Þjóðólfur - 13.02.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.02.1891, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögu skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda íyrir 1. október. XLIII. árg. Innanlandsverslun. E>að mun vera allvíða lijer á landi, að sjávarbændur og landbændur versli sín í millum. Sjávarbóndinn þarfnast margs, sem landbóndinn getur veitt honum, og landbóndinn getur illa hjá því komist, að afla sjer þess hjá sjávarbóndanum, sem úr sjó er dregið. Af þessu leiðir, að allmikil viðskipti eru milli þessara bænda. Þau liafa verið hjer frá því er land byggðist. Jeg er nokkuð kunnugur þessari bænda- verslun. En jeg hef ekki betur getað sjeð, en þessi verslun, eins og liún er nú, sje fjarri því að vera svo ábatasöm og hag- kvæm eins og hún gæti verið. Jeg man ekki eptir því, að nokkur hafi opinberlega minnst á þessi viðskipti, og mætti því ætla, að alit gangi í góðu lagi. En því fer fjarri, þar sem jeg þekki til. Jeg ætla í fám orðum að lýsa henni, eins og hún er þar sem jeg þekki til. Yersiunarvörur landbænda eru sauðfje, smjör, skyr, ostur og stundum fatnaður, en á móti láta sjávarbændur ýmis konar sjófang. Landbændur taka líka fje til fóðurs af sjávarbændum og sjávarbændur borga fóðrin með afla. Að áliðnu sumri hefst verslunin fyrir fullt og allt, að minnsta kosti er það svo á Austurlandi. Landbændur hefja þá skreiðarferðir sínar og lestirnar streyma fram og aptur. Þegar landbændur ætla að versla skuldlaust, þá flytja þeir vörur sínar með sjer og ætla að „fá upp á klár- ana sína“ fyrir þær; eu opt taka þeir að láni afla hjá sjávarbændum og borga svo síð- ar í fje, fóðrum eða peningum. Þetta er nú gangurinn í versluninni. Nú er eptir að sýna gállana á þessari verslun. Einn gallinn er það, að landbændur gjöra opt ferðir sínar til skreiðakaupa, án þess að liafa nokkra vissu fyrir, að þeir geti fengið skreið keypta. Þeir fara svona „upp á von og óvon“og hafa þá einatt með sjer eitthvað af varningi og trúa því þá ekki, að þeir geti ekki „einhverstaðar11 fengið upp á hestana. Nú koma þeir til sjávar- bændanna og bjóða vörur sínar. Undir- tektirnar eru misjafnar. Ýmist hafa sjávar- bændur engan afla til, eða þeir vilja ekki gefa hinum svo mikið fyrir vöru þeirra, Reykjavík, föstudaginn 13. fehrúar 1891. sem þeim líkar. Svo fara þeir frá einum til annars út með firðinum að sunnan og inn með honum að norðan og leita fyrir sjer, og opt fara svo leikar, að þeir verða að láta vöru sína langt undir söluverði, til þess að fara þó ekki með berklakkaða hestana heim aptur, það þykir þeim verra en allt annað, úr því þeir eru þangað komnir um langan veg. Bændur lá kaup- mönnum, þegar þeir setja þeim afarkosti í harðæri, en svona eru bændur sjálfir við sína líka. Landbændum verður þetta dýrt um heyskapartímann og opt eru þeir litlu skemur en viku í ferðinni, þegar svona gengur. Er nú nokkur mynd á slíkri verslun sem þessari? Yæri ekki hagkvæmara, að þessi verslun færi fram á ákveðnum stað og ákveðnum tíma, að haldinn væri nokkurs konar markaður af beggja hálfu. Til eru landbændur, sem eiga fasta viðskiptamenn við sjóinn og geta átt viðskipti við þá á ákveðnum stað og tíma. Ekki hafa þeir neitt af þessum ófögnuði að segja. Þeir láta hverjir aðra vita, hvenær þeir sjeu viðbúnir að versla. Og eins og einstakir menn geta komið þessari reglu á sin í milli, svo gætu allir það, lield jeg megi segja. Það verður ekki tölum talið, hversu mikið tjón leiðir af því, fyrir oss landa, að vera aldrei til taks á ákveðnum tíma. Annar gallinn er svíksemin. Hvorir- tveggja vilja, eins og eðlilegt er, skara eld að sinni köku. Á móti því hef jeg ekkert, meðan öllum leyfilegum brögðum er beitt og hvorirtveggja geta liaft til- tölulegan hag af viðskiptunum. En fram úr því liófinu gengur eigi allsjaldan. Landbændur kvarta yfir því, að hákarl- inn sje lirár og sje orðinn þriðjungi til hclmingi Ijettari, þegar liann sje orðinn ætur, riklingurinn sje niðurrunninn og stundum sjeu strengsli af hlýra og stein- bit innan um, þegar betur sje aðgætt, fiskurinn sje hálfþur og skemmdur alla- vega, og svona fram eptir götunum. Allt er þetta selt með fullu verði samt sem áður, og þó t. d. fiskurinn sje fallinn úr verði i kaupstaðnum svo miklu nemi, þá er liann opt í þessari bændaverslun í sama verði og hann var, þegar hann var í besta gengi sem verslunarvara. Sama má segja Nr. 8* um landbændurna; þeir standa nú reynd- ar, lield jeg megi segja, ver að vígi með að svikja vöru sína, þó er kvartað yfir því, að velmikið salt sje stuudum í smjör- inu og svo sjeu heldur mikil brögð að „pestinni11 í fóðrafjenu; það verður svona kind og kind úti á leiðinni, þegar verið er að reka úr fóðrunum, og svo er margt steindautt áður, og eigendurnir fá ekki nema „hnytjurnar11 af þessu fje. Ekki er ávallt gefið eptir af „ágjöfinni11, þótt svona fari, og ekki er örgrannt um, að menn fleygi því sín á uiilli, að einu gildi, þótt sjávarbændur fái illa launaðan hráa hákarl- inn sinn. Landbændur fá nú eigi svo góðan og velverkaðan afla hjá sjávarbændum eins og áður, síðan fiskurinn varð verslunar- vara. Þótt landbændur gefi stundum meira fyrir íisk, en kaupmenn, þá vilja sjávar- bændur ekki að heldur selja þeim hann, eða hafa fyrir því að verka hann handa þeim. Hollara myndi þó sjávarbónda að eiga meiri viðskipti við landbóndann, en kaupa minna af kramvörunni í kaupstaðn- um. En meðan bændaverslunin er eins og jeg hef lýst henni, þá eru bændur í sífeld- um erjum sín á milli, milli þeirra er ekkert verulegt samkomulag, því að þó þeir reyni að jafna viðskipti sín með því að svíkja hverjir aðra, þá verður ójöfnuður úr þeim jöfnuði. Mjer hefur þótt leitt að sjá, hvernig þessi eina alíslenska verslun er rekin, sem gæti þó verið næsta arðsöm víða, ef menn kynnu með að fara og væru ekki eins og þeir frændur, sem eru frændum verstir. Hafi jeg ofsögum sagt af þessu, þá vona jcg, að þeir, sem sannara vita, leiðrjetti það, sem missagt er. Ef jeg hef í öllu verulegu lýst þessari verslun rjett, þá þarf lijer umbóta við. Þessi verslun get- ur sparað mikið fje og veitt bændum hag- kvæmara og íslenskara viðurværi en ella gjörist, ef þeir færu ekki að ráði sínu eins og skrælingjar. Bjarni Jónsson. Búnaðarritið. í 100. tölubl. ísafoldar 1890 hefur ein- liver „Ólafur11 kveðið upp dóm sinn um

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.