Þjóðólfur - 15.08.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.08.1890, Blaðsíða 2
150 kels goða, fann bein hans í haugnum og fíeiri merkileg einkenni; síðan yfir Fljóts- dalsheiði hinn efra veg ofan eptir Fljóts- dal og aptur upp í Kiðjafellsþing, þaðan út á Hjerað, síðan upp í Eyvindardal til að rannsaka fall Helga Droplaugarsonar, síðan norður yfir fljót og rannsakaði þar hinn merka þingstað hjá Krakalæk, þaðan í Hróarstungu og yfir Jökulsá á Brú, síð- an upp Jökuldal allt að Hofteigi, fann þar merkilega hof'tótt, aðra stærstu hof- tótt, sem hann hefur fundið á íslandi; þaðan út eptir allri Jökulsárhlíð allt út að Hjeraðsflóa, síðan yfir Hellisheiði yfir í Böðvarsdal, rannsakaði vígin þar (sbr. Vopnfirðingasögu); síðan til Krossavíkur og þaðan að Hofi í Voynafirði, rannsakaði þar það, sem sagan nefnir, fann þar afarstóra hoftótt og upphlaðna blótkelduhjá, þaðan ylir í Sunnudal og rannsakaði hinn forna þingstað þar og síðan á skip í Vopnafirði. Á öllum þessum stöðum rannsakaði hann alla merka sögustaði í Austfirðingasögum, kom á 4 þingstaði, fann 4 hoftóttir og mörg fornbýli með sínum fornu byggingar- einkennum. Auk þess safnaði hann forn- gripum hvar sem hann gat, fjekk marga merka gripi, og suma þeirra sannkallaða dýrgripi, bæði frá einstökum mönnum og kirkjum, enda sýndi biskup Haligrímur Sveinsson, sem var á vísitasíuferð fyrir austan, Sigurði og Forngripasafninu þann góðvilja að styðja að því, að safnið fengi þá gripi frá kirkjum, er þær máttu missa og hann áleit betur komna á safninu. Á þessum rannsóknarferðum mætti Sig. Vig- fússon yfir höfuð bestu viðtökum, og sum- ir merkir menn þar eystra gerðu sjer mik- ið far um að greiða ferð hans og voru honum sjerstaklega liðsinnandi. Ný lög, staðfest af konungi 11. f. m.: 35. Lög um styrktarsjóði handa al- þýðufólki. 36. Lög um breytingar nokkrar á til- skipun 4. maí 1872 um sveitarstjórn á íslandi og fl. (þ. e. lögin um amtaskipun- ina og amtsráðin). Dá eru 4 lög frá síðasta þingi enn óút- kljáð, að því er kunnugt er (sbr. 35. tbl.). Ásgeir litli, gufubátur Ásgeirs kaup- manns, kom til Isafjarðar 30. f'. m. norðan um land og er byrjaður á ferðum um ísa- fjarðardjúp; kvað vera 17 smálestir að stærð. Bæjarbruni. 19. júlí braun allur bær- inn að Auðshaugi á Barðaströnd til kaldra kola; hafði kviknað í hefilspónum, er lágu við eldavjel. Allir munir, er í bænum voru, brunnu þar gjörsamlega. Missti því bóndinn þar, Jón Þórðarson að nafni, all- ar eigur sínar, að skepnum uudanteknum; haf'ði hann nýlega flutt heim töluvert af matvælum, sem einnig brunnu. Ull sína haf'ði hann lagt inn í Flatey nokkru fyr- ir brunann. (Úr brjefi að vestan). Haf'ís sást af Thyru fyrir Strönd- um, allbreið spöng um 3 mílur undan landi. Skólasfjórasýslanina við barnaskólann í Keykjavík veitti bæjarstjórnin 8. þ. m. prestaskólakandídat Morten Hansen, sem hefur verið þar kennari í 13 ár. Hann var kosinn með 6 atkv. Sjera Lárus Halldórsson alþingism. hafði elnnig sótt, og tilraun gerð af venslamönnum hans hjer í bænum að koma honum að, en eigi fjekk hann nema 3 atkv. Enn fremur haf'ði sjera ísleif'ur á Stað í Steingríms- firði sótt um þessa sýslan. L ufuskipið Mount Park (til Jóns Vída- líns) kom hingað í fyrra kveld frá Eng- landi með salt til Knudtzons versiana hjer og í Hafnarfirði og til fleiri. — Fer aptur með hross. Ölvesárbrúin kom einnig á Mount Park; skipið komst eigi, vegna veðurs, með hana til Eyrarbakka. Sum brúarstykkin kvað vera 2—3 þúsund pund; þau stærstu 6000 pund, þ. e. lítt viðráðanleg í uppskipun og flutningi. Hjer liggur nú seglskip frá kaupm. Guðm. ísleifssyni á Eyrarbakka, og mun eiga að leita samninga við hann um að flytja brúna á þessu skipi lijeðan austur á Eyrarbakka. Skipstrand. í fyrra morgun strand- aði Ásta, kaupskip Duus verslunar í Kefla- vík, með nokkru af saltfiski; hafði rekið þar upp í kletta og brotnað. Hval rak nýlega á Hrauni á Skaga og lival reru Færeyingar inn á Seyðisfjörð í f. m., 30—40 álna langan. Suðurmnlasýslu 30. júlí: „Frjettir eru iitlar. Inflúenzaveikin víðast hvar um garð gengin; einstöku menn virðast f'á hana aptur eptir nokkurn tíma, þótt þeir hafi áður verið orðnir heilbrigðir að fullu, en svo getur það verið vanalegt kvef. Eigi allfáir hafa dáið alls, í Reyðarfirði einum milli 10 og 20. Allgóður afli í sjónum hvarvetna, sum- staðar (í Vopnafirði) í besta lagi; nægileg síldveiöi í Reyðarfirði og víðar. Grasvöxt- ur varla i meðallagi sumstaðar, en hvergi mjög illa sprottið. Tún víðast livar all- góð. Tíðin köld og uggir marga, að ís- inn muni vera nálægur; loptið þrungið af þoku og mökk, en eigi rigningar svo að kveði“. Norðurmúlasýslu 18. júlí: „Inflú- enza-veikin geysaði hjer í júní, og lagðist víða þungt á, og dóu talsvert margir úr henni. Á eiuum bæ, Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá, dóu 4 af 20 heimilis- mönnum. Verktjón það, sem veikin gjörðí, var hroðalegt og margir eru, sem ekki þola enn að ganga að vinnu. — Grasvöxt- ur er í lakasta lagi. Tún á stöku stað í meðallagi, einkum við sjóinn, en víða ann- arstaðar sára snögg og brunnin. Túna- sláttur víðast byrjaður, en útengjasláttur enginn áður, sem þó er venja hjer. — Ó- muna-afli á Vopnafirði, og er nú nær bú- ið að fylla þar hverja smugu af fiski og Færeyingum. — Vathne lagði upp í Lag- arfljótsós 24. júní á hollenskri skútu flat- botnaðri. Hann lenti á grunn, vegna ó- kunnugleika, og gliðnaði skipið þar sund- ur, því það var gamali hjailur. Á nú að selja það við uppboð 28. þ. m. ásamt því, sein óselt er af farminum. Skipið var hlaðið timbri, og lítið eitt af öðrum vör- um í því. Var Hjeraðsbúum það góð send- ing, því timburflutningar af Seyðisfirði og Vopnafirði eru nær ógjörningur, nema fyr- ir efnuðustu menn. Vathne er öruggur í anda, þrátt fyrir þetta slys, og kveðst skuli koma aptur betur útbúinn, og með betri þekkingu á því, hvernig til hagar- Allir Hjeraðsbúar óska honum heilla og hamingju í þessu nýbyrjaða þrekvirki hans, sem gera mun hann nafnfrægan, meðan Austurland byggist, ef liann getur framkvæmt það til fulls. Vopnafirði 2. ágúst: „Kvefsóttin (in- flúenza) gjörði vart við sig lijer um allar sveitir meir og minna, en lagðist almennt ekki mjög þungt á, og fáir dáið úr henni. Hún var að mestu um garð gengin áður en fiskafli og heyannir byrjuðu. en hefur samt valdið miklum vinnumissi. Fiskafli byrjaði hjer ekki að mun fyr en um júlímánaðarbyrjun, en heíur síðan verið mjög mikill og jafnvel betri en nokkru sinni áður; það hefur borið til, að menn hafa tví- og þrihlaðið á dag; f'engið þetta um 1000 og nokkuð á annað þús- und, þegar best hefur verið, mest af stút- ungsfiski. Síld hefur veiðst mcð lang- mesta móti. Á þessum eina mánuði hef- ur bjer fiskast meira en í allt fyrra sum- ar, en auðvitað liggur það mest í því, að svo mikið fleiri liafa nú stundað hjer íiski-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.