Þjóðólfur


Þjóðólfur - 20.02.1891, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 20.02.1891, Qupperneq 2
34 „barni, skal hann bera sig saman við „sóknarnefndina um það, hvort beita eigi „við hlutaðeigendur ákvæðum laga um „uppfræðiiig barna í skript og reikningi, „dags. 9. jan. 1880, 4. gr.“ Um afleiðingar prófs þessa hef jeg sömu von og brjefritarinn. En frásögn hans um meðferð fundarins á niðurlagning kirknanna í Sjávarborg, Höfða og Miklabæ í Óslandshlíð getur villt ó- kunnuga, og þess vegna rlta jeg einkum línur þessar. Hann segir: „þó var sam- þykkt viðvíkjaudi Sjávarborgarkirkju, að „heppilegt11 eða æskilegt11 (jeg vissi ekki. livort varð ofan á) væri, að sjóður henn- ar legðist til þeirrar kirkju, er byggja skal í liennar stað á Sauðárkrók11. En hjer er hermt rangt frá; það var alls ekkert borið upp til atkvæða um sjóð Sjávar- borgarkirkiu, og því var eðlilega alls ekk- ert samþykkt um hann á fundinum, held- ur sjálía kirkjuna. Hr. Egilsson í Eeykja- vík, umboðsmaður eiganda Sjávarborgar, hr. grossera Muus í Kaupmannahöfn, hafði reynst tregur í svörum við Sjávarborgar- söfnuðinn, og 3. sept. var að eins það kunnugt, að kirkjuflutningurinn sjálfur var lionum ekki móti skapi, ef engum sjóði þyrfti að svara með kirkjunni. En nú mun sú skoðun vera hjer mjög almenn hjá lögfræðingum, að fjárframlag með nið- urlögðum óœncfa-kirkjum sje hreint og beint samningsmál milli bændakirkjueig- andans og safnaðarins, og 7. gr. laga 22. maí þ. á. frá þingi og stjórn styrkir mjög þessa skoðun, sem og aðferðin við bænda- kirknaniðurlagning hingað til. Hitt er annað mál, að það er opt sjáanlegur hag- ur fyrir bónda, að losast við hrörlega og tekjulitla kirkju, þannig, að hann leggi fram meira eða minna fje með henni í eitt skipti fyrir öll, m. m., eins og það einnig er sómi hans, að farast vel við sóknarfólkið, sem lengi hefur borgað kirkju- gjöld, og því hefur eðlilegan rjett til, að fá fje framlagt til kirkju sinnar, þótt á öðrum stað sje. Á þessari sanngirniskröfu byggði minni hlutinn á hjeraðsfundinum, þegar ræða var um niðurlagning Höfða- og Miklabæjarkirkju. En meiri hlutinn byggði á skoðun lögfræðinganna, er fyr nefnda jeg, og þó, að jeg ætla, einkum á eindregnum vilja hlutaðeigandi safnaða, er komið hafði skýrt fram með nær allra búenda undirskriptum. Meiri hlutanum mun hafa fundist gjörræði næst, að gefa atkvæði beint ofan í eindreginn vilja safn- aðanna, þar eð það var lögmæti, sem þeir báðu um, og því mun fara fjarri, að nokk- ur „skagfirsk regla11 hafi myndast, þótt gefið væri atkvæði í þá átt, að bænda- kirkjueigandi mætti „halda sjóði kirkjunn- ar, ef hann vildi ekki góðfúslega láta liann af hendi11. En auk þess var hjer ekki um neinn sjóð að ræða á Miklabæ. Kirkjan þar tapaði öllum sjóði sinum í þrotabúi Friðriks sál. Níelssonar 1887, og núver- andi eigandi eignaðist hana á uppboði í þeirri trú, að liann fengi sjóðinn úr dán- arbúinu, en skiptarjetturinn úrskurðaði 12. nóv. 1888, að liann fengi ekkert af sjóðn- um, af þvi að lög 12. april 1878, 83. gr. a. ætti ekki við bændakirkjur. Samt sem áður leggur eigandinn töluvert fje fram, eins og sanngjarnt er, ef kirkjan verður niðurlögð. Aptur á móti á Höfðakirkja lítinn sjóð (rúml. 450 kr.), sem er víst það, sem frjettaritarinn á við. En þar hagar svo til, að sóknarfólkið af hinum fáu bæj- um vill miklu heldur sækja kirkju að Felli og að Hofi, og þar eru kirkjurnar á báðum stöðum nógu stórar til að rúma hinn aukna söfnuð, svo að nauðsyn hefur eigi knúið söfnuðinn til, að fara þess á leit við liinn heiðraða eiganda, hr. Chr. Hav- steen, factor á Oddeyri, að fá sjóðinn. Safnaðarfulltrúinn úr Höíðasókn, Konráð hreppstjóri Jónsson í Bæ, lýsti þeirri skoð- uu sinni yfir á fundinum, að hinir fáu bændur í sókninni ættu að mega vera frjálsir að því, að gera ekkert tilkall til sjóðsins með kirkunni, þótt hún yrði lögð niður, sem væri eindreginn vilji sóknar- innar, ef sameining Hofsþinga gæti gengið fram. Þó að meiri hluti fundarins gæfi at- kvæði með vilja áðurnefndra safnaða, mun óvíða liaga svo til, að söfnuðir vilji sleppa nje geti sleppt tilkalli til fjárframlags, þar sem kirkja er lögð niður, og rjettarmeðvit- und safnaðanna mun eigi heldur leyfa það. Yiðvík, 23. des. 1890. Zbfonías Hálldbrsson. Áhrif ímyndunarinnar á heilsuna, ímyndunin á mikinn þátt i að skapa sjúkdóma og lækna þá. Það er ekki efa- samt, að sá, sem mikið hugsar um sjúk- dóma, verður auðveldlega sjúkur, eins og sá, sem liugsar mikið um heilbrigði, á hægra með að halda góðri heilsu. Það er mikið hæft í máltækinu: „Eins og mað- urinn hugsar, þannig er hann11. Sjúkrahúslæknir einn segir frá tveim dæmum, sem sýna þetta: Inn á sjúkra- húsið kom maður nokkur, sem hafði slæma meltingu. Sjúkdómur hans var svo einkenni- legur, að hann líktist ekki nokkrum öðrum meltingarsjúkdómi á sjúkrahúsinu. Sjúkl- ingurinn var mjög ræðinn og talaði við hina sjúklingana um sjúkdóm sinn og sjúkdóm þeirra. Áður en hálfur mánuður var liðinn, voru milli 10 og 20, sem hjeldu, að þeir hefðu fengið sama sjúkdóm, sem hann, og heimtuðu sömu meðul og lækn- ingaraðferð, sem liöfð var við hann. Það kom upp reglalegur faraldur af þessum sjúkdómi á sjúkrahúsinu. Hitt dæmið er þetta: Kristín hafði verið lasin nokkra daga. Á hverjum morgni, þegar hún var komin á fætur, tók móðir hennar til máls: „Hvernig líður þjer? Hvernig ertu í bakinu? Hef- urðu enn verk undir síðunni, barnið mitt?11 Og þannig hjelt hún áfram með ótal spurn- ingar í heila viku, þangað til Kristín var reglulega farin að veita eptirtekt stingjum eða öðru smávegis, sem hún hafði að eins fundið til fyrsta daginn. Svo kemur lækn- irinn, sem með miklum alvörusvip tekur á lífæðinni, lítur á tunguna og spyr vesl- ings Kristínu ótal spurningum, eins og móðir hennar liafði áður gert. Og svo var Kristín sjúk, miklu sjúkari en liún þurfti að vera. Læknirinn, sem áður var nefndur, endar grein sina með þessum orðum: „Einnig vjer læknar eigum mikinn þátt í að auka eða koma sjúkdómum af stað með þeirri aðferð, sem vjer við höfum við rannsókn sjúklinganna. Vjer komum inn hjá þeim óþægilegum liugsunum og ímyndunum um sjúkdóm þeirra, í staðinn fyrir að leiða athygli þeirra frá því, sem er vont, eink- um þegar það er þýðingarlítið smáatriði, sem opt getur átt sjer stað. („Sundhedsbladet"). Úr Flóamim 9. febr.: „Nú er ekki frá ueiuum náttúrunnar afbrigðum að skýra, allt gengur sama gamla maskínu- ganginn; veðráttan er eina tilbreytingin á öllu lífi; einn daginn er rigning, menn og skepnur verða holdvotar og flestir kofar hripleka; annan daginn er frost ofurlítið; það skænir yfir pollana og allt, sem lifir, andar ljettara, hrossin fara að naga sinu- þúf'nukollana og sauðfjeð viðrar sig; en loptið er óhreint; það fer að snjóa, lielst úr útsuðri eða landnorðri; en það stendur sjaldan lengi; óðara er kominn bleytu- slettingur af landsuðri með krapajeljum úr

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.