Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Þjóðólfur - 26.06.1891, Page 1

Þjóðólfur - 26.06.1891, Page 1
Kemnr út & föst.udöK- um — Verö árg. (Bo arka) 4 kr. Erl'endie 5 kr. — Borgist fyrlt 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn slirifleg, bnndin við áramót, ógild nema ltomi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. Reykjavíb, íostudajíinn 26. júní 1891. Rr- 29. Gagnfræöaskóli í Reykjavík. Aptur og aptur lieyrast raddir um það, hve nauðsyulegt það sje, að öflugur, al- niennur menntaskóli væri hjer í Reykjavík. ! Það or heldur ekki furða, þegar þess er gætt, hve margir unglingar vaxa hjer upp, og fyrir þá, sem ekki ætla sjer að ganga embættisveginn, verður ekki sagt að til sje nein menntunarstofnun, cr veiti hæíilegan undirbúning undir hin ýmsu störf lífsins. Hjer er að vísu til barnaskóli og liann í mjög góðu lagi, en þess ber að gæta, að barnaskóli er að cins barnaskóli, þar lýk- ur náminu við fermingaraldur, og getur hann því eptir eðli sínu ekki veitt þrosk- uðum unglingum nægilega almenna mennt- un fyrir lífið. f Hafnarfirði er gagnfræða- skóli og mun vera í besta lagi bæði að kennslu til og öðru, það sem hann nær, en bæði er það, að sjálfur gagnfræðaskól- inn er að eins einn bekkur, en gagnfræða- námið — eigi jiað að vera að verulegu gagni — útheimtir að minnsta kosti tveggja ára nám og er þó ekki nóg1, og svo er annað það, að í Reykjavík er mest fjöl- menni á landinu saman komið á einum stað, og hjer eru því langflestir unglingar, er vafalaust mundu sækja gagufræðaskóla hjer i bænum, ef kostur væri á, en eiga mun óhægra með að ganga á skóla í | Hafnarfirði. Auk þess liggur það í lilutar- j ins eðli, að hvergi á landinu getur gagn- fræðakennsla verið eins fullkomin og á- vaxtarsöm eins og einmitt í Reykjavík. Hjer geta verið og eru fullkomnari kennslu- áhöld, söín, svo sem bókasöfn, myndasöfn, náttúrugripasöfn o. s. frv. Þess má enn fremur geta, að lijer er fleira að sjá en víðast auuars staðar á landinu, lífið er í ýmsum greinum fjölbreyttara, og það verð- um vjer að hafa hugfast, að það er líjið, sem vjer lærum fyrir, ekki hvað síst þeg- ar um gagnfræðanám er að tala. Eu nú er spurt: Er nokkur vegur til þess, að vjer getum fengið gagnfræðaskóla í Reykjavík? og í öðru iagi: er nokkur ’) Á Möðruvallaskóla cr námstírninn tvö ár, en l>eir, sem lítið sem ekkert hafa lært áður, eru ]>ar jal'naðarlegast prjú ár, tvö ár í neðri bekknuin, og er l>á kennsluuni liagað Jiaimig, að fyrra árið þar er eins konar undirbúniugsár. von til þess, að þingið vilji leggja fram þann kostnað, sem til þess mun þurfa? Fyrri spurningunni viljum vjer svara játandi. Það er vegur til þess að koma lijcr upp gagnfræðaskóla og hann engan veginn fjarska torvc-ldur, en sjerstakra fjárfrainlaga væntum vjer ekki þar til af þinginu, af því að þess er engin þörf. j Viljum vjer nú biðja lesarann af liafa þol- intnæði, mcðan vjer leitumst við að skýra mál vort. í ýmsum löndum norðurálfu gengur sú alda yfir, að nauðsyn beri til þess að losa um takmörkin milli hinnar svonefndu lærðu mcnntunar (menntunar embættismanna) og hinnar almennu menntunar (gagnfræða- menntunarinnar). Til þess að geta staðið sem best í stöðu sinni, þarf embættismað- urinn ekki siður en gagnfræðingurinn að vera heima í ýmsum greinum, sem snerta hið daglega viðskiptalíf, en ef til vill ekki embætti hans beinlínis, með öðrum orðum: hann þarf talsvert af aimennri menntun ekki síður en gagnfræðingurinn og livað er þá eðlilegra en að báðir sjeu samferða, meðan hið almenna gagnfræðisuám stend- ur yfir, en svo fyrst að því búnu skilji leiðirnar ? Nú á dögum grípa hin almennu fræði svo mjög inn í lífið, einkum hafa náttúruvísindi rutt sjer svo mjög til rúms á seinni árura, að óumflýjanlegt er orðið að auka að mun kennslu í þeim, enn frem- ur krefur þörf tímans öflugrar kunnáttu í nýrri tungum og þekkingar á seinni tíuia bókmenntum. Auk þess er það orðið við- urkennt, að í skólunum þurfi líkaminn ekki síður síns uppeldis með en sálin, og þannig ryður hinn svoncfndi uppeldisiðn- aður (slöjd) sjer meir og meir til rúms. 1 Til þess að geta koraið þessu við, eru ekki j önnur ráð en að minnka kennsluna í ein- hverju öðru, og niðurstaðan er víðast sú, að ekki sje annar vegur til þess en afneina kennslu í annari af hinum fornu dauðu tungum, latínu eða grísku, og verður það þá að vera grískan, þar eð hún að öllu samtöldu stendur nútíðinni fjær. í Dan- mörku, þar sem flcst gengur fremur hægt og hóglátlega, er hreyfing þessi í fullum gangi. Að vísu eru ýmsir því mótfallnir, að þessi breyting á skólanámi komist á, en alltaf verða þeir fleiri og fleiri, sem fylla hinn flokkinn, enda dylst það eigi, að tíminn kallar, þarfirnar krefja, að eitthvað sje gjört í þessa átt, ef land og lýður á ekki að verða aptur úr öllu. Meira að segja aðalkennarinn í grísku við háskól- ann, prófessor Gertz, er einnig á því, að nauðsyn beri til að afnema grísku að mestu eða öllu leyti í latínuskólunum, kennslumálaráðgjafinn einnig, og má því telja víst að þessi breyting muni ekki eiga mjög langt í land í dönskum skólum, Nú viljum vjer snúa málinu að sjálfum oss. Því er ekki að nejrta, að stöku sinn- um hafa heyrst raddir í þá átt, að skóla- menntun vor sjc ekki svo samkvæm þörf- um vorum eða löguð fyrir lífið, sem vera ætti, sjerstaklega að því leyti,whve mikill tími gangi til gömlu málanna. Því verð- ur heldur ekki neitað, að sje ofhlaðið á skóla í Danmörku með því að nema, auk alls þess, sem þarfir nútímans sjerstaklega krefja, bæði hin fornu mál, þá er því ekki síður þannig varið fyrir oss, sem auk hinna fornu mála höfum einu fleira að nema af núaldarmálunum en Danir. Þó hætt yrði að kenna gríska tungu í latínuskólanum, þá er þó engan veginn svo að skilja, að þar með skuli kasta grískum bókmennt- um. Þvert á móti. Svo fögrum bókmennt- um, sem liinar grísku eru og sem með rjettu mega heita perla fornaldarinar, get- um vjer ekki kastað frá oss, svo að vjer eigi bíðum stórtjón í menntunarlegu tilliti, sjálfu yrði sleppt, að kenna glöggt yfirlit yfir bókmenntirnar, og það getum vjer gjört, án þess að málið sjálft sje kennt, að sínu leyti eins og vjer getum þekkt sögu, menntir og Iærdóma Gyðingaþjóðar- innar, án þcss að kunna liebresku1. Hvað þar á móti latínuna snertir, þá vilj- um vjer halda eins fast í hana eins og vjer erum á því að afnema grískuna. Gegn um latíuuna eru bókmenntir forn- aldarinnar komnar til vor; af latinunni eru framkomin hin rómönsku mál (ítalska, *) Dví má ekki gleyina, að guðfræðingar þurfa að kunna grísku; í því skyni yrði að bafa sjerstak. lega nám i grísku á prestaskölnnum; til þess að koma því við, mætti lengja námstímann um citt ár, svo að hann yrði þrjú ár í stað tveggja, sem nú er.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.