Þjóðólfur - 29.05.1891, Blaðsíða 2
102
fremstaleiðin 1. stytst eins og áður er
sagt, 2. skriðulaus, 8. hallaminnst, 4. efni
nægilegt og auðflutt að veginum, 5.
kostnaðarminnst (það munar 26, 700 kr.
á henni og miðleiðinni, hvað þá á henni
og ystuleiðinni.) 6. Á fremstuleiðinni er
gott vað á Blöndu. 7. Skammt þar frá
góður ferjustaður, og 8. örskammt þar
frá mjög gott brúarstæði.
Ef farið væri eptir tillögum vegfræð-
ingsins, eru það 11,400 metr. um 5,700
faðmar, sem þarf að gjöra til þess að fá
besta veg alla leið frá Giljá að Blöndu,
þvi hann ræður til að byrja lítið eitt
fyrir sunnan Laxá (fremri), en þangað
er allgóður vegur frá Giljs, eins og nú er.
En einmitt nærri þessu er ystaleiðin
lengri en hin fremsta. Erá Blöndu að
Bólstaðarhlíð er væn bæjarleið, og góð-
ur vegur eins og er.
Þegar þetta skýlausa álit vegfræðings-
ins var nú fengið, virtist meiningamun-
urinn eiga að vera jafnaður, og hvíla
hefði mátt við úrslit hans, sem hlýtur
að hafa best vit á þessu. Ef ekkert er
eptir á farið að orðum slíkra manna, virð-
ist akvæði laganna um þá meiningar-
laust, og fjárveitingar þingsins til þeirra
hlægilegar. En svo er að sjá, sem lands-
höfðingja vorum hafi enn þótt vandi fyr-
ir sig að ákveða aðalpóstleiðina hjer í
austursýslunni, því eptir allt þetta, er
nú málið látið ganga apturábak, frá lands-
höfðingja aptur til amtsráðs, frá amtsráði
aptur tiL sýslunefndar til þ$ss að segja
álit sitt um álit vegfrœðingsins. Það
virðist ekki hefði átt að vera vandasamt,
að gefa þetta álit, þar sem enginn' hafði
hrakið eitt einasta atriði í skýrslu veg-
fræðingsins, og enginn af meðferðarmönn-
um málsins hefir litið í þá fræði, sem
vegfræði heitir. Beinast virtist Jiggja
við, að álita, að hann hefði rjett fyrir
sjer, og rjeði til hins hentugasta í máli
þessu. Þetta hefir og amtsráðinu efiaust
fundist, þvi nú þegar það í annað sinn
fær máiið til meðferðar, fellur meiri hluti
þess (amtmaðui’ og Einar i Nesi) inn á
skoðun Siwersons, og ræður til að aðhyll-
ast fremstuleiðina (í fyrra skiptið lá eng-
in vegfræðingsskoðun fyrir ráðinu). Með
þessu viðurkennir amtsráðið, að það standi
Siwerson eigi ofar í vegfræðinni.
En nú fyrir fáum dögum kemur mál-
ið í annað sinn ofan til sýslunefndar,
þar er ekki báglega ástatt, þar úir og
grúir af „Ingeniörum", sem ekki eru
einuugis jafnsnjallir herra Siwerson, held- .
ur svo langt fyrir ofan hann, að í skýrslu
hans og áliti er ekki heil brú eptir að
þeir hafa meðhöndlað það. Að vísu höfðu
þeir ekkert mælt af vegarsvæðunum,
ekkert grafið, ekkert reiknað, en það var
talað allt í rot. Já það er einkennilegt,
að sömu sýslunefndarmennirnir, sem 1888
lofuðu mest og best miðleiðina, og töldu
henni, bæði í ræðu og riti, flesta kosti
fram yfir ystu og fremstu leiðina, þeir
kveða nú með einum rómi þá skoðun
sína niður, því enginn þeirra vildi nú
nýta hana lengur, en samþykkja nú all-
ir ystuleiðina, enda er hún nærri 6000
metr. lengri en miðleiðin, og mörgum
þusundum kr. dýrari, hvernig gat þá
komið til skoðunar, að aðhyllast þá leið,
sem var nærri l1/^ núlu styttri, og spar-
aði marga tugi þúsunda Tcröna, eins og
fremstaleiðfn gjörir? Hver dirfist nú að
segja að ísland sje fátækt land? Hver
dirfist að segja, að hentugra sje að fara
stuttan veg en langan, ódýran veg en
dýran? Hver dirfist að segja, að skriður
sjeu vegum hættulegar, eða að vatnsföll
geti unnið á vegum? Hver dirfist að
segja, að ísland eigi núengan „Ingeniör" ?
m.
Það er svo að sjá sem sýslunefndar-
menn hafi viljað forðast, að vera nokk-
urstaðar nálægt skoðun Siwersons, og því
hafi þeir yfirgefið hinn fyrri dýrðling
sinn, miðleiðina, og hörfað út að sjó. (Skaði
að engin tillaga lá fyrir um, að láta að-
aðalpóstleiðinajliggjaút áSkagastr) — Jeg
játa mig vankunnandi mjög í fræði „Ing-
eniöra“, óg voga mjer því ekki að rengja
eða lítilsvirða álit og áætlanir þessa veg-
fræðings, og það hefði jeg aldrei lagt út
í, þó hann hefði ráðið til að aðhyllast
aðra leið en Svinavatnsleiðina (fremstu
leið), því jeg álít sjálfsagt að virða og
fara eptir skoðunum þeirra manna, sem
hafa full skilyrði fyrir þekkingu sinni,
reynslu og lærdómi, meðan skoðanir
þeirra eru með öllu óhraktar. En það
vill svo vel til, að löngu áður en nokk-
ur vegfræðingur var útnefndur til að
fjalla um þetta mál, hafði jeg látið í
ljósi álit mitt um þessar vegastefnur,
og blandast þá eigi hugur um að fremsta
leiðin væri alls yfir hentugust. Þessi
skoðun mín, sem að eins var byggð á
margra ára kunnugleik á vegarsvæðinu
og heilbrigðu skyni, en engri vegfræði,
stendur eigi að eins óveikluð enn þá,
keldur hefur hún nústyrkst ósegjanlega
mikið við álit Siwersons. — Jeg skammast
mín ekki fyrirað segja það, aðjegtreysti
lækninum betur til að tala um og ráðleggja
heilt þeim, sem vanheilir eru, en þó 10 eða
11 ólæknisfróðir • menn vildu fara að gefa
sig við því. Jeg treysti lögfróðum manni
betur til að gjöra rjett úrslit á „juridisku“
efni, sem menn hafa deilt um, en 10 —
11 ólögfróðum mönnum.
Af því jeg var og er svona mikið barn
í vegfræðinni, gat jeg ekki fylgst með
meðnefndarmönnum. mínum í sýslunefnd-
inni, nj e gefið atkvæði mitt með hinum afár-
stóra vinkilkrók aðalpóstleiðarinnar út
á Blönduós og fram ailan Langadal, og
sem þá byrjar annan vinkilinn fram við
ármót Blöndu og Svartár upp að Hlið
að ógleymdum brattanum, skriðunum,
landbrotunum af Blöndu, og hinurn voða-
legu isbunkum í Hliðarskriðu, sem ýkj u-
laust mestallan veturinn er mjög hættu-
legleið, og mun sifeilt verða, hversu breið-
ur vegur sem þar kæmi, og sem Blanda
gin neðanundir.
Jeg man ekki allar þær gullvægu á-
stæður, sem þessi meiri hluti sýslu-
nefndarinnar færði fyrir ystuleiðaráliti
sínu; en það man jeg, að á þögn Siwer-
sons um Svartá voru allir hattar hengdir.
Svartá á að vera jafnaðarlega mikiil far-
artálmi. — Jeg leyfi mjer að segja, að
af öllum sýsiunefndarmönnunum, er jeg
kunnugastur Svartá, og hefi án efa opt-
ast átt yfir hana að sækja afþeim öllum.
Eins og jeg hefi áður lýst yfir, varð hún
mjer á 10 árum alls einu sinni að far-
artálma fyrir vaxtar sakir í vorleysingum.
Hvaða vatnsfall, já, hvaða lækur á Is-
landi, getur ekki orðið ófær, án þess
hann sje kallaður verulegur farartáJmi.
Úr Svartá rennur mjög fljótt, og aldrei
hef jeg heyrt þess getið, að hún hafi
verið óf'ær dægri lengur. Að Svartá
liggja fla tar eyrar, en hvergi í útdalnum
háir bakkar til fyrirstöðu að komast að
henni. — Svartá leggur yfir höfuð seint,
vegna kuldavermslisvatns, sem í henni
er, svo hún er reið lengi vetrar á auðu.
Þegar hún ryður sig, hreinryður hún sig
vanalega, og aldrei hefi jeg sjeð ruðn-
ing til fyrirstöðu á eyrunum. — Það er
undarlegt, ef Svartá er mikill farar-
tálmi, að jeg skyldi aldrei á 10 árum
heyra þess getið, að menn tefðust við
hana, en hún er auðvitað engin undan-
tekning ailra vatnsfalla frá að geta orð-
ið ófær. Auk margra vaða á Svartá í
útdalnum, er fyrir utan og neðan bæinn