Þjóðólfur - 01.05.1891, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.05.1891, Blaðsíða 3
79 Aflabrögð. Aflalaust við Eyjafjörð um miðjan f. m., sömuleiðis aflalaust við ísa- fjarðardjúp; aptur á móti góður afli undir Jökli. Við Faxaflóa sárlítill afli. Skipströnd. í mikla veðrinu aðfara- nótt 13. f. m. hvolfdi kaupskipi á höfn- inni á ísafirði, og drukknuðu allir skip- verjar, 5 að tölu; stýrimaðurinn fannst daginn eptir í flæðarmálinu hinu megin við fjörðinn og jafnvel haldið, að haun hefði komist þangað á sundi, en lík skip- stjórans fanst rekið hjer um bil í sama stað 2 dögum síðar. Skipið hjet Christiane og var frá Stafangri; var fyrir skömmu komið með salt og kol til kaupmanns Lárusar Snorrasonar. Var nýbúið að skipa öllu úr því; því hafði alveg hvolft, svo að kjölurinn stóð upp en möstrin niður; akk- erisfestar óslitnar. Hvalveiðaskipið Reylcja- vík hafði reynt að snúa þyí upp, en gat ekki. Á Bíldudal strandaði í sama veðrinu kaupskip nýkomið frá íitlöndum. Hafís. Póstar norðan og vestan, sem nú eru nýkomnir, segja íslaust á Húna- flóa og ísafjarðardjúpi, er póstar fóru það- an, en það var fýrir norðanveðrið nú í vikunni. Hvalveiðarnar fyrir vestan ganga ekki síður í ár en að undauförnu. „Hvalveiða- mennirnir búnir að ná 20—30 hvölum á þessu ári“, er oss skrifað að vestan 17. f. m., „og er það mikil auðsuppspretta, þar sem þeir telja sjer 3000 kr. ábata í hverj- um hval“. Fyrirspurnir og svör. 1. Eiga hreppsnefndirnar nokkuð með að gefa eptir mönnum peiiu, sem kaupa lausamennsku, nokk- uð af þeim þremur vættum, sem tiltekið er í lög- um að þeir skuli greiða í sveitarsjóðinn, til þess að vera lausir? Svar: Nei. 2. Hvers vegna samþykkja sýslunefndirnar þetta, og því líða þær hreppsnefndunum af fara svona með fátækrafje. Þær sjá þó víst þetta í sveitar- reikniugunum ? Svar: Það mega þær best vita sjálíar. 3. Eptir hverjum reglum fer landshöfðinginn, er hann úthlutar búnaðurfjelögunum peningum þeim, er alþiugi veitir til eflingar búnaði? Svar: Hann á að gera það eptir tillögum sýslu- nefnda og amtsráða, sem í tillögum sínum verða að fara' eptir framkvæmdum íjolaganna. 4. Hvers vegna ætli landsh. hafi þá i sumar sem leið úthlutað búnaðartjelaginu í Hvammshreppi langtum minna fje, eu hinum búnaðarfjelögunum í sýslunni, t. d. búnaðarfjelaginu á Fellsströnd rúm- um 90 kr., en þessu fjelagi ekki nema að eins rúm- um 70 kr., þar sem þó þetta búnaðarfjelag vann þetta umrædda ár 425 dagsverk, en Fellstrandarfjel. ekki nema 226 dagsverk og jarðabæturnar voru skoðaðar af sama manni, og fjelögin fengu þó öll meðmæli; og því skal landsh. ekki hafa lagað þetta, er hann fjekk umkvörtun frá fjelagsstjórninni yflr þessu, ef það skyldi vera misgáningur? Svar: Þjóðólfur er ekki svo handgenginn laudsh., að hann geti svarað þessu. Vjer ráðum því spyrj- andanum til að senda spurninguna til ísafoldar. 5. Eru sýslumenn skyldugir til að skrifa viður- kenningu sína á reikning, sem sendur er honum sem skuldakrafa í bú, sem hann hefur til skipta- meðferðar, og endursenda svo aptur skuldlieimtu- manni, ef hann — skuldheimtumaðurinn — sendir honum reikuinginn í tvennu lagi? Svar: Já, ef þess er óskað. AUGLYSINGAR 1 sainfelilu máli meO smfiletri kosta 2 a. (þakkarav. 3 a. hvert orö 15 stafa frekast; meö öðru letri éöa setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. Tvcir menu, uugir og frískir, úr sveit, óska eptir vinnu við sjó eða i vegaruðning næstkomandi vor (1891) frá lokum og til Jónsmessu eða sláttar, hvort sem vill; mennirnir eru vanir allri sjávar- vinnu, kaupið má borga í iunskript og ýmsri sjávar- vöru, eptir þvi sem umsemst. Menn snúi sjer til ritstjóra Þjóðólfs. 144 58. númer af síðastliðnum árgangi Þjóðólfs verður keypt á af- greiðslustofu blaðsins. Hafi einhverjum verið of- sent þetta númer, eru þeir vinsamloga heðnir að endurBeuda það til ritstjórans. 145 72 „Jeg á að bera ykkur báðum kveðju frá Karólínu, fósturdóttur ykkar“, tók sjera Jóhannes til máls. Við þessi orð brá gleðisvip á andlit gamla manns- ins og liann tók alúðlega í hönd prestsins. En litla konan nuggaði saman höndunum í ákafa og sagði; „Þarna sjerðu, vinur minn, liún hefur ekki drekkt sjer, eins og jm lijelst; nei, þú færð víst að lieyra, að hún hefur í staðinn stokkið inn í skrauthýsi eitt í borg- inni“. „Það er ekki líklegt", sagði gamli maðurinn, „íyrst hún hefur sent annan eins mann til okkar eins og okk- ar ágæti prestur er“. Sjera Jóhannes sagði þeim nú frá öllu, sem hann vissi um fósturdóttur þeirra, og bað þau að fyrirgefa henni og taka liana aptur lieim til sín. „Það er einmitt það, sem við helst viljum“, svar- aði gamli maðurinn, „við höfum ekki getað á heilum okk- ur tekið í nótt, af því að við vissum ekki, livar hún var“. „Æ, já“, sagði konan, við höfum eiginlega ekki rekið hana burtu, þrátt fyrir yíirsjón hennar; við höld- um jafnvel, að hún sje saklaus, þótt hún kunui að liafa verið óvarkár. Það er hún sjálf, sem upp á síðkastið hefur verið óánægð hjá okkur. Jeg skal þó játa það, 69 af sorg eða einhverju öðru“, sagði haun og gekk á hljóðið. Hann sá þar kvenumann, sem lá með andlitið á jörðinni; eptir klæðaburðinum að dæma, hlaut hún að vera af heldra fólki eða eiga efnaða að. Svart sjal lá hjá lienni og tveir fljettingar hjengu niður á bakið á henni. Það var auðsjeð, að hún var af sjer komin af þungum harmi og örvinglun. Presturinn komst við af örvinglun liennar og sagði svo blíðlega sem liaun gat; „Fyrirgefið þjer, að jeg óuáða yður í sorg yðar, en jeg lield, að guð hafl sent mig liingað, til að hugga yður, því að jeg gekk heiman að, án þess að vita, hvers vegna jeg gerði það. Lofið mjer að gera fyrir yður þaðr sem jeg get“. Hin unga mær stóð upp, skalf og titraði bæði af næturkuldanum og örvinglun, vafði sjalinu um sig þann- ig, að það huldi andlit hennar, og settist síðan á leg- steininn, án þess að segja eitt einasta orð. Presturinn hafði þó fengið tækifæri til að sjár hversu aðdáanlega lagleg hún var og hversu hún líkt- ist rós í næturrigningu. Hluttekning í sorg hennar varð enn meiri, eins og hún væri systir liaus eða stæði hjarta hans eun nær. „Jeg giska á“, sagði hann, „að þjer sjeuð komin hjer til að vitja grafar einhvers ættingja yðar, sem þjer

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.