Þjóðólfur - 18.03.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.03.1891, Blaðsíða 2
50 er aðalatriðið við þær, hvort ganga skuli í nánara samband við Bandaríkin. Æðsti ráðgjafi hefur brugðið mótstöðumönnum sínum um landráð o. s. frv. í Oporto varð uppreist í janúar; vildu ílppreistarmenn koma á þjóðveldi, en upp- reistin var þegar sefuð og fjellu um 100 manns. Englendingar hafa átt orustu við Osman Digma við Tokar og unnu mikinn sigur. Ýmsir íinnskir ráðlierrar hafa sagt af sjer vegna þess, að jarl hafði sagt, að vilji keisara væri lög. Fundist liefur í British Museum á egypskum papyrus handrit af riti eptir Aristoteles um stjórnarskipun Aþenuborg- ar, merkisrit; þykir öllum hin mesta furða, að það fannst, og búast við, að fleira finnist. Hjúin gjöra garðinn frægan. (Niðurl.). Undarlegt finnst oss það, hvað lítið höfundur greinarinnar í ísa- fold minnist á kvennfólkið, því þar sem hann talar um hjú, virðist oss sem hann viðast hvar, eigi við vinnu- menn einungis, oss finnst þó sannarlega nauðsyn á, að eitthvað sje gjört til þess að bæta kjör vinnukvennanna, en þótt vistarbandið væri leyst, sjáum vjer ekki að það hefði verulega bætandi áhrif á kjör þeirra, þó að þær af öðrum ás|æð- um, hefðu meiri hvöt en vinnumenn til þess að nota það. Ekki mun það orsökin til ójafnaðar þess, er kvennfólkinu er gjör, að það sje almennt álitið ónauðsynlegri hjú, en vinn- umenn, heldur hitt, að þeir sjeu svo mikl- um mun arðsamari, en þó karlmenn hafi það framyfir kvennfólkið, að þeir róa og sjeu ef til vill afkastameiri til slit- verka, mun það þó ekki óalmennt við landvinnu, að kvennmaðurinn skili engu minna verki að kveldi, en karlmaðurinn, og þar sem sá ósiður er, að ætla kvenn- fólki eingöngu skepnuhirðing á vetrar- vertíð, sem víða er á Suðurlandi, hafa margar þeirra leyst það engu ver af hend i, en þó karlmaður hefði verið, og svo er það almennt venja, að þótt kvennmaður- inn, sem fylgir vinnumanninum út og inn að verki, hafi það svo í uppbót, að þjóna bæði sjer og honum, einmitt þann» tíma, sem vinnumaðurinn hvílir sig, eða eru engin störf ætluð, og mörg stund er það, auk helgidaga, sem vinnumenn hafa efgangs störfum sínum, sem þeir gætu ■notað sjer til menntunar, sem kvennfólk- ið hefur enga, og víða er það álitið sem einhver náðarveiting, þegar vinnukonan fær að fara til kirkjn, og ekki mun það víða, að stuðlað sje mikið til þess, að kvennfólk í þeirri stöðu njóti nokkurr- ar menntunar. En svo kemur nú kaup- gjaldið; varla þykir það vistgengur karl- maður, ef hann ekki fær 60—100 kr. í kaup, auk einhverra fata, sem kölluð eru skylduföt, og nokkurra kinda fóður, ef í sveit er,1 eða þá hálfan hlut sinn um vetrarvertíð, og fria viku í slætti, en hvað fær svo kvennfólkið? Og í hverj- um munum er því goldið? Víðast mun vera talað um eitthvert krónutal, og ætl- um vjer það almennast vera 30 krónur í fatnaði, sem það svo auðvitað slítur í þarfir húsbóndans, eða það fær þetta krónutal út úr búð í reikning húsbónd- ans, en niðurstaðan verður sama, það verður að verja því sjer til fatnaðar. Oss finnst því sannleikurinn vera sá, að almennast fái vinnukonur ekkert kaup, og þóað nokkrar undantekningar kunni nú að finnast i þessu, þá er það víst, að enginn jöfnuður er á kjörum þeirra, og vinnumannanna, ekkert tillit tekið til þess, þótt vinnukonan vinni engu minna gagn húsbændum sinum en vinnumað- urinn; kvennf'ólkið er því stærsta rang- læti beitt, sem brýn nauðsyn er á að sje lagað, að bætt sjeu kjör þess; en ekki sjáum vjer það, að með leysing vistar- bandsins verði þau bætt, því allt mundi verða með sínu gamla lagi fyrir það, sömu reglu fyigt, að kvennfólkið taki hálfan hlut, þar sem karlmenn taka heilan, hvað kaupgjaldið snertir, bg það þegar best er. Vjer skulum nú ekki fara fleirum orð- um um þetta mál að sinni, en treystum því, að fleiri verði til þess, að láta skoð- un sína opinberlega í ljósi um það, og skorum vjer á alla hugsandi menn að taka það til íhugunar, því það er sann- arlega þess vert; vjer erum sannfærðir um það, að ef vjér bætum kjör kvenn- fólksins, svo að því gæfist betra tæki- færi á að nota og auka hæfileika sína, vendist á að hafa einhverja fjármuni handa á milli og yfir að ráða mundi kvennfólkinu lærast, að s.tjórna fje sínu, 1) Yjer höfurn fyr talað um kaup vinnumauna við sjó. engu ver en karlmönnunum, og það yrði sannarlega þjóðinui til meiri framfara og sóma, en þó vistarbandið væri leyst. S. Póstsltipið Laura kom hingað aðfara- nótt hins 16. þ. m. frá Khöfn og með því kaupmaður Gfuðmundur Isleifsson á Eyrarbakka, konsúll Gruðbr. Finnbogason, konsúll W. G. Spenoe Paterson, stúdent Þórður Jensson, kaupmaður W. Christen- sen, verslunarm. Jón Laxdal og um 40 hvalveiðamenn. íslaust eða íslítið var nú orðið í Eyrar- sundi, og komst póstskipið hindrunarlaust til Hafnar í síðustu ferð og þaðan í þess- ari ferð. Spánarfiskur frá Faxaflóa siðastliðið sumar hefur reynst illa verkaður og ó- vandaður. Danski konsúllinn í Bilbao hefur skrifað um það stjórninni í Dan- mörku, lætur mjög illa af fiskinum, segir meðal annars, að fiskurinn sje blakkur og ósljettur og geymist ekki; talar um hve áriðandi sje að vanda betur verkun- ina eptirleiðis, því að Frakkar muni með sinni miklu samkeppni útrýma Faxaflóa- fiski af markaðinum, ef verkunin verði ekki vönduð betur, og ætti þetta sann- arlega að vera hvöt fyrir menn að gjöra allt, sem i þeirra valdi stendur, til þess að þessi vara verði sem best verkuð framvegis. Hafnarmálið milli Eyrarhakkakaup- mannanna hefur nýlega verið dæmt í hæstarjetti; Lefolii kaupmaður, sem tap- aði þvi fyrir undir- og yfirdómi, vann það í hæstarjetti, og mun flestum þykja það undarleg málalok. Skuld landssjóðs við ríkissjóð er nú komin niður i 144000 kr., og hefur þann- ig síðastliðið ár minnkað um 118000 kr. og á 2 árunum siðustu um 332000 kr., sem meðal annars sýnir ljóslega vitleys- ur Eiríks Magnússonar. Bóla hefur gengið i f. m. í Khöfn, en þó ekki skæð. Dr. Finnur Jónsson háskólakennari í Khöfn hefur verið kosinn í fornrita- nefnd Fornfræðafjelagsins í stað Konráðs heitins Gíslasonar. Dr. Finnur hjelt minningarræðu um Konráð Gislason i Forn- fræðafjelaginu. Fyrirlestur hefur hann og nýlega haidiðí því um Eddukvæðin. Bitstjórn Löghergs. Jón Ólafsson í Winnipeg tók við byrjun þessa árs einn við ritstjórn Lögbergs, en Einar Hjör-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.