Þjóðólfur - 18.03.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.03.1891, Blaðsíða 1
Kemur rtt á föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. jáli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin yið áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. Útlendar frjettir. Khöfn 28. febr. 1891. Frakkar reiðir. Meissonier, frægur málari í París, dó í miðjum febrúar; rit- aði Vilhjálmur keisari þá brjef til liins franska listafjelags og kvaðst harma mjög dauða þessa manns. Nokkru áður ritaði hann frönskum herforingja brjef upp á 6 síður um Hannibal; höfðu þeir keisari og herforingi þessi hitst á Þýskaiandi og tal- að um herkænsku Hannibals. Enn frem- ur var keisari í veislu hjá Herbette, sendi- » herra Frakka í Berlín, og talaði lengi við hann. Allt þetta og fleira benti á, að hann vildi vingast við Frakka. Síðan brá móðir hans sjer til Parísar. Höfðu ýmsir af helstu málurum Frakka lofað að taka þátt í málverkasýningunni í Berlín, og heimsótti hún þá. Dérouléde, sá er opt hefur áður getið verið, kallaði nú saman fund; kvað hann konu þess manns, er ljet skjóta sprengikúlum áParís, storkaFrökk- um með að skoða rústirnar. Lagði hann svo krans á gröf málarans Regnault, er fjell 1870, og fjöldi manns þyrptust um . líkneski Strasborgar. Kransinn var tek- inn af gröfinni af lögregiumönnum, því keisaraekkjan skoðaði kirkju, er stóð rjett við. Skutu þingmenn saman ærnu fje í nýjan krans og urðu æfir við. Blöðin æstust hvert af öðru og kváðu Vilhjálm keisara aidrei skyldu til Frakklands koma nema í fjötrum, en Frakkar mundu lofa kerlingarskrukkunni að fara burt — og það sem fyrst — í friði, af því hún væri kvennmaður. Hún fór í gær snemma morguns. Allir málararnir, sem ætluðu að senda málverk til Berlínar, hafa afsagt það, og keisari hefur látið skerpa varð- gæslu og vörslur á landamærum Elsass- Lotthringens, en áður hafði hann linað þær nokkuð. Þýtur mjög ófriðlega í lopti; segja þýsku blöðin, að Frakkar verði að bæta svívirðingu þá, er þeir hafa sýnt keisaramóður. Er sagt, að skipt verði um sendiherra í Berlín og París. Crispi og Stang úr sessi. Um síðustu mánaðamót var Crispi steypt úr völdum og skipaði foringi hægri manna Di Rudini ráðaneyti. ítalir voru orðnir leiðir á hroka Reykjavík, íniðvikudaginn 18. mars 1891. Crispi’s og gátu naumlega risið lengur undir hinum þungu skattálögum hans. Rudini vill minnka útgjöld til hers og flota og vingast við Frakka. Fagna Frakk- ar því, að nú er hinn skæðasti mótstöðu- maður þeirra, næst Bismarck, valdalaus, og þykir nú fara að rýmkast til í Evrópu. Hinn 23. febrúar var steypt ráðaneyti Emil Stangs í Noregi; bar Berner upp þingsályktun um, að frumvarp stjórnar- innar, að hafa sama utanríkisráðgjafa og Svíþjóð og hann sænskan, væri óaðgengi- legt. Urðu 59 atkvæði með Berner en 55 atkvæði móti (hægri menn og tveir Ofte- dælir). Konungur hefur stefnt rektor Johannes Steen til Kristianíu og kemur hann þangað á morgun og tekur við for- ustu ráðaneytisins. Er ætlað, að í ráða- neyti hans muni verða Quam, Arctander, Kildal, Astrup, Berner og Konow. Steen hefur setið á þingi 1859—1888, en var ekki kosinn 1888. Oftedælir vilja enga menn hafa úr sínum flokki í ráðaneytinu. Kosningar til þings í Noregi fara fram í haust. Bismarek og Waldersee. Vilhjálmur keisari hefur mikið um sig, Hefur hann vikið frá Waldersee, er tók við yfirforustu Þýskalandshers eptir Moltke, og er óvíst af hverjum ástæðum, nema hann vilji sjálfur koma í staðinn hans. Waldersee var skip- aður foringi yfir herdeild í Sljesvík og Holtsetalandi, en Leszynski, foringja þeirr- ar herdeildar, var vikið frá; hafði hann boðið Bismarck í veislu. Blöð Bismarcks fjandskapast nú svo sterklega við alla pólitík keisarans, að við liggur, að höfðað sje mál á móti karl- fauskinum. Keisari sagði í veislu hjá Caprivi, að þolinmæði sin væri á enda runnin. Apturhaldsmenn um allt Þýska- land taka í strenginn með Bismarck. Er því ekki vínnandi vegur fyrir keisara að draga hann fyrir lög og dóm. Keisari hjelt ræðu á Brandenborgarþingi, bað menn fylgja sjer og heiglast ekki, þó ógreitt gengi í fyrstu. Kvaðst hann hafa vald sitt frá guði og biðja fyrir þjóð siuni hvern morgun og hvert kveld. Mundi hann aldrei láta húginn bila. Þjóðverjum þykir keisari mikill fyrir Nr. 13. sjer, enda eirir hann engu; margir þykjast sjá í honum eptirmynd Friðriks mikla, en óvíst er enn, hver hermaður hann er. Licbreich. Prófessor Liebreich í Berlín hefur fundið nýtt meðal gegn Tuberkulose og hefur hann skýrt svo frá sjálfur í læknafjelaginu í Berlin, að það sje „Cant- aridinsúrt kali“. Það hefur verið reynt á 32 mönnum og hefur þegar læknað suma, sem Tuberkolose höfðu í barkanum. Það hefur þann kost fram yfir Kochs meðal, að það er hættulaust. Virchou hefur sagt, að það væri fullt eins gott eða betra en Kochs meðal. Koch er farinn til Egypta- lands; var honum skapraun að því, hve margir dóu af meðali hans og hve margir níddu það niður. Uladstone er í uppgangi; hefur hann sigrað við tvær aukakosningar, í Hartle- pool og í Northampton. í Northampton var kosinn maður í stað Bradlaughs, guð- níðingsins, sem nú er dauður. Hann var valmenni og velmetinn af vinum og óvin- um, en ekki snerist hann á banasænginni. Parnell var lengi að semja um sættir við þá Brján og Dillon, en loks slitnaði upp úr. Er Parnell nú byrjaður á ferð um írland, og virðist svo sem írar taki honum betur en mótstöðumönnum hans. Er tvísýnt, hvorir verða hlutskarpari á írlandi. Morley hefur borið upp uppástungu tii þingsályktunar gegn atferli stjórnarinnar á írlandi; greiddu allir írar atkvæði með henni, en stjórnin sigraði og var 75 at- kvæða munur. Stjórnin hefur skipað nefnd manna til að rannsaka vínnumál, hag verk- manna og húsbænda, og hugsar hún sjer að vinna verkmenn með þessu móti í lið sitt við næstu kosningar. Ríkiseríiiigiim í Austurríki ferðaðist til Rússlands í öndverðum febrúar og dvald- ist þar nokkra daga; eru keisararnir að vingast. Bíkiserfinginn á llússlandi er á ferð á Indlandi og ætlar um Kínland og Japan og Síberíu heim. *í Kanada er mikill gauragangur; eiga að verða kosningar til þings 5. marz, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.