Þjóðólfur - 31.10.1890, Blaðsíða 2
202
skulu þingmenn á landsþing (efri deild)
næst, og hafa vinstri menn unnið sigur í
4 kjördæmum í Höfn, en kosningar sjálf-
ar fara fram 30. september. Ploug býð-
sig ekki fram og liefur þó setið á lands-
þinginu í mörg ár.
í Svíþjóð hafa tollfjendur, enn sem
komið er, betur í kosningunum, en toll-
vinir, 109 móti 80.
Lavigerie kardínáli hefur kallað sam-
an alþjóðafund í París, til að ræða um
afnám þrælasölu og þrælahalds.
Skurð milli bæjanna Liverpool og
Birmingham á bráðum að byrja að grafa.
Hann verður 13 mílur danskar á Jengd,
og er áætlað, að hann kosti um 50—60
miljónir króna.
Bamlaríkin ætla að reisa Kolumbus
minnisvarða í minningu þess, að 400 ár
eru síðan Ameríka fannst. Spanskur mað-
ur hefur meðal annarra sent stjórninni í
Washington uppdrátt af honum,einsoghann
hugsar sjer hann. Hann vill reisa jarðar-
hnött úr járni á palli og hafa uppi á
honum eptirmynd af skipi því, sem Kólum-
bus sigldi á til Ameríku í fyrsta sinn.
Minnismarkið verður 1280 fet á hæð og á
að kosta milljón króna. Inn í hnett-
inum verða söfn og skólar o. s. frv.
Lík Jokns Ericssons (Jóns Eiríksson-
ar) flutti herskipið Baltimore frá New York
til Stokkhólms. Var því tekið með mik-
illi viðhöfn og fylgdi 5500 manna kist-
unni á járnbrautarstöðina. Var hún síð-
an flutt á járnbrautarvagni, sem hafði ver-
ið smíðaður til þess, til Filipstad, en þar
vildi Jón láta jarða sig.
Englendingur að nafni Cowan hefur
samið söngleik, sem heitir „Thorgrim“,
og mun það vera Þorgrímur goði í Gtísla
sögu Súrssonar.
Á 4 mánuðum (15. maí til 15. sept.)
hafa farið 7500 enskir ferðamenn um
Björgvin og er talið til, að þeir hafi eytt
í Noregi 5 miljónum króna. Norðmenn eru
lægnari en vjer íslendingar að laða
ferðamenn inn í landið!
í Ástralíu hefur verkfall mikið staðið
lengi yfir. — Hinn 30. sept. er útrunninn sá
tími, er sósíalistalögin gilda á Þýskalandi,
og hugsa sósíalistar sjer þá til hreifings.
Sýningin mikla í Bandarikjunum verð-
ur haldin 1. maí — 31. okt. 1893.
Báturinn „Storni King“ kom fyrir
nokkru til Ástralíu og hafði verið 10 mán-
uði á leiðinni frá Evrópu. Voru á honuin
2 Norðmenn.
Tyrkneskt brynskip fór í sjóinn við
Japan með 589 manns og drukknuðu
allir.
Svíar eru reiðir yfir því, að Óskar
konungur fylgdi ekki Jóni Eiríkssyni til
grafar.
Seyðisfirði 5. okt.: „SauðamarkaMr
eru nú um garð gengnir. Er mælt, að
umboðsm. Örum & Vullfs verslana hafi
keypt um 10 þúsund íjár; Slimon að eins
2000, sem liann sendi út með „Magnetic“
í fyrra dag, og í kveld fer gufuskip
Zöllners „Lalande“ hjeðan með sauðfjen-
að frá pöntunarfjelagi Fljótsdalshjeraðs,
um 3000 að tölu. Fyrir vænstu sauðina
mun hafa verið gefið mest 20 kr., en apt-
ur að eins 10—12 kr. fyrir sumt af fjenu,
er keypt var hjer fyrir sunnan, enda er
allur sauðpeningur langtum rýrari þar
suður frá. Reikni menn nú hverja út-
flutta kind á 15 kr., nemur andvirði þess-
ara 15 þúsunda fjár 225.000 eða J/4 millj-
ón króna, sem er allálitleg uppliæð.
Slæni kvefveiki gengur nú hjer, eink-
um í börnum, sem mörg eru mjög þjáð;
snýst á mörgum í kíghósta og hafa nokk-
ur börn dáið.
Vopnafirði 3. okt.: „Heyskapur mun
hjer um pláss hafa almennt orðið í meðal-
lagi. Síðan í byrjun ágústmánaðar hef-
ur heldur lítið fiskast hjer, og er það
mest fyrir beituleysi, því allan ágúst og
fram eptir sept. fjekkst lítil síld, en nú
aptur seinni partinn af sept. hefur tals-
vert fengist af henni, og telja menn víst,
að hún liafi í allt sumar verið hjer í firð-
inum, þó hún hafi ekki veiðst á þeim stöðv-
um, sem vant hefur verið að leggja net.
Það er nú eitt með öðru, sem hjer vant-
ar til að tryggja fiskiveiðarnar — sem hjer
gætu eflaust orðið stórkostlegar — að fá
vana menn og betri áhöld til að veiða
síldina en hjer hafa verið, og er á orði,
að hjer verði stofnað fjelag til að bæta
úr þessu eptirleiðis. —- Verð á blautfiski
var hjer í sumar: 3a/2 eyrir pd. af stór-
fiski, 3x/4 af smáf. og 2J/4 af ýsu. — Fjár-
markaðir eru nú nýlega afstaðnir, og
keyptu ekki aðrir lijer og í nærsveitun-
en Örum & Wulf. Fyrir þrevetra sauði
fengu menn um 20 kr. og sumir meira
fyrir valda sauði, fyrir tvævetra um 18 kr.,
fyrir veturgamait, ær og sauði frá 13—17
og fyrir geldar ær 13—14 kr.“
Þingeyjarsýslu 26. sept.: „Tídarfarið
í sumar hefur yfir höfuð verið mjög rysjult
og óstillt, Þurkarnir allt of litlir og nýt-
ing heyja f lakara lagi.
Sprettan var í meðallagi á túnum og
flæðengjnm til jafnaðar, en á harðvelli og
háifdeigjum lakleg og sumstaðar í versta
lagi.
Heyskapnr mun vera í tæpu meðallagi
til jafnaðar.
Skepnuhöld eru góð. Sauðfje með vænsta
móti; sumstaðar betra en í fyrra. Hjá
mörgum betri bændum jafna tvævetrir
sauðir sig í 130—140 pd. og veturgamalt
fje (hver kind talin) í 100—110 pd. Þyngsti
sauður tvævetur, sem jeg veit um núna,
er 161 pd. (166 í fyrra) og veturg. 140 pd.
Sauðir kaupfjelagsins jafna sig líklega í
meira en 120 pd., og er þó margur vetur-
gamall saman við, en örfáir þrevetrir.
Fjársala er fullt eins mikil og í fyrra,
og verð til jafnaðar hærra, Veturgamalt
og hálfgeldar kvíaær hafa selst frá 12—14
krónur, og mylkar ær hafa svo verið látn-
ar fljóta með. Sauðir hafa selst á 17 til
18 kr.; þar á meðal hafa flotið veturgamlir
sauðir. Á Hólsfjöllum var verðið 2 kr.
hærra á kind og bestu sauðir, sem Valdi-
mar Davíðsson á Vopnafirði keypti, fóru
í 22 kr. Þar á móti gaf Þórður Guðjohn-
sen á Húsavík talsvert minna fyrir, eða
11—13 kr. fyrir veturg. og ær og 16—18
fyrir sauði. En hann mun hafa haft margt
af því fje, sem hann keypti, lofað fyrir-
fram. Tvennt er einkennilegt við fjár-
kaup þessi. Verðið er hærra á fje, sem
keypt er í Eyjafjarðarýslu en í bestu
sveitum Þingeyjarsýslu, og segja þó þeir,
sem þekkja, að þingeyska fjeð sje betra
og fallegra. Hitt annað, að 4—5 menn
kaupa á sama markaðinum fyrir sama
manninn (Slimon) og keppa hver við ann-
an. Það er viðurkennt, að kvíaær og
ljelegt fje veturg. er best borgað hjer; en
því lakara ern kindur borgaðar sem þær
eru vænni. Sá, sem t. d. selur væna sauði,
fær minna fyrir pundið í þeim, en sá, er
selur Ijelega sauði. Kaupfjelag Þingeyinga
skiptir verðinu eptir öfugri aðferð, og
þykir hún bæði sanngjörn í sjálfu sjer og
hafa mjög heppileg áhrif á meðferð fjár-
ins.
Kj'ótverð hjá kaupmönnum er með lang-
besta móti og í rauninni ótrúlegt. Vigtar-
stig eru 24—30, 30—40 pd. og svo þriðja
stigið þar ofan við. Verðið er 16, 18 og
21 eyr. á pd. Gœrur eru frá kr. 1,60 til
3,35, mör 23 a., tólg 28 a., haustull 50 a.
(NB. á Akureyri).
Skipaferðir eru miklar hinga,ð til Norð-
urlands. L. Zöllner sendi skipið „Mount