Þjóðólfur - 24.07.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.07.1891, Blaðsíða 1
Kemur tit á föstudög- um — Verfi árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Dppsögn skrifleg, bundin við áramót, ögild nema komi til útgefanda iyrir 1. oktðber. XLIII. árg. Fjárráö giptra kvenna eru að lögum engin eða sama sem engin; bóndinn hefur öll umráð yfir fjelagsbúi hjóna. konan er ómyndug. Þótt, konan eigi fjelagsbúið að helmingi og maður hennar að helmingi, þá er það þó maður- inn, sem hefur öll umráð yfir því og get- ur farið með það, eins og hann vili, án vilja og vitundar konunnar. Með kaup- mála eða samningi milli hjónanna má þó breyta þessu þannig, að eigur hvors hjón- anna fyrir sig eða eitthvað af eigum þeirra skuli vera sjereign hvors þeirra, Til þess að kaupmáli milli hjóna sje fullgildur, verður hann að vera staðfcstur af konungi, og er það allmikið því til tálmunar, að menn geri kaupmála þessa, nema endrum og sinnum. Menn sjá á þessu, að rjettur konnnnar er sárlitill í fjármálum, sem flestu öðru. Ekkert er því sanngjarnara og rjettlátara en að auka fjárráð henuar og tryggja rjett hennar í fjármálum; þann tilgang hefur frumvarp um sjereign og myndug- leika giptra kvenna, sem þingmennirnir Skúli Thoroddsen og Ólafur Ólafsson hafa borið upp á þingi. En því fer fjarri, að frumvarp þetta bæti mikið úr þvi sem nú er, og ber ekki vott um, að flutnings- mennirnir hafi hugsað þetta mál vand- lega. Eptir frumvarpinu slcal það vera sjer- eign giptrar konu, nema öðruvísi sje á- kveðið i hjúskaparmála, er hún „átti“ á giptingardegi, eða henni síðar kann að á- skotnast við „arf eða gjöf“. Allar eigur konuwnar á giptingardegi og arfur og gjafir, sem hún fær siðar, „skulu“ vera sjereign hennar. En allar eigur manns- ins eiga að ganga inn i fjelagsbúið, kon- ! an að eignast helming af þeim. Maður- mn er þannig gjörður rjettlægri en kon- an. Þótt ekkert tillit sje tekið til þess, LVersu erfitt þetta verður í framkvæmdinni, þá er það auðsætt, að frumv. að þessu leyti gengur í beint berhögg við kenninguna • úm jafnrjetti milli hjónanna. Hins vegar er það undarlegt, að af því, er konan eignast eptir giptinguna, skuli að eins það, er bún fær „við arf eður gjöf“, vera sjer- eigo hennar, en allt, sem hún eignast á Reykjarík, föstudaginn 24. júlí 1891. Nr. 34. annan hátt, skuli eiga að renna inn í fje- lágsbúið; arður af vinnu, sem hún eigi vinnur í þarfir fjelagsbúsins, lífeyrir, sem hún kann að fá í lifanda lífi. lífsábyrgðar- upphæð, sem borgast að henni látinni, arð- ur af atvinnu, sem liún hann að reka fyrir utan fjelagsbúið, o. s. frv., á að renna inn í fjelagsbúið. Það er jafnvel svo að sjá, sem flutningsmennirnir ætlist til, að allt það, sem konan lcaupir eptir gipting- una, skuli renna inn í fjelagsbúið, ,úr því að það að eins, er hún eignast „við arf eður gjöf“, á að vera sjereign hennar. Flutningsmennirnir ætlast til, að með hjúskaparmála megi ákveða, að allar eig- ur konunnar renni inn i fjelagsbúið, en ekki dettur þeim i hug að gera mönnum liægra fyrir að gera hjúskaparmála, t. d. með því að afnema það skilyrði, að þeir verði að vera staðfestir af konungi, til þess að vera fullgildir. Bóndinn á auðvitað eptir sem áður að liafa öll hin sömu ráð yfir fjelagsbúinu sem nú; en það þykir flutningsmönnum ekki þörf að tryggja rjett konunnar gegn því, að hann geti sóað og sólundað fje- lagsbúinu, veðsett það eða gefið af því meira eða minna jafnvel móti vilja eða vitundar konunnar. Þó að það sje ber- sýnilgt, að bóndinn sje að sólunda íjelags- búinu, svo að kona hans og börn standi uppi allslaus innan skamms, er henni ept- ir frumvarpinú ekki tryggður neinn rjett- ur til að koma í veg fyrir slíkt eða að ná sínum hlut af fjelagsbúinu. Það er auðsætt af þessu, þótt ekki sje fleira til nofnt, að frumvarpið þarf að taka miklum stakkaskiptum, til þess að verða að tilætluðum notum, enda bæði óskandi og vonandi, að því yrði breytt svo til batnaðar, að vel megi við una og málið geti fengið liappasælan framgang á þing- inu. Vjer skulum nú í sem fæstum orðum minnast á þær helstu breytingar, sem oss virðast nauðsynlegar á frumvarpinu, og ýms ákvæði, sem standa í sambandi við þær. ítjettast virðist oss, að eigur beggja hjónanna á giptingardegi þeirra skuli ganga inn í fjelagsbúið, nema öðruvísi sje ákveðið í kaupinála milli þeirra. Eigi að eins konan, heldur einnig maður hennar, ætti að geta haldið því, sem þau vilja, sem sjereign sinni, fyrir utan fjelagsbúið, en til þess þurfi þá kaupmála milli þeirra. Þó finnst oss vel eiga við, að beinlínis væri lögákveðið, að sumt af eigum hjónanna sje sjereign hvors þeirra fyrir sig, ef eigi er annað ákveðið, t. d. lífeyrir og það, sem konan vinnur sjer persónulega inn eða munir, sem hún fær fyrir þvílíka vinnu. En í sambandi við þetta ætti að gera mönnum hægra fyrir með kaupmálann. Til þess að hann sje fullgildur, ætti ekki að þurfa konunglega staðfestingu; hann ætti þvi sem næst að skoðast sem liver annar almennur samn- ingur og skilyrðin fyrir því, að hann sje fullgildur, að vera lík og við almenna samninga. Auðvitað yrði að heimta, að hann sje þinglesinn á varnarþingi hjón- anna, og ef fasteign er gjörð að sjereign, einnig á varnarþingi fasteignarinnar. Frá þinglestursdegi eða þeim degi, sem hann er innfærður í afsals- og veðmálabækur, ætti hann að fá gildi gagnvart skuld- heimtumönnum. Ef eitthvað er gert að sjereign með kaupmála hjóna í milli eptir að þau eru gipt, ætti jafnframt að þing- lesa sönnunarskjal fyrir því, að það, sem eptir væri í fjelagsbúinu, væri fullkom- lega fyrir þeim skuldum, sem á því hvíla, til þess að eigi yrði liægt að hnekkja rjetti skuldheimtumanna með kaupmálanum. Það leiðir af sjálfu sjer, að hjónin liefðu öll ráð, hvort fyrir sig, yfir sinni sjer- eign. Bóndinn yrði eins og verið hefur, að hafa ráð yfir fjelagsbúinu, en hann ætti ekki, án samþykkis konu sinnar, að hafa rjett til að gefa nema lítinn hluta af því, nje heldur að veðsetja eða selja fasteignir fjelagsbúsins, nema með samþykki kon- unnar. Ef hann bryti á móti þessu, eða ef hann færi svo ráðlauslega með fjelags- búið, að ætla mætti, að hann sólundaði því, eða ef hann yfirgæfi konu sína — þá ætti hún að hafa rjett til að fá búinu skipt og sinn hluta þess gerðan að sjer- eign. Um skiptinguna yrðu svo að vera nákvæmari reglur; konan ætti að liafa rjett til að fá endurgoldið t. d. það, sem mað- ur hennar hefði gefið úr búinu, án sam-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.