Þjóðólfur - 20.07.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.07.1891, Blaðsíða 2
138 málinu. Voru hlutaðeigendur dæmdir í nokkurra ára fangelsi fyrir að liafa selt öðrum það, sem stjórnin hafði ke^rpt, og borið út leyndarmál. í ráði er að höfða mál gegn Leseps, út af reikuingsfærslu hans við gröpt Panamaskurðsins. Hann er nú 86 ára, og átti kona lians barn í fyrra! Ekki hefur hann dregið einn eyri undir sig, og þykir illa gert að skap- rauna honum á ellidögum hans. Norcgur og' Svíþjóð. Stórþingið liefur samþykkt í einu hljóði, að sú grein í liin- um norsku grundvallarlögum, er hljóðar um vísikonungsembætti í Noregi, skuli úr lögum numiu, og hefur Óskar konungur samþykkt breytinguna. Steen, æðsti ráð- gjafi, liefur lýst yfir á þingi, að Noregur þyrfti að hafa sína eigin umboðsmenn í utanríkismálum, þ. e. ráðgjafa, sem gegndi að eins utanríkismálum Norðmanna, og hann ekki sænskan. Frumvarp um að auka járnbrautir laudsins að miklum mun hefur verið grafið í nefnd. Akerhjelm er farinn frá (í dag) og Boström hefur tekið víð forustu ráðaneyt- is í Svíþjóð. Parnell hefur gengið að eiga frú O’Sliea og stóð brúðkaupið í einum smábæ og vissi enginn af því, fýr en allt var um garð gengið. Stórkostlegt járnbrautarslys varð í miðjum júní í Sviss. Brú yfir Birsfljótið við Mönchenstein iiðaðist sundur undir járn- brautarlest. Fórust þar 73 en 131 skað- skemmdust. Mörg slys hafa nýlega orðið á járnbrautum í Bandaríkjunum, en ekkert jafnstórt og þetta. Edison hefur fundið vjel, sem hann kallar fonofotograf eða fotofonograf og ætl- ar að sýna á heimssýningunni í Chicago. Getnr hann með henni sýnt mynd af manni heima hjá sjer þannig, að myndin talar og hreyfir sig. Hann tekur augna- bliksljósmyndir af mönnum og vefur þær í röð upp á hljóðritakefli. Þegar keflinu er snúið, þá sýnist ljósmyndaröðin vera ein hreyfing og hljóðritinn talar meðrödd mannsins um leið. Með þessu móti má sjá og heyra leikenda leika hvar sem vera skal, þó þeir sjeu ekki viðstaddir. Times flutti langa hraðfrjett um þetta furðuverk galdramannsins, en svo sýnist sem Edison muni umbreyta öllu jarðríki, ef hann held- ur áfram með þessum hætti. Kiabbamein hefur læknir í Stokkhólmi læknað á fjórum. Kvað vera ár síðan, en eptir er að sjá, hvort það tekur sig ekki upp aptur. Hanu brúkar til þess vökva, sem hann spýtir inn undir hör- undið. Fjórir morðingjar voru sviptir lífi með rafurmagni í New-York þ. 6. þ. m.; er þar lögtekið, að danðahegning skuli fara fram með því móti. Segja sumir erfitt hafi verið að murka lífið úr þeim, en aðr- ir bera það aptur. Ræningjar stöðvuðu járnbrautarlest ná- lægt Adrianopel á Tyrklandi og liöfðu þá, sem auðugastir voru í henni burt með sjer. Slepptu þeir þeim fyrir ærið fje að tíu dögum liðnum. En Tyrkjasoldán hef- ur ekkert gert þeim enn. Danmörk. Scavenius, kirkju- og kennslu- málaráðgjafi, fjekk lausn 6. júlí eptir 11 ára ráðgjafasetu. Þótti hann hallast of- mikið að andlegum stefnum hinna evro- peisku vinstrimanna. Nellemann er skip- aður í stað hans til bráðabirgða. Fundir halda áfram meðal vinstri manna út um ! allt land, og þykjast hinir tveir flokkar hvor um sig liafa betur. í bæjunum eru þeir Hörups og Bergs liðar ofan á, en upp til sveita þeir vinstrimenn, sem að stjórninni hallast. Sýnist enn sem komið er, að fleiri sjeu á bandi Hörups og Bergs en hinna. Pólitiskum smápjesum rignir niður. Hinn 1. júlí öðluðust gildi hin nýju lög um styrk til aldraðra og örvasa og mun- ar það stórum í bæjum, þar sem margir uppgjafa vinnumenn búa. En lögin um bjórtoll ganga í gíldi 1. október. Frönsk flotadeild var hjer í viku og | var forkunnarvel fagnað. Nú er hún í Rússlandi. Krónprins Dana, sem hefur haft stjórn á hendi meðan konungr var á Þýskalandi, hefur sent systur sinni, drottningu Rússa- keisar, skjöl og skýrteini viðvikjandi Gyð- ingum. Vildi hann leggja gott orð í belg, en hún þorði ekki að sýna keisara. Hann sá þau af hendingu og varð fokreiður. Er nú kalt miili þeirra keisara og krónprins- ins. Morðinginn Philipsen var dæmdur til dauða af hæstarjetti, en konungur hefur í dag náðað hann með æfilöngu fang- elsi. Alþingi. IV. Lög- afgrcidtl frá alþingi. I. Lög um breyting á lögum 19. septr. 1879 um kirkju- gjald af húsum. 1. gr. Af öllum húsum í kaupstöðum og verslunarrtöðum landsins, sem eru fullra 500 kr. virði, skal greiða gjald til hlutað- eigandi kirkju ýý kr. af hverjum þúsund krónum af virðingarverði húsanna. Sama gjald skal greiða af öðrum húsum, sem eru fullra 500. kr. virði, þótt eigi standi þau í kaupstað eðajverslunarstað, nema þau sjeu notuð við ábúð á jörð, sem metin er til dýrleika. Upphæð sú, sem gjaldið er greitt af, skal ávallt vera deilanleg með 100; það, sem þar er fram yfir, skal ekki koma til greina gjaldinu til hækkunar, 2. gr. 1. gr. í lögum 19. september 1879 um kirkjugjald af húsum er felld úr gildi. 3. gr. Þessi lög öðlast gildi þann fyrsta janúar 1892. II. Lög um viðauka við lög 14. janúar 1876 um tilsjón með flutningum á þeim mönnum, er flytja sig úr landi í aðrar heimsálfur. 1. gr. Enginn útflutningsstjóri eða um- boðsmaður útflutningsstjóra rná taka við neinu innskriptargjaldi eða neinu fje und- ir nokkru öðru nafni sem borgun upp í væntanlegt fargjald eða meðalgöngu fyrir að útvega útförum far, nje heldur nokk- urri skuldbindingu um gjald síðar í þessu skyni, nema liann jafnframt gefi útfaran- um skriflegt loforð um flutning fyrir fast- ákveðið verð á tilteknum tíma og frá til- teknum stað. Brotum gegn þessum ákvæðum hegnir landshöfðingi með úrskurði til sekta allt að 2000 kr. af upphæð þeirri, er útflutn- iugsstjóri hefur að veði lagt; útflutninga- leyfið má og af honum taka, ef tilefni þykir til. 2. gr. Nú tekur útflutningasfjóri eigi við útförum á þeim tima og stað, er hann eða umboðsmenn hans hafa um samið eða auglýst, enda sje eigi lögmætum forföllum um að kenna, og getur þá útfari hver kært útflutuingastjóra fyrir landshöfðingja; en hann ákveður bætur útförum til handa af veði því, er útflutningastjóri hefur sett, enda hafi útfarinn eigi vanhaldið sínar skuldbindingar. 3. gr. Skip, sem flytja útfara af landi, mega hvergi hjer við land taka neinn far- þega um borð, sem ekki hefur útfarar- samning áteiknaðan af lögreglustjóra eða umboðsmanni hans löggiltum, áður en hann fer á skip, nema liann hafi vegabrjef frá lögreglustjóra umdæmisins, eða löggiltum umboðsmanni hans, þar sem hann fer á skip. Brotum gegn ákvæði þessu hegnir lands-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.