Þjóðólfur - 18.03.1891, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.03.1891, Blaðsíða 3
51 leifsson ætlaði að leita sjer atvinnu annar- staðar. En það stóð ekki lengi. því að með 4. tbl. hætti Jón Olafsson algjörlega við ritstjórnina, en Einar Hjörleifsson tók við henni aptur og er nú einn rit- stjóri Lögbergs. Heiðursmerki. Landsh. M. Stephen- sen hefur af frakknesku stjórninni verið sæmdur offiœrsnafnböt heiðursfylk- ingarinnar, og háyfirdómari L. E. Svein- björnsson hefur verið gerður að riddara dannebrogsorðunnar. Sýslumaður settur í Skaptafellssýslu 11. þ. m. yfirrjettarmálfærslumaður Guð- laugur Guðmundsson frá 1. maí næst- komandi. Brauð veitt, Stafafell í Lóni 9. þ. m. prófasti Jóni Jónssyni í Bjarnanesí. Amtsráðskosning eins manns og tveggja varamanna í Norður- og Austuramtinu hefúr nýlega fram f'arið og var alþm., umboðsm. Ólafur Briem kosinn amtsráðs- maður í stað umboðsm. B. G. Blöndals, sem frá fór, en B. G. Blöndal og sjera Ein- ar Jónsson á Kirkjubæ voru kosnir vara- menn. Yestmannaeyjum 10. mars: „Frá byrjun f. m. hefur veðráttan verið æði stirð, umhleypinga- og stormasöm; allan f. mánuð voru nálega sífeldir stormar og rok, og vindstaðan optast frá suðaustri, suðri eða suðvestri, snjór fjell litill i þeim mánuði. enda var veðrið optast hlýtt, en það rigndi þvi meira, kaldast var dagana frá 10.—12., harðast frost var aðfaranótt hins 11. -4- 12°. Með byrjun þ. mán. hófst kuldi fyrir alvöru, og gjörði hjer grimmdar norðanbál frá 5.— 9. þ. mán. með hörkufrosti, mestur var gaddurinn aðfaranótt hins 7. -5-16,6° Cels- ius. Fyrstu 4 daga mánaðarins fjell býsna mikill snjór, en norðanveðrið hefur sóp- að mestu af honum á sæ út. Sjógæftir hafa nál. engar verið, að eins örsjaldan hafa menn getað skotist út stutta stund, og hefur þá optast orðið vel vart síðan Góa byrjaði. í gær var fyrst gott sjóveður, og fiskaðist þá all- vel, tvennir hlóðu af vænum þorski. Landmenn komust fyrst út hingað 7. þ. m. Kíghóstinn gengur hjer enn, hafa þeg- ar dáið 3 börn úr honum, flestum hinna batnað eða á batavegi. Að öðru leyti hef- ur heilbrigði verið góð síðan nýár. Fyrsta Frakkneskt fiskiskip sást í gær og er eigi ólíkl. að Frökkum hafi fund- ist svalt fyrirfarandi daga“. Aflabrögð. í fyrra dagöfluðu Akurnes- iugar allvel vestur á sviði, mest ýsu, en þó vel þorskvart, hæst 40 í kiut. VeL fiskvart hjer í gær. Fróí' í ingeniör-vísindum hefur Sigurður Thoroddsen nýlega tekið við háskólann með I. einkunn. Lr brjeíi úr Kaupmannaböfn 28. febr.; „Margir kvarta undan því, að brjef til þeirra liggi eina ferð yfir á pósthúsinu i Reykjavík. Jeg er nú einn á meðaL þeirra, sem hefi reynt það. Þannig fjekk jeg brjef með kolaskipinu, sem kom tif Reykjavikur i desember, frá einum manni í Keykjavik, þar sem hann tjáir mjer frá því, að áríðandi brjef eitt til mín sje komið á pósthúsið og jeg fái það nú með þessari ferð. Jeg fjekk ekki brjefið og skrifaði það heim í janúar með Lauru;. hann skriíáði mjer aptur og var að leiða getur að þvi, hvernig brjefið hefði getað glatast. Það væri kannske ekki svo ó- hætt að senda brief yfir England? Það er síður en svo. Jeg fjekk nú brjefið með Lauru 20, febrúar og hafði það verið í jólagleði á. pósthúsinu i Reykjavík“. Mlsþrentast hefur í 11. tbl. fyrstu bls. 3. d. 12. 1. að neðan : Sandfellin fyrir Sauðafellin. 52 spekisfyrirlestrunum um veturinn. Hann átti kjólföt, sem reyndar voru ekki sjerlega snotur, en voru þó alls ekki gömul. En það vildi jeg, að jeg hefði aldrei feng- ið þann blessaðan kjól, því að engum manni, sem hafði sjeð okkur báða, liefði getað komið til hugar, að við gætum brúkað föt hvor af öðrum, því að hann var heldur grannvaxinn, hár og mjór. Þegar jeg var kom- inn í vestið flegið niður á maga — ja, livað sje jeg þá, mjer til skelfingar og gremju, ekki nema það, að brjóst- ið náði ekki hálfa Leið og að stórt bil var milli þess og vestisins, þar sem skyrlan gægðist fram. Annaðhvort var að hætta við kjólinn eða reyna að útvega sjer manchetskyrtu, og að því var nú ekki auðgengið og tíminn var orðinn naumur. Jeg hafði líka byrjað of seint að dubba mig upp, því að áður hafði jeg brugðið mjer niður á „Helvíti111 til að styrkja mig. Eptir langa mæðu gat jeg drifið einhverstaðar upp gamla manchet- skyrtu og þá þóttist jeg góður. Jeg flýtti mjer aptur í vestið og það fór vel, og smellti mjer svo í snatri í kjólinn og — á því sama augnabliki stóð jeg þarna á gólfinu þráðbeinn eins og merkikerti og gat bókstaflega hvorki hreyft legg eða lið. Svo fór jeg að lypta ósköp 1) Helvíti lieitir veitingastaður einn í Kaupmanuahöfn; mðti því í sömu götu er anuar veitingastaður, sem kallaður er Himna- ríki. 49 hörmulegum og vonlausum framtíðarhorfum. En síðan munu, eins og uuaðslegur morgunroði, hinar stóru og skóglausu grassljettur bera fyrir liugskotsaugu vor. Yjer munum sjá hinar grænu hæðir, grasið ganga í bylgjum eptir sljettunum og í fjarska yst út við sjón- deildarhringinn blá fjöll, sem eins og renna saman við' himinblámann. Og opt mun hugurinn flótara en fugl- inn á flugi fljúga yflr hinar stóru sljett.ur, grænu skóga og spegilflöt stórvatnanna, upp yfir hálsaua og hæðirnar og sækja æ hærra og hærra. Hann mun leika um fjallatindaua, sem hefja hin hvitu höfuð sín við himin hátt upp yfir hin afríkönsku landfiæmi; hann mun hlusta á nið fossanna og ánna í giljunum og gljúfrunum, sem skerast inn í lilíðar „skýjakonungsins“ rnikla, líta hiu vatnsþrungnu regnský og endalausu þokur í Usongora og fljúga áfram yfir þúsundir miina, ýmist frjóvsamar sljettur eða visnar eyðimerkur eða fen og forræði og loks ná að farartakmarki voru: Indverska hafinu og dást að kinum fagra, bláa vatnsfleti þess.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.