Þjóðólfur - 09.01.1891, Page 4

Þjóðólfur - 09.01.1891, Page 4
8 stjóri kvaðst mundu fara vestur á Dýrafjorð, til að útvega sjer legufori og koma siðan jiaðan til Stykkishólms, jiegar veður leyfði; en á Ólafsvík kvaðst hann eigi mundi koma aptur í vetur. Nýiega er hjer dáinn gamall og merkur bóndi, fyrverandi sýslunefndarmaður Árni Björnsson á Stapa í Breiðuvik; hann var atorku-, dugnaðar- og og framkvæmdarmaður og sjómaður hinn besti; sakna Breiðvíkingar þar einhvers hins merkasta og hjálpsamasta fjelagsmanns úr sínum flokki11. Smávegis. Fágætt brúðkaup var haldið í haust í borg einni á Englandi. Tveir bræður gengu að eiga tvær systur og um leið gekk faðir systranna að eiga móður bræðranna. Móðirin: „Pjetur, þú mátt aldrei hjeðan af leika þjer við strákinn hann Gvend“. Pjetur: „En jljúgast á við hann, það má jeg“. AUGLÝSINGAR 1 samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. Q>akkaráv. 3 a. hvert orð 15 stafa frekast; meö ööru letri eöa setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. 56. númer af síðastliðnum árgangi Þjóðólfs verður keypt á af- greiðslustofu blaðsins. Hafi einhverjum verið of- sent þetta númer, eru þeir vinsamlega beðnir að endursenda það til ritstjórans. 11 Fundur í Stúdentafjelaginu í kveld (9. jan.) kl. 8VS. Rætt og gengið til atkvæða um lagabreytingartillögur, sem hafa áður gengið milli fjelagsmanna. 12 Nýir kaupendur að Þjóðólfi þetta ár (1891) eru komnir svo margir, að Sögusafnið 1889 er þrotið. Það verður því prentað upp aptur svo ; fljótt sem því verður við komið og sent, | þegar prentuninni er lokið, til þeirra nýrra kanpenda, sem eigi hafa áður feng- ið það. Eru þeir vinsamlega beðnir að hafa þoiinmæði þangað til. Þeir mega j reiða sig á það, að þeir fá það, jafnskjótt sem það hefur verið prentað upp aptur, og það líður ekki á löngu. — Aptur á móti fá allir nýir kaupendur nú þegar Sögusafnið 1890. 13 Til athugunar. Fjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varliuga við hinum mörgu og vondu eptirlikingum af Brama-lífs-ellxír lir. Mansfeld-Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefur á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem marg- ir af eptirhermum þessum gera sjer allt I far um að líkja eptir einkennismiðanuin á ! ekta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-élixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Mansfeld-Bullner & Lassens Brama-lífs-elixír, og reynst hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margs konar maga- veikindi, og getum því mælt með honurn sem sannarlega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óekta ept- irlikingar eigi lof það skilið, sem frum- semjendurnir veita þeim, úr því þeir verða að prýða þær með nafni og einkennis- miða alþekktrar vöru, til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Clir. Knopper. Tomas Stausliolm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Nieis Clir. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Bönland. I. S. Jensen. Oregers Kirk. L. Daklgaard. Kokkensberg. N. C. Bruun. I. P. Emtkjer. K. S. Iíirk. MadsSögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Cliristcnsen. Chr. Söreusen. 14 N. B. Kielsen. N. E. Nörby. Eigandi og AbyrgöarmaOur: ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil. Skrifstofa: i BanUastræti nr. 3. Fjelagsprentsmiðjan.— Sigm. Guðmundsson. 18 tungumál er þar og allt annað en fyrir neðan fossana; þar eru og herskáir mannflokkar, sem hafa eitraðar örvar. Vjer fengum fyrst að kenna á þeim 13. ágúst i þorpi einu, sem nefnist Avisibba; þar gjörðu íbúarnir áhlaup á oss og skutu á oss eitruöum örvum; þeir þótt- ust auðsjáanlega vera svo langt um fremri vegna örv- anna. en byssur vorar kenndu þeim fljótt allt annað. Et eitrið er nýtt, er það banvænt; sex af mönnum vor- um særðust, þar á meðal Stairs, sem særðist rjett fyrir neðan hjartastað af ör einni, sem gekk lx/a þuml. inn úr skinninu. Til allrar hamingju var eitrið á þeirri ör svo gamalt, að hann beið ekki bana af, en lengi át.ti hann í sárinu. Hinir, sem særðust, dóu úr „stifkrampa“, fiest- ir eptír 5—6 daga, einn sama daginn. Eitrið fá íbú- arnir úr maurategund einni; þeir þurka maurana, mylja þá, og sjóða duftið í pálmaolíu, er þeir bera síðan á örvarnar. Það má fá eitrið úr mörgum öðrum skor- kvikindum, t. d. þumlungslöngum kongulóm, sem þar er mikið af. Hinn 31. ágúst liittum vjer flokk af mönnum Araba nokkurs, sem Ugarrowwa heitir og er illræmdur þræla- sölumaður, sem var þar á þrælavciðum og eyðilagði hvert þorpið af öðru, drap fjöida af íbúunum og fór með hina burt til að selja þá, eins og þeirra er siður, þrælasölumannanna, þessara miskunarlausu fanta. Frá 19 þessum tima byrjuðu hörmungar vorar fyrir alvöru. Arabarnir reyndu að gera menn mína mjer fráhverfa og hafa út af þeim byssur og skotfæri, sem tókst allt of vel, því eptir 3 daga voru 26 af mönnum mínum stroknir frá mjcrtþeir ætluðu að fylgjast með mönnum Ugarrowwas, en voru sviknir af þeim, svo að þeir hafa sjálfsagt haldið til baka niður með fljótinu og verið drepnir af villimönnum. Hinn 16. sept. komum vjer til aðsetursstaðar Ugarrowwas. Jeg Ijet vingjarnlega við hann, að svo miklu leyti sem hægt er við þvílíka menn. Jeg neyddist til að slcilja eptir hjá honum 56 af mönnum mínum, sem ekki komust iengra. Átti liann að fá 5 dollara um mánuðinn fyrir hvern þeirra fyrir fæði handa þeim. Eptir tvo daga hjeldum vjer áfram þaðan; voru þá farnir að fækka menn vorir; auk þeirra 56, sem eptir urðu, höfðum vjer misst aðra 56; þar af höfðu 26 strok- ið, en 30 voru dánir. Fljótið fór nú að verða straum- harðara, og þar kom, að vjer gátum eigi komist lengra eptir fljótinu; urðum vjer því að taka farangurinn af bátunum, taka stálbátinn sundur og bera hann og far- angurinn gegn um skóginn, sem aldrei ætlaði að taka enda. Aldrei höfðu þrautirnar og hörmungarnar verið jafnmiklar á ferðinni sem nú. Matvælaskortur og hung- ur, sjúkdómar, eitruð skorkvikindi og eitraðar örvar

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.