Þjóðólfur - 20.07.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.07.1891, Blaðsíða 1
Kemur út 4 föetudög- um — Verö &rg. (60 arka) 4 kr. Brlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Dppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. Reykjayík, máiiudaginn 20. júlí 1891. Nr. 33. Útlendar frjettir. Khöfn 11. júlí 1891. Áflog. Þrenningarsamkandið. Eerða- keisarinn. Um langan aldur hefur ekki gengið annað eins á, á nokkru þingi í Evrópu, og á ítaiaþingi 28. júní. Einn af stjórnarsinnum hafði tilkynnt forseta, að hann ætlaði að gera fyrirspurn um með- ferð stjórnarinnar á utanríkismálum. En einn af mótstöðumönnum hennar, Oavallotti, vildi gera fyrirspurn um annað og reidd- ist mjög, er það var eigi leyft. Þegar stjórn- armaðurinn fór að tala, lieyrðist svo sem ekkert til hans fyrir ópum og óhijóðum. Síðan reis Rudini æðsti ráðgjafl upp og kvað hnút þrenningarsambandsins vera rambyggilega hnýttan á ný og friðinum borgið um langan aldur. England væri auk þess aldavinur Ítalíu og mundi ekki leyfa, að neinu jafnvægi væri raskað frá því sem nú er í Miðjarðarhafinu. Þingmenn heyrðu að eins búta af þessari merkisræðu, því flokkarnir köstuðust á óbótaskömmum: „ræningi, letingi, landráðsmaður11 o fl. Cavailotti gaf manni kjaptshögg og þá fór að grána gamanið. Um 200 manns lentu í áflogum, rifu og tættu skegg hverjir á öðrum, börðust með hnefum og fótum á gólfinu. Var nú tjaldað öllu, sem til var og mátti þar sjá margan mann hníga fyr- ir blekbyttu og þingskjala skæðadrífu. Að leikslokum var bæði vígvöllurinn og veg- endur ófrýnilegt útlitum. Þingi var slitið og gengu þingmenn burtu sveita-stokknir og svörtu blóði drifnir. En þrenningar- sambandið er framlengt til 1897 og mátti ekki mirma vera en að ítaiir sýndu lit á, hversu mikið þeim fannst um þennan merk- isatburð. Frökkum líkar þetta afarilla. Næsta dag ritaði Vilhjálmur Þýskalands- keisari undir þrenningarsáttmálann á gufu- skipi á Saxeifi. Um sama leyti lýsti Fergus- son sem gengur næst Salisbury í stjórn utanríkismála, yfir á Englaþingi, að Eng- land væri ekki bundið öðrum samningum, en þeim, sem þingið þekkti, en vinátta þess ■og Ítalíu stæði nú á föstum fæti. Ráða menn af þessu, að Salisbury hafi lofað að verja Ítalíustrendur gegn flota Frakka, ef á lægi. Þýskalandskeisari fór um mánaðamótin síðustu til Englands með drottningu sinni, og er hann þó ekki vanur að hafa hana með í langferðum sínum. Komu þau við hjá Hollandsdrottningu á leiðinni og var vel fagnað. Keisari var gerður að heið- ursborgara i Lundúnum og býr nú hjá ömmu sinni, Viktoríu, í Windsor. Frá Englandi ætlar hann til Skotlands og það- an til Noregs. England. Prinsinn af Wales hefur ver- ið kallaður fyrir rjett og yfirheyrður. Einn af góðkunningjum hans, G-ordon ('umming, var í heimboði með honum hjá Wilson nokkrum, ríkum gufuskipaeiganda. Var þar spilað hátt, um peninga, spil, sem bann- að er í öllum siðuðum löndum. Wilson, kona hans og synir tóku eptir því, að Gordon Cumming hafði brögð í tafli og vann með því móti hálfu meira en hann hefði ella unnið. Hann þverneitaði, seinna, er geng- ið var á hann, en ritaði þó undir skjal um að öllu skyldi haldið leyndu. Þegar þetta barst út, samt þá höfðað mál gegn þeim Wilsonum. Prinsinn af Wales bar lionum vel söguna fyrir rjetti, en þó fjell málið á liann. Nokkru síðar kvongaðist hann ríkri ameríkanskri stúlku og fór til Skotlands. En prinsinn ljet hermálaráðgjafann afsaka sig á þingi fyrir það, að hann hefði ekki tilkynnt jdirmönnum Gordon Cummings — sem er eða var:|: foringi í Englandsher — yfirsjón hans þegar í stað. Varð nú megn kurr út um landið. Blöðin voru ótrúlega berorð og jafnvel Times sagði, að honum værí best, að snerta aldrei framar spii. Menn lýstu yfir óánægju sinni á fundum og sendu honum skjöl og ávörp þaraðlút- andi. Prestar báðu guð í prjedikunarstóln- um, um að bæta ráð hans. Nú er þetta uppþot allt fallið í dá og prinsinn keikur aptur. Af frumvörpum þeim, sem þingið er að ræða, eru tvö, mikil og merkileg, komin gegnum neðrideild: frumvarp Balfours um að gera írskum landsetum hægt fyrir að eignast jarðir sínar, og frumvarp stjórnar- innar um kauplausa kennslu í skólum. Verða þau innan skamms að lögum. Glad- stone hefur verið lasinn í meir enn mán- uð af kvefsótt (Influenza) sem hefur leitt *) Nú er hann rekinn úr hernum. margan mann til dauða. Elsti sonur hans er nýdáinn. Verkmenn við sporvagna í Lundúnum hættu vinnu og heimtuðu styttri vinnutíma og hærri laun. Húsbændur þeirra þrjósk- uðust við í rúma viku, en urðu þá að ganga að kröfum þeirra. Verkmenn við sporvagna í París, Lyon og víðar liafa far- ið að dæmi þeirra og haft sitt fram. Jafn- vel í Höfn er kurr í þeim. Kornekla. Þjóðverjar kvarta sáran yfir, hversu dýr öll kornvara er. En Rússar kveina ekki. Eða að minnsta kosti heyr- ast engir kveinstafir frá þeim út í Evrópu. og þó lifa þeir við sult og seyru. Því ofsa- liitar (allt að 50 stig Celsius) hafa sviðið fyrir þeim korn og rúg og annan jarðar- gróða. Liggur nú við hallæri og hungurs- neyð. Stjórnin hefur engri kornvöru safn- að í forðabúr þau, sem til þess eru reist í hverju fylki. En hún hefur látið sjer annt um að heimta inn skatta. Nú hittir hún sjálfa sig fyrir. Því bændur taka til örþrifaráða. Þjúðverjaland. Caprivi hefur komið fram á þingi nokkrum sinnum og andæft framfaraflokknum, og hnýtt í blöð Bis- marcks. Frumvarpið um að skila aptur kaþólsku kirkjunni fje því, er var gert upp- tækt fyrir henni af Bismarck (Sperrgeld) er orðið að lögum. Sömuleiðis frumvörp um sveitastjórn og sveitaskatta o. fl. Rjett á eptir að þingi var slitið hjelt keisari veislu á ey við Potsdam og ljet þá í ljósi ánægju sína með löggjöf þingsins og óánægju sína með ýmsa apturhaldsmenn, sem höfðu reynt að tálma þessurn frumvörpum. Ritstjóri nokkur Fussangel að nafni, bar upp á forstjóra liins mikla járnsmíðafjelags í Bocham, vestantil á Þýskalandi, að hann hefði selt ríkinu ónýtt járn í járnbrautir; menn eru skipaðir til þess af hendi ríkis- ins að merkja það járn, sem gott er; nú hefði hann látið setja það merki á vonda járnið og taka af góða járninu. Öllum, sem fara á járnbrautum, varð bilt við. Fussangel var dæmdur í fimm mánaða fang- elsi fyrir ýms meiðyrði, en málið er ekki enn rannsakað til fulls. Er þetta mikil- vægt mál. Erakkland. Dóniur fallinn í Melinit-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.