Þjóðólfur - 31.10.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.10.1890, Blaðsíða 3
203 Park“ til kaupíjelaganna með vörur til haustsins j og vetrarins. Var skipað upp á Hftsavik 19. og 20. þ. m. nál. 1200 tunnum af matvöru til kaup- fjelagsins, og sínum 200 vættum af hverju salti og kolum. Sömuleiðis flestum vanalegum nauðsynja- vörum. Tvö fjárflutningaskip frá Zöllner áttu einnig að vera komin á Byjafjörð fyrir þann 20., og taka fje kauptjelaganna í Þingeyjar- og Eyja- fjarðarsýslu; sömuleiðis fyrir Tr. Guimarsson og Hftsavíkurverslun. Bæði skipin fóru á stað i eínu. og kom annað þeirra á Eyjafjörð 18. þ. m.; tók það um 3200 af fje kaupfjei. Þingeyinga þ. 21.; það skip heitir „Lalande“. Hitt skipið, sem hjet „Creole“ og átti að taka 5000 fjár, er enn ókomið, og líkl. strandað eða stórskemmt. Tvö skip, sem taka likl. um 6000 fjár bæði, hafa og komið á Eyjaíjörð eptir fje Coghills, og 1 skip, sem tekur um 2000 fjár til Thordahls, hafði Thordahl og förunautar hans beðið eptir því i 16 daga að sögn. En svo mun og skip þetta þurfa að biða allt að viku eptir farmi, þvi peningar komu eigi fyrri en með því, og litt gekk með fjárkaup, meðan pen- ingana vantaði. Rannsólm Jóhannesar sýsium. Olafssonar í mfttu- máli B. Sveinssonar var víst mjög rækileg; þvi margir voru yfirheyrðir og margir látnir sverja framburð sinn. En i staðinn fyrir þann árangur, sem menn vænta, að annaðhvort sannaðist: sakir B. Sv. eða sýkna, þá er nú sagt, að engín sönnun hafi fengist fyrir því, að hann hafl þegið mútu, og þó mun grunurinn um það hafa styrkst hjá mörg- um að miklum mun við þessa rannsókn1'. Strandferðaskipið Thyra, sem eptir áætluniuni átti að koma hingað 15. þ. m., kom loks að morgni hins 29.; hafði tafist vegna veðurs, mest á Sauðár- króki, Skagaströnd og Stykkilshólmi. Óveður hreppti það mest á Húnaflóa; hafði þá skemmst eitthvað af flutningsgóssi (smjöri kjöti, og fl.) og þvi varp- að fttbyrðis. — Með skipinu voru undir 200 manns, flest af þvi kasað niður í lest og auðvitað full önnur „káeta“, sem er svo lítil, að hftn tekur ekki, nema nokkra menn, og varla lifandi þar eða i lest- inni fyrir ólopti og þrengslum. Fjárllutningaskip Zöllners, Lalande fór af Akranesi 24. þ. m. með 3120 fjár, þar af um 1300 sauði ,frá Kaupfjelagi Árnnesinga, en hitt hafði alþm. Jón Jónsson á Beykjum keypt fyrir Zöllner. Fjárflutningaskip Thordahls Vrn. Connel fór hjeðau í fyrri nótt með 2000 fjár. Fjárflutniugaskip Coghills, Newcastle, kom hingað 27. þ. m. og fór i dag með 4500 fjár. Jarðskjálpta varð vart hjer að morgni hins 28. þ. m.; komu nokkrir kippir, einn allharður. Prestkosning. Frjetst hetftr, að sjera Jóhannes L. Jóhannsson á Sauðafelli hafi þar verið kosinn prestur 13. þ. m. Hús- og bæjarbruni. Á Hallbjarnareyri í Snæ- fellsnessýslu brann seint i f. m. bærinn allur og i- bftðar hús úr timbri. Mannalát. 25. þ. m. varð Bjarni Hannesson bóndi i Herdísarvík bráðkvaddur í Hafnarfirði á heimleið ftr Bvík. 3. f. m. andaðist Bjarni Halldórsson i Hnifsdal í ísafjarðarsýslu, einhver merkasti bóndi þar vestra. 199 hvali fengu allir (þ’rir) hvalveiðamennirnir fyrir vestan i sumar, Kaupfjelag Árnesinga hjelt fund 14. þ. m.; þar var samþykkt að biðja Zöllner að senda segl- skip á Stokkseyri í miðjum júni næsta ár; skyldi skipið vera um 70 tons og leigt fyrir 2 ferðir. „Takist það“, er oss skrifað að austan, „að koma skipi á Stokkseyri, mun meiri hluti Bangæinga ganga í fjelagið, en þá yrði líklega að skipta fje- laginu í tvennt, með því að fjelagsraenn vestan Hvitár og Ölfusár og enda fleiri vilja eptir sem áður fá sinar pantanir upp í Beykjavik, en svæðið, sem fjelagið þá næði yfir, afarstórt. Hingað til liafa meun austau Ölfusár ekki verið i fjelagiuu, nema að nafninu, vegna erfiðleika á að nálgast vörur úr Bvik, en ekki getað komið í fjelagið einni aðalvöru sjávarhreppanna, fiskinum; þetta ætti að lagfærast með mörgu fleiru, ef sigling yrði komið að Stokkseyri, og væri óskandi, að það fyrir- tæki heppnaðist og blessaðist'1. Mig undirskrifaðan vantar af fjalli svartan hrftt veturgamlan með marki: sneitt aptan hægra og stig neðan undir og sneitt framan vinstra, brenni- mark að mig minnir, Þ. H. og hvítan lambhrftt með sama eyrnamarki. Presthftsum þ. 18. október 1890. 527 Þorsteinn Helgason. Til Fornöjelse i Hjemmet og Selskabskredse andbefales mit righoldige Lager af de mest forbau- seude Trylle-Apparater. Lager af Laterna magica er fra 3’Á til 100 Kr. Ordres pr. omgaaende Post udföres pr. Contant. Priskuranter tilsendes gratis til Enhver paa hele Island. Kjöhenhavn Richard Beher Fabrikant af Trylle-Apparater 528 etableret 1870. 160 ná þeim saman, með því að enginn lifandi maður taldi mögulegt, að fengist gætu inn 3000 dollarar fyrir einn einasta samsöng, en þá upphæð þurfti Barnum að fá fyrir hvern samsöng til jafnaðar, til þess að standast kostnaðinn. Allir hjeldu, að þetta mundi setja hann á hausinn. Eptir að hann hafði fengið peningana, var hann ekki aðgerðalaus. Blöðin fóru að flytja hverja lof- dýrðina af annari um hina sænsku söngkonu, en innan skamms fóru og að heyrast raddir um það, að söng- kona sú, sem hann liefði ráðið til sín, væri ekki Jenny Lind, heldur einhver önnur; þetta allt væri ekki annað en hjegómi og svik; en ekki skorti mótmælin. Ut af þessu reis svo mikil rimma og blaðadeila, að menn töl- uðu ekki um annað. Hvert flugritið kom út á fætur öðru bæði í ljóðum og óbundnu máli. Auðvitað hefur Barnum sjálfur komið öllum þessum gauragangi af stað, enda hafði karlinn verið glaður þá dagana, því að hann vissi, að því meiri von var um góðan árangur, því meiri eptirtekt sem málefni þetta vakti. Á meðan þessu fór fram, hafði Wilton aptur farið til Evrópu, til þess að sækja Jenny Lind og fylgdar- menn hennar. Skrautlegt gufuskip Atlantic var fengið til fararinnar. Fyrir utan Benedikt og Belletti hafði Jenny Lind með sjer vinstúlku sínaeina, skrifara og marg- ar þernur. Hún lagði af stað frá Liverpool. Ferðin Barnum og Jenny Lind. Sumir af lesendunum hafa auðvitað heyrt getið um Barnum og Jenny Lind, en margir eru þó hjer á landi, sem þekkja hvorugt þeirra. í öðrum löndum hafa bæði fræg orðið ekki fyrir hið sama, heldur sitt á hvern hátt. Jenny Lind er nú dáin fyrir nokkru; hún var sænsk söngkona, fræg um víða veröid fyrir söng sinn. Barnum aptur á móti er enn á lífi. Hann heitir fullu nafni Plnneas Taylor Barnum, er fæddur i Am- eríku 1810; hann var í uppvexti sínum bláfátækur, en á nú um 150 miljónir króna. Hefur hann grætt. þenn- an auð sinn mest á sýningum; hann hefur keypt fágæt- ustu dýr í heimi og ferðast með þau borg úr borg og land úr landi til að sýna þau ásamt íþróttamönnum og listamönnum, sem hann hefur fengið í þjónustu sína. Seinast í fyrra fór hann frá Ameríku til Lundúnaborg- ar, til þess að halda þar sýningu. Hann hafði þá með sjer 12 fíla, rostunga, nokkur ljón og tígrísdýr, pardus- dýr, úlfa nashyrninga og alls konar fágæt dýr önnur,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.