Þjóðólfur - 24.07.1891, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.07.1891, Blaðsíða 3
143 Minni hluti nefndarinnar <<Eiríkur Briem) er á móti þessum viðauka við frumv. Tíðarfár hefur verið vætusamt allau þenn- an máuuð, nema dag og dag í bili þurk- ur. Með póstum, sem nú eru nýkomnir, að frjetta líka tlð, nema þurkar ef til vill meiri uorðanlands. Grasvöxtur er yfir höfuð góður þar sem til liefur spurst, nema í Þingeyjar- og Múlasýslum með versta móti sakir stöð- ugra þurka allt til júnímánaðarloka. Inn á llvamuisfjörð sigldi nýlega gufu- skip frá Borgarnesi með timbur og gekk ferðin vel. Þetta sýnir, að gufuskip geta þó komist þangað inn og því heldur von um að gufuskipaferðir færu að tíðkast þangað, ef fjörðurinn yrði mældur upp. Mannslát. Hinn 15. þ. m. audaðist hjer í bænum skósmiður Pjetur Stefánssn 32 ára að aldri, ættaður ofan úr Borgarfirði. Suður-Þingeyjarsýslu 7. júlí: „Tíðin hefur verið ógurl. þur. Harðleud tún eru meira og minna brunnin, og sum ekki slæg nema í dokkum. Harðvelli er eins; heið- armýrar tæplega litkaðar nema í keldu- drögum. Flæðiengi, hálfdeigjuhvammar og grávíðirlauf verður það eina, sem vel verð- ' ur slægt í sumar auk rakleudra túna, sem ekki eru til muna kalin. Skip (,,Magnetic“) kom 29. f. m. á Húsa- vík, með vörur til kaupfJelags Þingeyinga og eitthvað líka til Húsavíkurverslunar. Rúgur og overheadmjöl er nál. 2 kr. dýr- ara í inckaupi enn í fyrra um sama leyti“. Strandasýslu (norðanverðri) 1. júlí: „Fáar eru frjettir hjeðan úr sveitinni. Veturinn var einhver hinn snjðaminnsti, sem hjer kemur, en fjarska- lega vinda- og slagasamur. Yorið, eptir þvi sem hjer er um að gjöra, eitthvert hið besta, svo von- andi er að víðast byrji sláttur núna í 11. viku og munar Jiað nokkuð frá Jiví, Jiegar ekki hefur orðið byrjað fyrri en í 15.—16. viku sumars. Fiskreita komin á Gjögri, helst ýsa, ef góð beita fæst. Lit- ill framfara-andi er hjer í mönnum í jiessari sveit, sem víðar er hætt við, einkum sakir óblíðu nátt- úrunnar. E>6 ætluðu menn að lypta upp dálítið höfðinn og ganga í kaupfjelagið með öðrum Stranda- og Dalasýslubúum, og gekkst Guðmundur hreppstj. Pjetursson í Ófeigsfirði "fyrir að pantað var upp á 4000 krónur fyrir sveitina (Árneshrepp), en Jiegar til kom, hafði verið stungið svo spæni í, að ekki fjekkst upp á einn einasta eyri, en hver sá er vita menn ekki fyrir vist, en J)6 gremst mönnum Jietta mjög“. Ísaíirði 7. júlí: „Núilanga tíð hefui hjer ver- ið blíðviðri, hiti og logn; á opnum skipum hefur verið nokkur afli hjá sumum um síðustu mánaða- mót, og í inndjúpinu góður afli um tíma, flestöll þilskip flska hjer ágæta vel; fiskarar allir segja hafis 5—10 mílur undan Horni. Heilsufar manna gott, grasvöxtur í góðu meðallagi, og stöku menn farnir að slá. Hvalveiðarnar gangamjög vel. Beylcja- v'ikin og Isafoldin búnar að fá 40—50 hvali, Ellef- sen á Flateyri 50—60, hvalveiðamennirnir á Dýra- firði 42 hvali“. Fyrirspurnir og svör. 1. Vinnukona vistast eptirleiðis hjá húsbónda sin- um, sem ekki veit annað en að hún sje heilbryggð. Nú elur hún barn, skömmu fyrir krossmessu, og þá vísar bóndi henni úr vistinni. Br Jietta rjett gjört af honurn, Jiar sem stúlkuuni heilsaðist vel og þurfti ekki að standa neinn straum af barn- inu? Svar: Nei. 2. Sje þetta ekki rjett gjört af húsbónda stúlk- unnar, hvað er hanu þá skyldur til að bæta henni vistarrofin ? Svar: Hann á að gjalda henni kaup fyrir árið og matarverð 62/3 álnar á landsvísu um mánuðinn frá því hún var rekinn úr vistinui til loka vistar- ársins eptir 29, gr. lijúalaganna, en frá þessu dregst þó borgun fyrir fæði og hjúkrun meðan hún var veik af barnsförunum, ef húu hefur ekki borg- að það á anuan hátt (sjá 21. gr. hjúalagauna). Til leigu óskast gott loptherbergi, með hent- ugum ofni, hjá góðu fólki. ltitstj. vísar á. 269 Z^ð'ýprentaður leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst nú ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. Jónassen, sem einnig gefur allar nauðsynlegar upplýsingar um lífsábyrgð. 264 112 gómunum á mjer og dóu út. Jeg heyrði í mjer hjart- sláttinn; það hringsnorist allt fyrir injer á meðan jeg spennti á mig belti mitt og þreif byssu mina hlaðna- En áður en jeg gæti ráðið nokkuð af, heyrði jeg þrusk og hvíslingar rjett frammi á ganginum. Jeg gægðist gegn um rifu á þilinu; sá jeg þá frammi á ganginum, svo sem alin frá mjer, Martin Seccú með byssu fjelaga míns i hendinni, en kerti logandi í hinni, þó að hann hefði margsvarið sig um að hann ætti ekki stubb í eigu siuni svo sem tveim stundum áður. Þegar hann kom nær, fekk hann kertið dálitlum dreng; þekkti jeg strax að þar var Pedrilló kominn. Svo sá jeg við skímuna að þar voru tveir menn aðrir; annar þeirra var vinnu- maðurinn, en hinn var kunningi okkar síðan um há- degisbilið, með plásturinn á enninu, í grænu flauels- treyjunni með stráhattinn. Þessi heiðursmaður liafði pístólu í annari hendi en hníf í hinni. Húsmóðirin var líka, með ylgjaraugun og lurk í hendi. Fúlmennskan og blóðþorstinn skein út úr hverri hrukku á þessum afmynduðu, grimmdarlegu andlitum. Jeg sá það þegar, að það var úti um mig, nema jeg beitti ýtrustu dirfsku og snarræði — að líf mitt var í veði. Mjer komu þegar í hug alls konar fyrirsagnir úr blöðunum: „undarlegt hvarf“ og annað því um líkt. Jeg var ungur maður, í góðri stöðu, átti góða vini, 109 henni fyndist óvíst, að jeg kæmi nokkurn tíma til Malaga aptur. „Nú, herra“, sagði jeg, stóð upp og tók byssu mína, „jeg vildi feginn komast til borgarinnar tímanlega á morgun; vísið mjer því á herbergi mitt, og munið mig um að kalla á mig, ef fjelagi minn kemur“. „Yiljið þjer ekki skilja byssuna eptir hjerna?“ sagði húsbóndinn. „Þakk’ yður fyrir — ónei“, sagði jeg, því illur grun- ur fór alltaf vaxandi í mjer; farið á undan, herra, jeg kem á eptir. — Góða nótt frú húsmóðir!" „Góða nótt, herra“, sagði hún, skaraði í glæðun- um — og svo fór jeg. Það var síður en eigi skemmtilegt að tölta á eptir Martin gamla, því jeg varð að fara á eptir honum lang- an, dimman gaug, líklegast um fjörutigi fet; þar ýtti liann mjer inn í lierbergi, sem engin önnur skima var í en það litla, sem tunglið skein inn um dálitla glugga- smugu með óhreinu glerbroti í; svo bar hann fram marg- ar afsakanir fyrir, hvað illa væri tekið á móti mjer,. bauð mjer góða nótt og fór. Herbergið var lítið; í einu horninu var franskt rúm og var tjaldað yfir það ljósleitu, flikróttu ljerepti. Þvotta- borð, tveir stólar og spegill, var allur húsbúnaðurinn^ Jeg fór nú að sjá fyrir dyrunum. \

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.