Þjóðólfur - 31.10.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.10.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir lö. júll. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Reykjayík, föstudas'iun 31. október 1890. Nr. 51. Almennur kirkjusjóður. Kirkjurnar hjer á landi hafa eigi átt því láni að fagna, að æfinlega hafi vel verið farið með sjóði þeirra. Sú meðferð hefur hvorki verið tryggileg eða búmann- leg fyrir kirkjurnar. Það er sök sjer með bændakirkjur; kirkjueigendurnir hafa hvort sem er alla ábyrgð á þeim. En öðru máli er að gegna með ljenskirkjurnar. Eins og menn vita, innheimta prestarnir hinar árlegu tekjur þeirra og liafa sjóði þeirra í sínum höndum alveg vaxtalaust. Margir prestar eða sjálfsagt flestir hafa að vísu geymt sjóði þeirra vel og staðið skil á þeim, er þeim hefur borið það, en samt sem áður hafa sjóðirnir auðvitað orðið minni en ef þeir hefðu staðið á vöxtum á tryggum leigustöðum og árleg- um tekjum kirknanna hefði verið komið á vöxtu. Auk þess hefur það ósjaldan borið við, að prestar hafa eytt kirkjusjóðnum og lítið eða ekkert náðst af honum hjá þeim, annaðhvort við fráfall þeirra, eða jafnveí í lifanda lífi, er þeir hafa átt að standa skil á honum, svo að kirkjur hafa stund- um tapað stórfje á þennan hátt, bæði fyr- ir öráðdeild þeirra presta, sem sjóðina hafa haft undir höndum, og eptirlits- Ieysi yfirboðara þeirra. En nú er þvílíkri meðferð á kirknafje bráðum lokið, því að með lögum 22. maí þ. á. skal stofna almennan kirkjusjóð, og skal hver kirkja hafa sína viðskiptabók við sjóðinn. Stiptsyfirvöldin hafa umsjón yfir kirkjusjóði þessum og ábyrgð á honum. Allt það fje, sem kirkjur eiga afgangs útgjöld- um, skal láta á vöxtu í hinn almenna kirkjusjóð og vextirnir árlega leggjast við höfuðstólinn. Þó er reikningshaldara heim- ilt að halda eptir 100 kr. vaxtalaust af tekjum kirkna. Af sjóðum þeim, sem kirkjur eiga, er lögin koma í gildi, skal sá, er sjóðinn hefur undir höndum, greiða í liinn almenna kirkjusjóð 715 á ári, uns sjóðurinn er allur greiddur af hendi, ef eigi þarf á honum að halda kirkjunni til aðgjörðar eða endurbyggingar á því tima- bili. Sje kirkja afhent, skal greiða sjóð- inn allan af hendi. Þetta eru mikilsverð ákvæði, til að tryggja sjóði kirknanna og gera þá arð- berandi fyrir þær, svo að þeir geta vaxið, eins og hvert annað fje, sem eigi þarf á að halda, með því að koma því á vöxtu og leggja vextina við höfuðstólinn. Hins vegar ætti það eigi að verða prestum mjög tilfinnanlegt að láta af hendi 7ib sjóðsins á ári. Þegar lögin voru í smíðum á þinginu, var fyrst svo til ætlast, að þau næðu einn- ig til bændakirkna, en sumum þótti það of hart gagnvart kirkjueigendunum, þótti það ganga of nærri eignarrjettinum o.s.frv., svo að ákveðið var, að lögin skyldu eigi ná til bændakirkna, nema hlutaðeigandi kirkjuráðendur veiti til þess samþykki sitt. Heppilegast mundi þó vera fyrir kirkj- urnar, að lögin næðu einnig til bænda- kirkna. Með því mundi þeim skjótt safn- ast allstórir sjóðir, og þær því geta orðið veglegri en ella. Að vísu geta ráðdeildar- samir kirkjueigendur haft hag af því að nota sjóð kirkjunnar, en margir munu þó vera, sem eigi verða varir við mikinn hag af því; tekjur kirkjunnar renna inn til þeirra árlega, án þess að þeir finni mik- inn búbæti af því; en verður aptur til- finnanlegt að byggja hana upp eða gera við hana, þegar að því kemur. Það má því ætla, að þeir, margir að minnsta kosti, muni verða fúsir að láta af hendi kirkju- sjóðina. Stiptsyfirvöldin eru nú ef til vill farin að gera eða gera innan skamms ráðstaf- anir til að stofna hinn almenna kirkju- sjóð og ná í hann þvi, sem leggja ber í hann næsta ár af sjóðum kirknanna, og væri vel til fallið, að þau um leið leituðu álits kirkjueigenda um, að koma einnig sjóðum bændakirkna i hinn almenna kirkju- sjóð. Ef kirkjueigendurnir sjálfir eiga að gefa sig fram með það að fyrra bragði, má búast við, að þá gangi það seinna og síður en ella. Útlendar frjettir. K.höfn 23. sept. 1890. Ippþot mikið hefur verið i Lissabon út af samning þeim, er jeg hef áður get- ið um að Englendingar og Portúgalsmenn gerðu milli sín um landamæri í Afríku. Umræður á þingi um þetta mál voru svo harðar, að í áflogum lenti, en lögreglulið og herlið ruddi göturnar og voru margir særðir og handteknir. Ráðaneytið sagði af sjer. Þjóðveldismenn vaða uppi í ræð- um og riti og segja mál komið að koll- varpa konungdæminu og fara að dæmi Brasilíu. Er ekki að vita, hvar þetta lendir. í Sviss liefur verið uppreisn í fylkinu Tessin (Ticino). Var fylkisstjórninni bylt úr völdum og einn ráðgjafi skotinn. Stjórn þessi kvað hafa brotið lög á fylkisbúum, svo Svissastjórn í Bern ætlar ekki að fá henni aptur völdin í hendur, en lætur umboðs- mann sinn stjórna fylkinu í bráð. Þýskalandskeisari hefur haldið afar- mikla hersýning í Slesíu í viðurvist Aust- urríkiskeisara og Saxakonungs. í ræðu á eptir sýningunni sagði Vilhjálmur, að ekki hefði liðinu hrakað síðan um daga Vil- hjálms gamla, en Franz Jósef kvaðst aldrei hafa jafnfrítt lið augum litið. Vil- hjálmur ætlar til Vínar um mánaðamótin, en heimsótti gamla Moltke, sem verður níræður í liaust, eptir sýninguna og heils- aði upp á hann með virktum. Ahranyi nokkur, ungverskur þingmað- ur og blaðamaður, ritaði langa frásögu um tal sitt við Bismarck í ungverskt blað, en Bismarck kvaðst ekki hafa sjeð mann- inn. A. stóð fastara á þessu en fótunum, lýsti B. lygara og fór að hitta hann, en B. vildi ekki leyfa honum tal vig sig. A. kvað nú vera orðinn sturlaður. Bismarck heldur áfram að skeggræða við ýmsa gesti sína, gefur mörgum myndir af sjer, veitir óspart kampavín, og leikur við livern sinn fingur. Ensku blöðin eru uppvæg við Þjóð- verja vegna þess, að þeir kvað liafa leyft þrælasölu á austurströnd Afríku. Þýska stjórnin neitar því, að svo sje, en því er miður, að það mun vera nokkuð hæít í því. í Prag hefur vatnsflóð í ánni Moldau brotið gamla merkisbrú, skemmt hús, drekkt fjölda manna og gert skaða mik- inn. Danir hafa kosið þá menn, er kjósa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.