borða þann mat, sem henni yrði boðinn. Mað- ur hennar kom rjett á eptir með mat frá móður sinni handa henni og bauð henni, en hún þáðí hann ekki, og segir, að eitur muni hafa verið í honum, enda hafi það komið fram seinna, því hundur, sem át matinn, hafi drepist. En nóttina eptir svaf hún rólega, og er hún vaknaði um morguninn, var matgræðgi hennar horfin, og síð- an hefur hún aldrei fundið til sultar, og hætti þá að borða nema brauðmola, egg, salat eða þvi um likt endrum og sinnnm; smám saman fjekk hún 112 Selraa; hún var ein af þessum unaðslegu og viðkvæmu verum, sem menn geta freistast til að setja í glerskáp, eins og einstaka dýrindis plöntur eru settar undir gler- klukkur, til þess að vernda þær bæði gegn of miklum kulda og of miklum liita. Selma var trúlofuð hjeraðsfógeta einum sunnan til í Svíþjóð; það var tiguglegur maður á velli, gáfumaður mikill og lærður vel og viðurkenndur sem einhver reyndasti og glöggskyggnasti dómari landsins, sem hafði útlit fyrir að verða settur í æðstu embætti ríkisins. Selma, sem hafði enga heimanfyigju, er teljandi var, og tignaði unnusta sinn eins og einhvern guðdóm, átti því í vændum glæsilegasta og ágætasta ráðahag, sem hugsast gat; það sögðu menn að minnsta kosti. Pegar karlmaður fær ágætt kvonfang, er það venjulega skilið svo, að hann fái auð fjár með konu sinni. Unaðs- leiki og dyggðir eru sjaldan teknar með í reikninginn; það er meira að segja jafnvel talið merki um mikið göfuglyndi, ef karlmaður í góðri stöðu gengur að eiga fátæka stúlku, hversu góð og elskuleg sem hún er. „En hvað jeg er ánægð yfir, að Selma fær þvílík- an mann!“ heyrði jeg móður hennar einu sinni segja við einn af kunningjum sínum, „hún fær, þar sem hann er, bæði föður og eiginmann; hjá lionum finnur hún 109 Þegar þau fluttu þangað um vorið var það með herkjum að Helga gat haldið tárum sínum inni. Hún óskaði þess að eins, að hún þyrfti aldrei að ríða fram hjá Keldubóli óálitlegra en það var þá. — Eigi fjekk búið endurgoldið eyrisvirði af kostn- aði þeim, sem lagður hafði verið í jarðabæturnar — en litlu álagi þurftu þau að svara. Helga var búin að læra nóg. Hún hvatti mann sinn ekki framar til þess, að verja meiru en góðu hófi gegndi í jarðabætur, heidur að fara hægt og bítandi. Eeynsla hennar var orðin tvöföld og hvorug góð: Hún vissi, hvernig duglegum leiguliða er þakkað það, ef hann reynir að gera meira gagn en áskilið er. Hún vissi betur en áður, hvaða rjett kona dugn- aðarmannsins hefur, ef henni kemur til hugar, að vilja neyta rjettinda þeirra, sem hún hefur siðferðislega á- unnið sjer. En hún vissi það og, að það er gott að gera vel, og hitta sjálfan sig fyrir. Það er góð meðvitund um það, að hafa reynt að vera til gagns og að hafa orðið það að minnsta kosti sjálfum sjer. Enda hafa þau nú byrjað aptur á hinu mæðusama starfi

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.