Þjóðólfur - 15.08.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.08.1890, Blaðsíða 1
Kemur ftt á. föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. „ Borgist fyrir 1>. júli. ÞJÓÐÖLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Rcykjavík, föstudaginn 15, ágúst 1890. Nr. 38. Landsbankinn. fjtifoúin. Annað atriðið í þingsályktun síðasta Þings um bankann var áskorun um, að bankinn samkvæmt 9. grein bankalaganna stofni sem allra fyrst útibú. I þeirri grein er sagt, að bankínn skuli svo fljótt sem auðið er setja á stofn aukabanka eða framkvæmdarstofur fyrir utan Reykjavík, einkum á Akureyi, ísafirði og Seyðisfirði. Þingið lagði mikla áherslu á, að þessu væri sinnt. Eu bankastjórnin tekur ekki betur undir það en áskorunina um við- skipti bankans við erlenda banka. Hún kveðst í brjefi sínu, sem nefnt er í 33. tbl. og prentað er í stjórnartíðindunum þ á., B-deild, bls. 60—61, ekki „fá sjeð, að það geti að svo stöddu verið til veru- legs ljettis eða hagnaðar fyrir landsmenn að settar sje á stofn framkvæmdarstofur út um landið“. Það er nú svo margt sem bankastjórnin hefur í fyrstu ekki sjeð eða sjer ekki enn að sje til bóta, þótt hjer um bil allir aðrir sjái það. Að útibúin sjeu nauðsynleg, hefur verið skoðun lög- gjafanna, er bankalögin voru á prjónun- um; annars stæði ákvæðið um útibúin ekki í lögunum. Það er líka svo að sjá, sem bankastjórnin hafi þá skoðun, að þau ein- hvern tíma seinna geti orðið til gagns, en að eins ekki „að svo stöddu“. En hví skyldu þau eigi geta orðið til verulegs’ gagns nú þegar, ef þau geta það síðar? Það er svo margvíslegur sá hagur, sem gæti orðið að útibúum baukans, að það verður ekki allt upp talið, allrasíst í fáum orðum. Fyrir alla þá, sem lán þmfa að taka og eru í nágrenni við úti- búin, er hægra að fara til þeirra en til Reykjavíkur. Lánið geta þeir bæði feng- ið Ajótara og eiga hægra með að borga það aptur. Margir lánþurfar eru og þeir, seni alls ekki geta notað sjer bankann í Reykjavík, en gætu haft gagn af útibúun- Um> t. d. þeir, sem bráðliggur á peninga- *Uui, en vantar aðra tryggingu en ef vill ^ yrgð nágranna sinna, sem bankastjórnin ' oykjavík sakir fjarlægðar, ókunnugleika e a annars tæki ekki gilda, en forstöðu- menn utibúsins óðara tækju fullgjllda, bæði af því að þeir væru kunnugri og ábyrgð- armennirnir væru nálægt þeim. Sama er að segja um þá, sem að eins hafa hand- veð að bjóða. Fæstir geta notað það til tryggingar gegn peningaláni, nema þeir, sem eru í nágrenni við bankann. Meðan útibúunum er eigi komið á, stofn, er og öllum landsmönnum nema Reykvíkingum og þeim, sem búa í nágrenni við bankann, ó- mögulegt að nota sjer hið ómetanlega mikla hagræði af að selja bankanum víxla og þannig útvega sjer peninga til bráða- birgða. Ef aptur á móti útibúin væru stofnuð, gætu allir í nágrenni við þau orðið aðnjótandi þessa mikla hagræðis, Óteljandi mörg atvik geta komið fyrir, er mönnum er stór hagur í að geta fengið peningalán til bráðabirgða eða um tíma, en þvílíkt lán geta menn hægast fengið í bankanum með víxlum, gegn ábyrgð á- reiðanlegra manna eða gegn handveði. E>að ber opt við, að menn verða að selja fje eða aðra muni úr búi sínu langt fyrir ir neðan fullt verð, til að fá peninga, til að geta staðið í skilum með eitthvað, sem inna þarf af hendi, en ættu hægt með að borga það seinna; þegar svo á stendur, er auðsætt, hve mikill hagur væri að geta fengið bráðabirgðarlán, hve miklu betra það væri heldur en þurfa að selja búpen- ing sinn sjer í stórskaða. Hins vegar geta menn opt komist að góðum kaupum, góðum verslunarkjörum o. s. frv., ef pen- ingar eru í boði, en verða af þeim hagn- aði, af því að þeir hafa eigi peningana og geta ekki fengið þá lánaða til bráða- birgða. Þetta er nú að eins tekið sem dæmi, eu slík dæmi má telja upp því nær í hið óendanlega. Meðan bankinn stofnar engin útibú, eru allir út um landið úti- lokaðir frá öllu þvílíku hagræði. sem hafa má af bankanum. Bankinn er á meðan mönnum út um landið til lítis annars gagns en veita þeim fasteignarveðsláu, sem lántakendur, sakir fjarlægðar, fá bæði seínt og með mörgum erfiðismunum og aukakostnaði. Þegar útbúin komast á stofn, taka þau að sjálfsögðu að sjer sparisjóðsstörf. Allir þeir i nágrenni við þau, sem peninga hafa aflögum, mundu því leggja þá þar inn á vöxtu fremur en lána þá einstökum mönn- um eða láta þá liggja arðlausa hjá sjer, eins og nú á sjer víða stað, af því að það er svo miklum erfiðleikum bundið að koma þeim í bankann og langan tíma þarf opt og einatt til að ná þeim aptur, en mönnnm opt liggur á þeim áður en hægt er að ná þeim þaðan. Að vísu eru nú sparisjóðir á ísafirði og Akureyri, en á Seyðisfirði er enginn sparisjóður, og svo er gert ráð fyrir, að útbúin verði víðar en á þessum stöðum. (Niðurl.) Strandfcrðaskipið Thyra kom hingað 12. þ. m. að áliðnum degi og með því fjöldi farþegja; landshöfðingi, er fór land- veg embættisferð allt norður til Húsavíkur, biskup úr vísitasíuferð um Múlasýslur, póstmeistari, er varð samferða landshöfð- ingja norður sömuleiðis í embættisferð, Jóhannes Ólafsson sýslumaður Skagfirð- inga með konu sinni, Sigurður Vigfússon fornfræðingur, sjera 0. V. Gíslason, sjera Bjarni Pálsson í Steinnesi, sjera Páll Sivertsen á Stað í Aðalvík, prestaskóla- kandidat Jón Finnsson, Andrjes Árnason verslunarstjóri á Skagaströnd, kaupmenn- irnir Zöylner og Lárus Snorrason frá ísa- firði, Holger Clausen og margir fleiri. Líf og lífsvon sjómanna. Sjera Odd- ur V. Gríslason, sem fór hjeðan með strand- ferðaskipinu 3. júlí, hefur síðan farið vest- ur og norður um land ailt til Djúpavogs, ferðaðist um Austfirði, hjelt fyrirlestra víða, þar sem hann kom, um líf og lífsvon sjó- manna, og kom víða á fót bjargráðanefnd- um eins og hann hefur gert hjer syðra; hafði þetta yfir höfuð mætt góðum undir- tektum, svo að vonandi er, að ferð hans beri góða ávexti. Fornmenjarannsóknir í Austfirðinga- fjórðungi. B1ornfræðingur Sigurður Vig- fússon, sem fór hjeðan með Lauru 16. júní, fór fyrst til Djúpavogs, þaðan til Horna- fjarðar og byrjaði fyrst að rannsaka ferð Flosa til Austfjarða, og sögu Þangbrandar á Austurlandi og helztu landnám þar. Síðan fór hann til Skriðdals, þaðan upp í Fljótsdal og yfir Fljótsdalsheiði sama veg og Hrafnkell elti Eyvind, þá yfir á Jök- uldal og upp eptir öllum Hrafnkelsdal, kannaði þar allt og gróf upp haug Hrafn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.