Þjóðólfur - 24.10.1890, Page 1

Þjóðólfur - 24.10.1890, Page 1
Kemur út & föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 1 >. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin vift áramót, ógild nema komi til átgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Reykjayík, föstudaginn 24. október 1890. Nr. 49—50. Verkmannafjelagið í Roehdale. (Niðurl.). Kveld eitt í desembermánuði 1843, er veðrið var mjög dimmt og þoku- fullt, sátu nokkrir vefarar við baðmullar- verksmiðjurnar í Rochdale og töluðu um? hve eríitt þeir ættu uppdráttar og hverra ráða þeir skyldu í ieita. til þess að bæta hag sinn. Verkalaun þeirra voru litil, brauðið og allar aðrar lífsnauðsynjar þeirra voru dýrar, og sjálfir voru þeir lítt mennt- aðir og ófröðir jafnvel í því, sem mest á reið. Það, sem þeim þótti þó þungbærast, var, að þeir voru sokknir í svo stórar skuldir við kaupmenn, að þeir urðu að láta sjer lynda að fá hjá þeim livað eptir annað vondar og sviknar vörur með upp- skrúfuðu verði. Nokkrir þeirra töldu þá mikilsvert fyrir sig, ef þeir gætu skild- ingað saman peningum, til að kaupa fyr- ir 1 sekk af mjöli, 1 sykurtunnu og hitt og þetta, sem þeir þörfnuðust mest fyrir. Síðan skyldu þeir selja það í smáskömmt- um til þeirra, sem tækju þátt í þessu fyrir- tæki, fyrir sama verð, eins og kaupmenn t*kju, en eptir á skipta milli sín þeirri upphæð, sem söluverðið væri hærra en inn- kaupsverðið; þessum ágóða ætluðu þeir að skipta sín á milli í hlutfalli við það, sem hver þeirra hefði keypt af vörunum. Þeir sáu, að þeir hefðu gott af þessu á tvenn- an hátt að minnsta kosti, þótt peninga- ágóðinn næmi ekki mikilli upphæð, í fyrsta lagi, að þeir feugju ósviknar vörur og í öðru lagi, að þeir vendust við að borga með peningum út i hönd, þvi að borgun ót í hönd var auðvitað sjálfsagt skilyrði yrir því, að þetta fyrirtæki gæti þrifist. 28 menn, senj Síðan eru nafnkUnnir orðn- ír sem stofnendur verkmannafjelagsins í Rochdale, toku sig þa saman UU) að láta eitthvað verða af þessu fyrirtæki og skuld- bundu sig til að borga á viku hverri 15 aura hver, þangað til svo mikið væri komið, að þeir gætu keypt vörurnar. Þeir byrjuðu nú öruggir þessa erfiðu leið, og hversu þungbært sem það var opt og einatt fyrir þá að klýpa nokkuð af binum lágu vikulaunum, stóðust þeir all- ar þrautir og hjeldu þessu áfram 1 ár, og lögðu stundum jafnvel meira fram, en þeir höfðu skuldbundið sig til. Þeir fengu og ýmsa aðra i fylgi með sjer, svo að við lok ársins höfðu þeir safnað saman 504 kr., sem í þeirra augum var stórmikið fje. Þeir leigðu nú lítið og óvandað herbergi og byrjuðu þar verslun sína 21. desember 1844. Þeir liöfðu í byrjuninni ekki ann- að til sölu, en mjöl, smjör og sykur; einn úr fjelagsstjórninni seldi vörurnar, og búð- in var ekki opin, nema nokkrar stundir tvö kveld í viku. Allt leit svo fátæklega út, að það var ekki laust við, að þeir fje- lagsmenn hálfíyrirverðu sig, er viðstaddir voru, er hlerarnir voru teknir frá glugg- unum og búðin var opnuð, svo að hinir f'orvitnu borgarbúar gátu sjeð þar inn. G-ötudrengirnir gerðu gis að „búð vefar- anna“ og — það sem verra var — vöru- tegundirnar voru svo fáar og allt svo fátæklegt, að það var erfitt að fá hús- mæðurnar til að koma þangað og kaupa þar. Þetta fyrirtæki var einnig of nýtt og í of fátæklegu sniði, til þess að geta lað- að menn að sjer, auk þess sem eigi var hægt að vonast eptir neinum ágóða í byrjuninni, því að stofnendurnir höfðu ver- ið svo hyggnir, að ákveða, að fyrstu tvö árin skyldu menn ekki taka ágóðann út, til þess að hafa meira vinnufje handa tje- laginu. Það voru þannig fáir í fyrstu, sem gáfu þessu fyrirtæki gaum, en hinir óþreytandi stofnendur ljetu ekki hugfall- ast. Árið eptir (1845) fóru þeir einnig að versla með te og tóbak, og um leið hækk- uðu þeir talsvert tillög sín. Einn fjelags- maður gerði sig enda nafntogaðan fyrir það þrekvirki, að leggja í einu til 18 kr. Menn litu til hans með vinsemd og að- dáun. Búðin var nú opin síðara hluta dags 5 daga vikunnar. Það mundi verða of langt mál að segja frá öllum framfórum og sigurvinningum fjelagsins. Á næstu árum fjölguðu fjelags- menn óðum, verslunarmagn þess jókst jafnt og þjett og stofnendunum tókst með stað- fastri samvinnu og þreki að sigrast á öll- um þrautum. Jafnvel eptir það, að fje- lagið hafði tekið á leigu allt húsið, þar sem það hafði byrjað verslun sína svo fátæklega, sem fyr er sagt, og eptir að fjelagið var orðið nokkurs konar ríki í verslun borgarinnar, voru þó enn ekki allar þrautir úti. Einu sinni gaus sá kvittur upp — sem hafði þó ekki við nein rök að styðjast — að fjelagið væri í þann veginn að verða gjaldþrota og ýmsir af fjelagsmönnum streymdu til fjelagsstjórn- arinnar, til þess að ná í peninga þá, sem þeir ættu inni í fjelaginu. Þeir fengu þegar orðalaust peninga sína, svo að þeir sáu fljótt, að enginn flugufótur mundi vera fyrir þessari fregn um gjaldþrotin. Þetta áfall hefði þó sjálfsagt ekki feng- ið svo happasælar lyktir fyrir fjelagið, ef meiri hluti fjelagsmanna hefði ekki farið að, eins og ekkja ein; henni var sagt, að nú væri fjelagið að verða gjaldþrota, og um leið ráðlagt, að ná í peninga sína — 900 kr. — sem hún átti á vöxtum í því. En hún svaraði: „Ef fjelagið verður gjaldþrota, þá má það gjarnan taka þessa peninga, því að þeir eru eign þess, jeg hef aldrei gefið því neitt, nema að eins eina 90 aura; en allt það, sem jeg á, hefur það gefið mjer“. Mestu þrautaár ijelagsins voru, meðan baðmullareklan stóð yfir. Meðan stríð- ið milli Norður- og Suðurfylkjanna í Norður-Ameriku stóð yfir, tepptust baðm- ullaraðflutningar til Englands. í Rochdale og hjeruðunum þar í kring, sem að mestu lifa á baðmullariðnaði, urðu því hin mestu bágindi þau árin. En þá sýndi það sig best, hve miklu góðu fjelagið hafði til leiðar komið með sparisjóði sínum, því að þau íjögur ár, sem baðmullareklan og þar af leiðandi bágindi stóðu yfir, tóku fjelags- menn af fje sínu í sparisjóði fjelagsins hálfa aðra milljón króna. Hve miklum bágindura hefur eigi verið af stýrt með öllu því fje! Lítum nú á, hversu hin litla og fátæk- lega mjöl- og smjörbúð stofnendanna hef- ur vaxið síðan fjelagið var stofnað. Nokkrar tölur sýna þetta best. Fje- lagsmenn eru nú 11000. Innstæðufje fje- lagsins er um 51/* milljón króna og versl- un þess nemur, eins og áður er getið, 5 milljónum króna árlega. Til fjelagsmanna er útbýtt árlega rentum og ágóða að upp- hæð 800,000—900,000 kr. Vörutegund- irnar eru nú eins margbrotnar eins og þær eru miklar. Fjelagið selur alls konar matvæli, vefnaðarvörur, tilbúinn karlmanna- og kvennklæðnað, skófatnað, kol o. s. frv.,

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.