Þjóðólfur - 13.02.1891, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.02.1891, Blaðsíða 4
32 sem hann var, að Brettingsstöðum, leituðu því flestir menn hælis og gistingar, er fara þurftu út yfir hina löngu og erfiðu Flateyjardalsheiði, og mættu þar allir bestu viðtökum í húsum hans. Hann bjð á Brettingsstöðum 40 ár. Með konu sinni Steinunni Þorkelsdóttur eignaðist hann 10 börn, er öll náðu fullorðinsaldri. Tvö af börnum hans húa cptir hann á jörðinni, en elsta dðttirin, Valgerður Karólína, er gipt Árna presti Jóhannes- syni á Hönglabakka. Guðmundur sál. var í frænd- semi við hina alkunnu Beykjahlíðarætt frá Hall- grími Þorlákssyni að Ljósavatni og konu hans Valgerði Sigurðardóttur. Sór liann sig greinilega í ættina, fríður sýnum, glaðvær og gáfaður, enda lítur svo út sem hann muni verða mjög kynsæll, þar sem börn hans sum þykja afbragð annara manna í því byggðarlagi. Slikra manna virðist eigi mega ógetið, og það því síðnr sem afstaðan leyfði þeim eigi að koma svo vcl fram á skoðunarplássið, eða verða að svo góðum notum í mannfjelaginu, sem þeir vildu og höfðu burði til. Fnjóslcdœlingur. Smávegis. Hjónavígslur í Ameríku eru opt skritnar, ept- ir því sem mönnuin hjernamegin hafs mundí þykja. Það er hvorki hugsað um stað nje stund, hvorki af brúðhjónunuin nje af prestinum, sem jafnhliða því að vera sálusorgari er einnig opt og einatt sjeður gróðamaður. Hjónavígslan getur frara- farið á heimili prestsins, hvenær sem víll, á nótt eða degi; hún getur og fram farið á gufuskipi, á járnbrautum eða hvar sem er annarstaðar. Prest- urinn situr t. d. í gufuvagni einum í járnbrautar- lest, sem þýtur með fleygiferð eptir járnbrautinni, og er að lesa blöðin, eins og aörir farþegjar. Á einum viðkomustaðnum kemur kvennmaður og karlmaður inn í vagninn og sjá prestinn, sem er auðþekktur á búningnum. Karlmaðurinn gengur til prestsins, hneigir sig og biður hann að vígja sig saman við kvennmann þann, sem með sjer er. Presturinn hneigir sig aptur og kveður það vel- komið, tekur upp úr vasa sínum eyðublöð, sem ekki þarf annað en fylla út. — Flestir prestar í Ámeríku bera þessi eyðublöð á sjer. — „Hafið þjer votta?“ spyr prestur. Optast hafa brúðhjónin þá ekki. Hanu snýr sjer þá til einhverra tveggja, sem næstir sitja í vagninum og eru fúsir til að gera þennan litla greiða. Bptir fáar ininútur er allt klappað og klárt, prestinum er borgað og á næsta viðkomustað fara nýju hjónin út úr vagn- inum. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. flmkkaráv. 3 a. hvert orö 15 stafa frekast; meö öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. Á næstk. vori (1891) óskast til kaups: 10—50 ær, með lömbum. 5—20 hross (á öllum aldri, eða 5—10 vetra). 3— 6 kýr, geldmjólkar, og sem bera frá 1. apríl til 21. júní. 10—40 hestar af vænum bandreypum. 10—50 pd. af íslenskn nautsleðri. Borgun í peningum út í hönd. Á kaup- anda vísar: 47] Ouðjón Vig'fússon í Klausturhólum. Undirsæng, stór og þykk, besta fiður, er til sölu. Eitstjóri vísar á. 48 Lesið ! Litið brúkuð vatnsstigvjel (knje-há) ern til BÖlu með góðu verði. Eitstjóri vísar á. 49 Með gjafverdi er til sölu litíll ofn (stofu- prýði á hverju heimili). Eitstjóri visar á. 50 Fundur í Stúdeutiifjelnginu annað kveld (14. febr.) kl. 8V2- 51 Dr. Bohlen, læknisráð og hjeraðslæknir í Gotha ritar: Af þeim læknisfræðislegu athugunum, sem jeg lief gjört, get jeg fyrir mitt leyti niælt nijög mikið incð Braina-lífs-elcx- ír Mansfeld-Búllner & Lassens. Gotha. I)r. Bolilen. Einkenni á vorum eina ekta Brama-lífs-elixir eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin- um á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansféld-BuUner & Lassen, , sem einir búa til hinn verðlannaDa Brama-lífs-eliœir Kaupmannahöfn'. Vinnustofa: Nörregade No. 6. 52 Eigandi og á,byrgðarmaður: ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil. Skrifstofa: i Banliastræti nr. 3. Ej elagsprentsmiðj an. 38 sölinni. Þegar maður sjer þannig skýjakonunginn í öllu sínu skrauti, verður maður eins og gagntekinn af þeirri tilfinningu, að hafa sjeð endurskin af dýrð himinsins. Þær fáu stundir, sem vjer höfum átt kost á að líta þessa stórkostlegu sjón, segir Stanley, hef jeg tekið ept- ir því, hversu gagnteknir bæði hvítir menn og svert- ingjar hafa starað með þögulli aðdáun upp til þessara fögru fjallatinda. Er nokkuð, sem er fromur gagnstætt hvert öðru en á eina hliðina: hitinn niður á láglendinu, óþrjótandi jurtagróður, ys og þys mannanna, myrkur syndarinnur og blóðflekkir, en á liina hliðina hinn feykna- hái fjallanna jöfur, íklæddur sinni hreinu, hvitu snæ- kápu, umkringdur af fjölda af lægri, dimmum fjöllum, sem eins og líta með lotningu upp að hásæti skýjakon- ungsins. í slíkum augnablikum finnur maðurinn áþreif- anlega lítilleika sinn gagnvart hinum eilífa og enda- lausa mikilleika. í marga mánuði höfðum vjer ekki haft færi á að sökkva oss niður í þvílíkar hugleiðingar; vjer höfðum haft nóg að hugsa samt, um daglegar þrautir og hörmungar, og að varðveita líf vort gegn árásum manna eða dýra. Á leið vorri komum vjer til margra þjóðfiokka. sem flestir Ijetu oss halda áfram í friði, og sumir voru oss mjög vinveittir. Þannig vildi t. d. sonur konungs- ins í Ankori, prins Utschunku, fyrir hvern mun ganga 39 1 fóstbræðralag við mig. Hann var sendur af föður sinum á eptir mjer til þess; liann hitti oss 22. júlí, Hann var ekki meir en 13—14 ára gamall. Hann færði mjer að gjöf 2 naut; annað þeirra hafði svo stór horn, að það átti erfitt með að ganga, svo að því var slátrað. Yið ljet- um það bíða, þangað til daginn eptir, að ganga í fóst- bræðralag; þá fór fram þessi hátíðlega athöfn á þennan liátt. Jeg Ijet menn mína standa í fylkingu og skjóta prinsinum til heiðurs; persnesk ábreiða var breidd á jörðina, og þar settumst við báðir, prinsinn og jeg, og krosslögðum fæturna; síðan blóðguðu læknar okkar okk- ur báða á vinstri handleggnum, ljetu síðan dálítinn smjörbita á tvö græn laufblöð og blönduðu blóðinu sam- an við það; síðan ruðu þeir þessu á ennin á okkur. Að því búnu tók prinsinn í hönd mína og fór með mig inn í laufskála minn. Jeg gaf honnm nokkur klæði frá Kairo og stórt hálsmen úr fallegum perlum. Prinsin- um þótti mikið til alls þessa koma. Að því búnu Ijet jeg menn mína skjóta fimm sinnum honum til virðing- ar, og varð hann alveg frá sjer numinn af fögnuði út af því, en mest af öllu þótti honum þó koma til þess, er jeg ljet skjóta af fallbyssunni, sem jeg liafði í för- inni. Yið skildum með allra mestu vináttu, eins og geta má nærri.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.