Þjóðólfur - 13.02.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.02.1891, Blaðsíða 2
30 Búnaðarrit Hermanns Jónassonar, einkum þriðja og íjórða ár þess. Af því að jeg álít, að ritdómar hafl tölu- verða þýðing fyrir alþýðu og sumum hætti við að meta bókina eða ritið eptir þeim, finnst mjer dómur „Ólafs“ þess verður, að honum sje mótmælt. Um „Ágrip af jarðfræði" segir hann að sú ritgjörð sje „að mestu útdráttur úr nokkrum af fyrirlestrumC.F.A.Tuxens með smáatrið- um úr öðrum bókum, sárlítið eptir útgefand- ann1 sjálfau og því minna af nýju í henni, sem ekki sje von, því að rannsóknir hjer á landi eða með íslonska jörð þekkist ekki, sem nokkra þýðingu geti haft“. En lak- ast telur hann, að hann sje hræddur um, að ritgjörð þessi sje heldur „strembin" fyrir flesta alþýðumenn vora, því að Tuxen kenni mönnum, sem hafi talsverða þekk- ing, o. s. frv., segir, að hún hefði ekki átt að koma út í alþýðlegu riti og þykir hún þungskilin. — „Ólafur“ er víst sá eini, sem kvartar um það, að ritgjörðir, sem Hor- mann Jónasson hefur gefið út, sjeu þung- skildar, og jeg vona sömuleiðis, að „Ólaf- ur“ sje líka sá eini, sem „frábiðji“ eins strembna fæðu“, sem honum finnst þessi ritgjörð og „Um fóðrun búpenings" vera. Það játa víst flestir, sem hafa lesið Bún- aðarritið, að ritgjörðin „Um fóðrun búpen- ings“ sje ein af hinum bestu og nytsöm- ustu í öllu ritinu, og engan hef jeg lieyrt kvarta um, að hún væri „strembin“ eða þungskilin. — Það væri annars fróðlegt að vita, hvers vegna vísindalegar ritgjörðir, um hvaða efni sem er, geti naumast átt heima í alþýðlegu riti; „Ólafur“ neitar þó líklega ekki, að búfræðin, bæði í heild sinni og einstökum atriðum, sje vísindi, eða hvað skyldi hann annars nefna vísindi? Ætli allar ritgjörðir í þá átt sjeu í svo uppskrúfuðum sjerviskubúningi, að alþýða geti ekki liaft gagn af þeim? Að svo or ekki, sjest best af því, hve margir erlend- is lesa rit Darwins; alþýða les þau bæði í Englandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku og þykja bæði fróðleg og gagnleg, en rit Darwins játa þó allir að sjeu vísindaleg. — „Ólafur“ segist ekki liafa yfirfarið rit- gjörðina nægilega til þess að hann geti að svo stöddu dæmt um, hversu efnið sje rjett meðhöndlað í henni, en þó veit hann, að hún er að mestu leyti eptir Tuxen og að sárlítið er í henni frá útgef. sjálfum; það er því auðsjeð, að „Ólafur“ hefur ekki lesið ritgjörðina nákvæmlega. 1) Ritgjöröin er ekki eptir útgefanda ritains, Hermann Jónasson, keldur eptir búfræðing Jósep Björnsson. Ritstj. Fyrir ritgjörðina eptir Einar Ásmunds- son í Nesi segir „Ólafur“ að Búnaðarritið sje vel kaupandi, því að hann sje ekki „uppbelgdur af vísindalegum rembingi11 og að hann hafi vitað um, hvað hann var að skrifa. En inngangur ritgjörðarinnar „Um reikningshald“ er einnig eptir Einar Ás- mundsson, eða að mestu leyti, og eptir þeim greinarmun, sem „Ólafur“ virðist gera á vísindalegu og alþýðlegu, mætti ætla að hann teldi hana með vísindaleg- um ritgjörðum, ef hann á annað borð veit sjálfur, um hvað liann er að tala, þegar hann nefnir vísindalegar og alþýðlegar ritgjörðir. Ritgjörðin eptir Torfa Bjarnason segir „Ólafur“ að sje „mikið góð hugvekja“, en kveðst þó hyggja, að allir sjeu honum ekki samdóma um, hver matvaran sje kostn- aðarminnst til heimilisbrúkunar, því að „reynslan verður að skera úr því eins vel og efnafræðin11, segir „Ólafur“. En veit þá „Ólafur“ ekki, að efnafræðin er byggð á reynslu, og það svo mikilli og nákvæmri reynslu, að bændur geta alls ekki gefið eins nákvæmar reynslu-skýrslur. „Garðyrkjan“ eptir Árna Pálsson segir „Ólafur“ að sje að því leyti gagnleg og fróðleg, að hún skýri frá, hversu óvenju- mikinn hagnað hafa megi af garðyrkju, en fátt af nýju sje í henni. Jeg þori þó að fullyrða, að mörgum bændum þykir það nýjung, að heyra um þann hagnað, sem Á. P. hefur haft af garðyrkju sinni. „Fáein orð um reikningshaldu og „Settu rajólkina svo fljótt sem verða má“ sogir „Ólafur“ að sje afar-nauðsynlegt fyrir hvern mann að kynna sjer, en ritstj. ísaf. bætir því við um fyrri ritgjörðina, að „reikningshald þetta sje mikils til of marg- brotið til þess að hagfellt reynist þeim, sem það er ætlað“, Að minni hyggju er engum þeim, sem annars getur lært að reikna, ofvaxið að nota reikningshald það, er hjer ræðir um, en öðrum er það ekki ætlað. Sá, sem getur gert mun á flóknu og óbrotnu reikningfshaldi, hlýtur að við- urkenna, að reikningshald það, er kennt er í Búnaðarritinu, er mjög auðvelt, og á Hermann Jónasson miklar þakkir skilið fyrir þá ritgjörð. En sá, sem ekkert veit, hvað reikningur eða reikningshald er, á- lítur of þungskilið fyrir aðra allt það, sem ekki rúmast í hans höfði. Alþýðimadur. Nýr títuprjónn. Þegar miðlunarmennirnir í stjórnarskrár- málinu brugðust eins vel við, eins og þeir gjörðu, þegar stjórnarflokkurinn á þingi 1889 sýndi sig fúsan til að vilja miðla málum, þá bjuggust sjálfsagt bæði miðl- unarmennirnir og ef til vill fleiri við því, að stjórnin í Danmörku mundi gjöra sitt til að miðla málum í stjórnardeilu vorri, og særa ekki þjóðernistilfinning vora. En hvað gjörir þá stjórnin? Hún synjar staðfestingar frumvarpi al- þingis um lögaldur af þeirri ástæðu, að samkyns ákvæði sjeu ekki í gildandi lög- um í Danmörku. Með þessari lagasynjun hefur stjórnin sýnt, að hún vill ekki ein- ungis láta rjett vorn lúta í lægra haldi, þar sem hann kemur í bága við rjett þann, sem Danir þykjast hafa yfir oss, heldur vill hún líka neita oss um að koma á hjá oss lagabreytingum, sem þingi og þjóð sýnast nauðsynlegar, ef þær eru eigi komnar á í Danmörku. Hún vili láta oss „dansa eptir sömu pípu“, eins og Dani, hve langt sem óstjórn og sundurlyndi leiða þá í stjórnarmálum. Þegar vjer rjettum fram höndina, þá rekur stjórnin oss löðr- ung. Ætli vjer verðum allir svo lyndir, að bjóða henni hægri kinnina. þegar hún slær á þá vinstri? Vera má að sumir sjeu svo kristilega sinnaðir. Jeg er ekki í þeirra tölu. Þessi lagasynjun er að mínu áliti óþolandi, ekki síst á þessum tíma, enda síður óánægjan yfir henni í brjóstum alþýðu. Stjórnin hefur með þessu vakið og glætt þann eld, sem hún hefði átt að gjöra allt sitt til að slökkva. Hún hefur hnekkt miðlunaranda alþýðunnar miklu meira með þessu, en allar prjedik- anir Þjóðviljans og gauragangur ofstækis- mannanna. Það er þungur ábyrgðarhluti fyrir stjórn- ina, að hafa tekið svona á móti, þegar þingið rjetti höndina fram til sátta. Miðlunarmaður. TJm Eggert Ólafsson, skáldið og á- gætismanninn mikla, lijelt Bjarni Jónsson fróðlegan fyrirlestur hjer í bænum 9. þ. m. Tíðurfar má stöðugt heita ágætt um þennan tíma árs, yfir höfuð frostvægt og opt hlákur, þangað til síðustu daga, að talsvert frost hefur verið og nokkur snjór kominn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.