Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Þjóðólfur


Þjóðólfur - 26.06.1891, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 26.06.1891, Qupperneq 3
119 geta með lagfæringum þingsins orðið til mikilla bóta. Þiugmannskosningin í Rangárvalla- sýslu fór fram 15. þ. m. JÞar voru þrír í kjöri: sjera Ólafur Ólafsson í Guttorms- haga, Þórður Gruðmuudsson hreppstjóri í Hala, og Jón Jónsson söðlasmiður í Hlíð- arendakoti. Hlaut Þórður fyrst 56, sjera \ Ólafur 53 og Jón 9 atkv.; en kjósa varð-* | upp aptur og var þá sjera Ólafur kosinn þingmaður með 58 atkv., en Þórður lilaut þá að eins 54; liöíðu þá sumir af liaus mönnum verið komnir af fundi. Bdkmenntafjelagsf'undur var haldinn i deiídinni hjer 22. þ. m. Um 20 á fundi. Forseti lagði fram reikninga fjelagsins og skýrði frá bókaútgáfu þess. Hallgr. Sveins- son biskup, dr. Björn Ólsen og presta- skólakennari Þórh. Bjarnarson voru kosn- í nefnd, til að athuga biflíuljóð eptir sjera Valdimar Briem, sem hafði boðið fjelaginu ljóð þessi. Samþykkt var sú tillaga frá fjelagsstjórninni, að Skírnir, Frjettir frá íslandi og Skýrslur og reikningar skyldu hjer eptir vera ein bók og nefnast einu nafni Skírnir. í ár skyldi að eins prenta reikningana með Frjettutn frá íslandi, en Skýrslur og reikn. eigi koma út sjer. Rætt var um að setja niður verð á bókum fje- lagsins og stjórninni falið að undirbúa það mál til næsta fundar. Samþykkt var í einu hljóði að greiða til kand. Jóns Stef- ánssonar Skírnisskrifara ritlaun þau fyrir Skírni, sem af honum voru dregin á fundi í fyrra. 17 nýir fjelagar voru teknir í fjelagið. Eyjiifjjarðarsýsla. Frestað mun verða um eitt ár að veita sýslumannsembættið í Eyjafjarðarsýslu, en cand.- jur. Klemons Jónsson er eða verður settur þar sýslu- maður frá 1. sept., með því að aðrir bafa eigi sótt en hann og Fisckcr sýslumaður. Mannalát. 15. þ. m. andaðist frú Stein- unn Melsteð í Klausturhólum, ekkja sjera Jóns próf. Melsteðs, dóttir Bjarna amt- manns Thorarensens. mesta merkiskona, 67 ára að aldri. Eitt af börnum hennar i er kanidat í söguvísindum Bogi Tli. Mel- steð. Hinn 6. þ. m. Ijest að Fiskilæk í Borg- arfjarðarsýslu merkiskonan Sigríður Run- ólfsdóttir, ekkja hreppstjóra Þórðar Sig- urðssonar, er þar bjó og andaðist 1883. Hinn 13. þ. m. drukknaði verslunarmaður Árni B. Knudsen á Blönduósi, cfnilegasti maður á unga aldri (21 ars); hann var að baða sig í sjónum við ósinn eða í ósnum, var syndur vel, en haldið að liann liafi fengið krampa og drukknað af þvi, en hjálp varð eigi við komið nógu sneuuna. Málsókn. Út af grein í ísafold i vetur höfðaði sýslumaður Skúli Thóroddsen á ísafirði nýlega mál gegn kennara Halldóri Briem á Möðruvöllum. Þegar málið kom fyrir rjett, reyndist fullmakt sú, er sýslu- maðurinn hafði geflð manni þeim, er málið sótti fyrir hans hönd, citthvað gölluð. Hinn 4. júní var svo kveðinn upp dómur: Málinu frávísað og sýslumaður dæmdur i 20 kr. málskostnað. Póst- og straiulferðaskipið Laura kom liingað í gærkveldi úr f'erð sinn umliverlis landið og með þvi fjöldi farþegja, þar á meðal alþingismennirnir próf. Sigurður Gunnarsson, Jón Jónsson á Reykjum* amtm. Havsteen, sjera Arnljótur Ólafsson, Ólafur Briem, Friðrik Stefánsson, sjera Sigurður Stefánsson og próf. Sigurður Jens- son, enn fremur amtm. E. Tli. Jónassen af amtsráðsfundi fyrir vestan, umboðsm. Einar Ásmundsson í Nesi, Björn Bjarnar- son sýsiumaður, sjera Janus Jónsson, sjera Kristiun Daníelsson, sjera Árni Þórarins- son, Sigurður Sigurðsson læknir og marg- ir fleiri. Skipströnd. Elise, verslunarskip frá kaupm. Eyþóri Felixsyni, scm liaun liafði sent til lausa- 96 reka frá Coidóva, til hússins, þegar orðið var eins dimmt úti eins og tjara. Karlinn var gamall og hálf- blindur, og hafði aldrei farið þetta fyrri. Svo fór að hvessa, svo hann lofaði að borera mjer ríflega, ef jeg væri hjá sjer; hann var vellríkur, því að hann liafði auðgast i frelsisstríðunum, og síðustu stríðunum á milli Karlunga og Kristínarmanna. Hann hafði gefið tvær eða þrjár silfurlíkneskjur til kirkjunnar í Jaen, þar sem hann var fæddur. Við átum vínber, ávexti og flatbrauð, því að það var fasta. ]\íeðan við vorum að borða í aðalstofu sælu- hússins heyrði jeg rcgnið skella á trjehlerunum (þar var ekki gler í gluggum); jeg heyrði skruggurnar druna á milli fjallanna, og goluna þjóta þar um akra og vín- garða. Þetta var óskcmmtilegur staður — en jeg kærði mig ekki; það var ekkert af mjer að liafa; en margt datt mjer Ijótt í hug, sem jeg hafði lieyrt, einkum þeg- ar kerlingin hans Martins — það var Baskakona, hræmu- lega ljót og illileg — fór að spyrja gamla Barradas að ýmsum ónotaspurningum. Hún sagði, að það væri þar allt krökkt af ræningjum og tollsmyglum, og spurði hann svo, Iivort hann svæfi fast. „Nei“, sagði liann, „jeg hef lært að hafa andvara á mjer í stríðunum við Jósef Bounaparta“. „Hvað ætlið þjer að gera, ef ráðist verður á yður?" 93 sömum bændum og búmönnum á Vega; væri sagt að hann væri í sambandi við alla veitingainenn á 40 mílna svæði í kringum Malaga. Um hádegisbil tókum við okkur livíld undir kork- eikum nokkruin, lijer um bil 10 (enskar) mílur frá borg- inni. Þar var mjög fagurt; jörðin var mjúk eins og, silki, og rósrunnarnir og villiblóm ljómuðu þar rjett hjá oss. Þar liittum við fyrir bónda einn og tvo vöru- smygla eða kauplæðinga, og gáfum þeim bita af nesti okkar, en fengum vín hjá þeim í staðinn. Smyglarnir liöfðu tvo fíleflda hesta, og fluttu á þeim sjókúlade, sápu, tóbak og vindla — og byssur sjer til varnar. Það voru snyrtimenn, og ljeku við hvern siun fingur, og ótæm- andi af smásögum; enda eru kauplæðiugar á Spáni eins- konar lifandi dagblöð. En nú voru allar þeirra frjettir um nýjustu stórvirki Júans Róa. „Jeg viidi gefa 20 kr. til þess að hitta þennan merkilega landshornamann; það þætti ekki ónýtt að fá um það grein í blöðuuum“, sagði Hall og hló gassa- lega. „Jeg held jeg ætti að þekkja hann“, svaraði jeg, „jeg sá að minnsta kosti 20 litmyndir af houum í búð- inni í Alameda í gærkveldi; hann er eins og grimmur hundur í ,framan“.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.