Þjóðólfur - 15.08.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.08.1890, Blaðsíða 3
151 veiði en áður. Verð á verkuðum saltfiski er hjer: 15 aura pundið af stórfiski, 13 a. af smáfiski og 10 a. af ýsu, en óvíst enn þá, hvað það kanu að verða á blautfiski. Hvít vorull á 80 aura pundið; rúgur (200 pund) á 16 kr., kaffi á 1,10, hvítasykur á 0,33. — G-rasvöxtur á túnum er í með- allagi, en útlit á að úthagi spretti ekki í meðallagi“. IYrstskipið Laura kom í dag frá Khöfn og með því frá útlöndum: amtmaður E. Th. Jónassen með frú sinni, prestaskólakandí- Jat Ólafur Helgason, ljósmyndari Sigfús Eymundsson, G. Thordahl, Jón Guðnason kaupmaður, 6—7 Englendingar og Eiríkur írá Brúnum, alkominn frá Ameríku. En frá Vestmannaeyjum sýslumaður Aagaard með konu sinni og börnum. Verslunarfrjettir frá Höfn 23. júlí. Ull frá Eyrarbakka hafði selst í Engl. á 60 a. enskt pd. (um 66 a. danskt pd.). — Besti ísfirskur saltfiskur seldur á Spáni á 63 ríkismörk, sunnlenskur er þar í 55 rm. I Genúa boðið í smáfisk 45 kr., kom- ið á skip á Islandi. — Lysi heldur að hækka í verði. — Æðardúnn 9x/2 kr. — Sundmagar 22 a. — Nokkur eptirspurn eptir harðfiski, en ekkert komið af hon- um. Útlendar frjettir. Oxford 6. ágúst 1890. Suðurameríka. í Buenos Ayres hefur verið uppreisn mikil. Var barist í 3 daga og drepuir 1000 mantis. Forseti Argen- tina-þjóðveldisins hefur orðið að segja af sjer. í Mið-Ameríku heldur ófriði áfrarn. Þýskalandskeisari er nú á eynni Wight hjá ömmu sinni og er betur fagnað hjer en 1889. Ýms liryðjuverk Tyrkja í Armeníu og Macedoníu hafa spurst hingað og eru þær sögur svo ljótar, að Tyrkjanum verður ekki vært nú um stund. Alheimslæknafundur stendur yfir í Berlín. Virchow er forseti, en Englend- ingurinn Lister er eins og konungur með- al læknanna. Ný lög gegn Gyðingum komin út á Rússlandi afarhörð og ómannúðleg. Beigakonungur hefur afhent Belgíu eignarrjett sinn í Congóríkinu. Viilijálmur keisari hefur gefið Salis- bury mynd af sjer í fullri líkamsstærð; svo ánægður er hann með að fá Helgo- land. „Sannleikurinn er sagna bestur“. Útaf „yjirlýsingu“ þeirra Guðlaugs Árnasonar og Magnúsar Olaíssonar, dags. 28. f. m., sem prent- uð er meðal auglýsinga í „ísafold“ hinn 6. þ. m. (XVII, 63.), vil jeg af rninni liálfu lýsa því yfir, að það er gjörsamlega átyilulaus og frá rótum rangur áburður á mig, í tjeðri yfirlýsingu, að jeg hafi undir „röngu yfirslcyni“ fengið þá Guðlaug og Magnús heim til mín og að jeg hafi þar, a : heima hjá mjer hinn 20. f. m., með ýmislegum hótunum, komið þeim til þess, að undirskrifa yfirlýsinguna, sem prentuð er í „Fjallkonunni“ 5. þ. m. — Hið sanna í þessu máli er það, að jeg eptir mætti hefi leitast við, að koma sætt milli nokkurra sveitunga minna i misklið þeirri, sem þeir nú um nokkurn tíma liafa átt í til skaða og skammar fyrir sveit- arfjelagið, og einskis gagns fyrir sjálfa þá, að jeg í þessu skyni fjekk þá Guðlaug og Magnús til að koma heim til mín nefndan dag, án þess að jeg beitti nokkrum tœlingum til þess, og jeg þá leiddi þeim fyrir sjónir, hve óheppileg málaferli i sveit- inni væru, en við þeim mættu þeir búast, ef þeir eigi gæfu út auglýsingu eða yfirlýsingu í þá átt, sem þeir gáfu út hinn 20. f. m. — Það eru frek ósannindi, að jeg hafi við þetta tækifæri beitt tæl- ingum eða hótunum. Þormóðsdal hinn 11. ágúst 1890. Halldðr Jóusson. AUGLÝSING AR í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakltaráv. 3 a.) | hvert orö 15 stafa frekast-: meö öðru letri eöa setning, 1 kr. fyrir þumlung dálka-lengdav. Borgun út í hönd. Hentugur verslunarmaöur. Reglusamur og lipur verslunarmaður með margra ára praktiskri æfingu, og þar að auki vanur trjesmíði, er á boðstólum. Ritstjórinu vísar á. 116 margt, sem þau höfðu ekki sjeð áður. Það var ekkert annað en gleði og tilhlökkun á heimili fógetans. Morguninn eptir fór fógetinn snemma út, en minnti konuna sína áður á, að hún yrði að vera til kl. 12 á mínútunni; „annars yrði hún að verða eptir heima; liann hefði ekki tima til að bíða eina einustu sekúndu“. Þegar klukkuna vantaði rjett 5 mínút.ur í 12, kom hann heim aptur. „Hað er þetta?“ sagði hann, er hann sá ferða- vagninn standa fyrir utan dyrnar; „hafa koftortin enn ekki verið borin á vagninn ?“ „Jú, það var búið að bera þau niður og binda þau í vagninn“, svaraði vagnstjórinn, „en f'rúin Ijet rjett i þessu sækja eitt þeirra aptur“. Hjeraðsfógetinn leit á úrið sitt, hleypti brúnum og gekk upp stigann og inn í salinn. Eitt koff'ortið slóð þar opið; það, sem í því hafði verið, lá þar allt á rú og stú, og frúin var í óðaönn að klæða eldra barnið, 4 ára gamlan dreng, í önnur föt. „Klukkuna vantar 4 mínútur í 12“, sagði fógetinn með ísköldum málrómi". i)Jeg bið þig að fyrirgefa, elskan mín“, ílýtti Seima sjer að svara, „jeg get ómögulega gert, að því, þótt svona færi. Við vorum öll albúin fyrir 2 klukkustund- um. En svo hefur Rudólfur litli farið niður að tjörn- 113 bæði ást og vernd og lifir og blómgast, eius og lítið blóm við fót eikarinnar“. Það er gömul liking, en reynist ekki æfinlega rjett. Þegar lauf eikarinnar er svo þjett, að enginn sólar- geisli getur komist i gegn um það niður á blómið, þrífst það ekki, og hver veit nema betra væri að deyja í of miklu sólskini en of miklum skugga; að minnsta kosti lifir maður þá, meðan maður lifir. Skugginn, sem má skoðast sem sorgarslæða manuauna, minnir menn allt of mikið á gröfina. Jeg fyrir mitt leyti var ekki mjög ánægður með „guðdóm Selmu". Hann var einhvern veginu allt of nákvæmur og óbeygjanlegur í öll ufasi og framgöngu; það leit út fyrir, að hann vildi þræð^ þráðbeina leið, en það verður til lengdar þreytandi og óþægilegt. Það hefði mátt ætla, að hjeraðsfógetinn hef'ði jafuan lagabækur sínar með sjer, hvar sem hann var staddur. Hann hafði auðvitað æfinlega á rjettu að standa, en latneskt máltæki segir: sunmium jus summa injuria (hinn straugasti rjettur er opt liiun stærsti órjettur). Leitist menn við að líkjast guði í rjettlæti, en ekki í miidi og miskunnsemi, verð- það fölsk eptirlíking. Brúðkaupið fór fram, og nokkrum dögum síðar átti hin nýgiptu hjón að fara af stað þangað sem hann átti heima. Jeg var viðstaddur mofguuverð þann, sem hald-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.