Þjóðólfur - 24.07.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.07.1891, Blaðsíða 2
142 þykkis konunnar, fram yíir það, er hann hefur rjett til, eða þarm skaða, sem hann hefði bakað búinu með veðsetningu eða sölu fasteignar án samþykkis konunnar, sömuleiðis þau útgjöld, sem maðurinn hef- ur bakað búinu með refsingarverðum laga- brotum eða glæpum, t. d. sektir, sakamáls- kostnað o. s. frv. Á þennan hátt er rjett- ur konunnar nokkurn veginn tryggður og þetta eru hvorki flóknar nje óframkvæmi- legar reglur. Það eru ýms fleiri ákvæði, sem þyrftu að komast inn í lög um þetta efni og standa í sambandi við það, sem vjer höf- um drepið á. Þetta mál er ekki vanda- laust. Það þurfa allýtarleg lög um það. Því verður ekki komið í viðunanlegt horf með lögum, sem eru að eins nokkrar lín- ur, sem kastað er höndunum til og eru rispuð upp í hugsunarleysi. Alþingi. y. Lög' afgrcidd frá alþingi. III. Lög um breyting á konungsúrskurði 25. ág. 1853 viðvíkjandi Ásmundarstaðakirkju í Prest- hólaprestakalli. Sú 15 Rdl. aukaþóknun, er sóknarbænd- um Ásmundarstaðakirkju hefur verið skylt að greiða prestinum á Presthólum sam- kvæmt kunungsúrskurði 25. ág. 1853, skal niður falla við næstu prestaskipti. IV. Lög um b&nn gegn eptirstœling frí- merkja og annara póstgjaldsmiða. Ákvæðin í lögum 9. ágúst 1889 um bann gegn eptirstæling peniuga og pen- ingaseðla o. fl. skulu einnig ná til þeirra, er hjer á landi búa til eða útbreiða eða flytja til landsins þá hluti, sem að lögum ag annari gerð eru verulega líkir að ytri ásýndum innlendum eða útlendum frímerkj- um og öðrum póstgjaldsmiðum. Þingmaimafrumvörp. 38. um breyt- ing á lögum nr. 30, 11. júlí 1890 um amtaskipunina (Sv. Eir., Sig. Gr. og Ól. P.). 39. afnám vistarskyldunnar og um heimilis- fang verkmanna (frá nefndinni í lausa- mannamálinu). 40. um stækkun verslun- arlóðarinnar í Keflavík (Jón Þórariusson). 41. um brýrnar á Skjálfandafljóti og Laxá í Þingeyjarsýsiu (Ben. Sv.). 42. um stofn- un háskóla á íslandi (sami). 43. um af- nám 200 kr. árgjalds af Staðarprestakalli á Reykjanesi (Sig. Jeusson). 44. um breyt- ing á lögum um friðun hvala (Sig. St. og Gunnar). 45. um meðferð á markaðs- hrossum (Þorl. Guðmundsson). 46. um af- nám amtmannaembættanna og biskupsem- bættisins (Skúli Thoroddsenk 47. um breyt- ing á 14. og 15. gr. stjórnarskrárinnar (o: að 14 þingmenn sitji í efri d., en 28 í neðri d. þingsins; flm. Ólafur Ólafsson). Fallin frumvörp. 6. um hafnsögu í Reykjavík. 7. um friðun á skógi o. fl. 8. um að nema dómsvald hæstarjettar sem æðsta dóms í ísl. málum úr lögum. 9. um breyting á safnaðarlögunum (að halda safnaðarfundi í maí og hjeraðsfundi í júní); þessi 4 felld í efri d. 10. um skipting á Prestsbakka- og Kálfafellssóknum i 2 prestaköll. 11. um almenna þjóðjarðasölu. 12. um þóknun til þeirra, er bera vitni í opinberum málum; þessi 3 síðasttöldu felld í neðri deild. Stjórnarskármálið aptur komið frá nefndinni (sjá 32. tbl.). Hún ræður til að samþykkja frumvarpið óbreytt, neina með þessari viðbót við 17. gr.: „Bráðabirgðar- fjárlög má þó aldrei gefa út. Nú hefur alþingi ekki samþykkt fjárlög eða þau haía ekki náð staðfestingu og gilda þá fjárlög þau, er þingið hefur síðast sam- þykkt“. — Frumv. er, eins og áður er get- ið, fumvarpið frá þinginu 1887 óbreytt, nema þessari málsgrein sleppt úr 33. gr.: „Enga skatta eða tolla má innheimta fyr en fjárlög fyrir það tímabil eru samþykkt af alþingi og .hafa öðlast staðfestingu“. Framhald 1. umr. var í neðri deild í gær. Enginn talaði, nema Ben. Sv. og var frumv. vísað til 2. umr. í einu hlj. Háskóli. Frumv. um hann ákveður, að stofna skuli háskóla í Rvík fyrir íslensk embættismannaefni; þar á að kenna guð- fræði, lögfræði og læknisfræði, svo og lieim- speki og önnur vísindi eptir því sem síðar verður áveðið með lögum. Brýrnar á Skjálfandafijóti og Laxá í Þingeyjarsýslu vill B. Sveinsson láta verða landssjóðs eign og endurborgun á landssjóðsláni, sem á þeirn hvíla, þar með niður falla, en árlegt viðhald, er eigi getur talist aðalaðgjörð á brúm þessum, skal borgast af sýsluvegasjóði Suður-Þing- eyjarsýslu. Afnám vistarskyldunnar. Nefndin í lausamennskumálinu (sjá 31. tbl., bls. 124) hefur lagt til að felia bæði lausamannafrv. og þeir Þorlákur Guðmundsson og Páll Briem hafa tekið aptur sitt frumv. í þess stað hefur nefndin komið fram með nýtt frumv. þess efnis, að það sje úr lögum numið, að nokkur maður sje skyldur að vera í víst og er hverjum manni heimilt að ráða sig til vinnu um svo stuttan tíma sem vera skal, en skylt er hverjum verk- manni að eiga víst árskeimili hjá einhverj- um húsráðanda, sem eigi er á sveit, og þar á verkmaðurinn að greiða lögboðin gjöld, en geri liann það ekki, er húsráð- andi sá, er verkmaðurinn á heimili hjá, skyldur að greiða gjöldin fyrir hann. Amtaskipunin. Frumv. um það mál á- kveður, að Austuramtið skuli ná yfir Múla- sýslurnar, Norður-Þingeyjarsýslu og Aust- ur-SkaptafellssýsIu. Landshöfðingi úthluti með ráði aintmannsins sunnau og vest- an Austuramtinu tiltölulegum liluta Aust- ur-SkaptafellssýsIu af sjóðum, eignum og skyldum Suðuramtsins. Dýralæknar. Nefndin í neðri deild (Dr. Jónassen, Kjerúlf og Þorlákur Guð- mundsson) rjeð frá að samþykkja stjórnar- frumvarpið um stofnun tveggja dýralækna- embætta, með því íslenskir dýralæknar væru ekki til i þau, en rjeð aptur á móti til að veita styrk þann, er læknaskólakand. Sigurður Magnússon og stúdent Karl Niku- lásson hafa sótt um til þiugsins til að nema dýralæknisfræði. Þrátt fyrir þess- ar tillögur nefndarinnar er frumv. komið gegn um neðri deild og vonandi, að það komist einnig með heilu og höldnu gegn um efri deildina. En jafnhliða þyrfti nauðsynlega að veita styrk þann, sem þeir Sig. Magnússon og Kari Nikulásson hafa beðið um, til þess að sem fyrst fáist ís- lenskir dýralækuar. Útlendir dýralækuar geta naumast orðið að tilætluðum not- um. Þingfararkaup. Frumvarpið um fast- ákveðið þingfararkaup alþingismanna heim- anað til þings og frá þingi heim er uú komið gegn um efri deild; var samþykkt þar við 3. umr. í gær eptir miklar um- ræður og mótstöðu, eiiikum frá dr. Grími Thomsen og Júlíusi Havsteen amtmanni; auk þeirra greiddu og atkvæði móti því Árni Thorsteinssou landfóg. og amtm. E. Th. Jónassen, en hinir allir (7) í efri deiid með því. Landsbankinn. Meiri hluti nefndar- innar í því máli (Lár. H., Sig. St., Skúli Th. og Jón Jónsson þm. N.-Þ.) hefur lagt til að samþykkja írumv. um launahækkuu bókarans og fjehirðis með þeirri viðbót, að laun framkvæmdarstjórans sjeu einnig hækkuð upp í 5000 kr. og að hann megi aldrei hafa önnur embættisstörf á hendi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.