Þjóðólfur - 07.08.1891, Side 1

Þjóðólfur - 07.08.1891, Side 1
Kemur út á föstudög- um — Verft árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefauda íyrir 1. október. XLIII. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. ágúst 1891. Nr. 36. Um lax. Fyrst þegar jeg heyrði um laxaklak og sá það, þóttist jeg viss um, að það væri sú vissasta aðferð og hjálp til að halda við og fjölga laxi í ám og vötnum á ís- sandi, eins og það mun víða erlendis vera álit allmargra, en nú er jeg í seinni tíð í nokkrum efa um, að svo sje, af þvi að hjer á landi vanta í ár og vötn ýms skil- yrði fyrir lífi og framför laxins meðan hann er svo ungur, að hann getur ekki lifað í sjó eða söltu vatni. Af því að menn liafa látið til sín heyra í dagblöðum vorum viðvíkjandi máli þessu, sem oss er einnig mjög mikilsvert, af því að laxveiði er arðsamnr atvinnuvegur all- margra, þegar vel gengur, — þá vil jeg einnig leggja orð í belg og vona, að fleiri gjöri það. Frá fyrri tímum eru til sannanir fyrir því, að lax og silungsveiði hafi verið í ýmsum stöðum í ám og lækjum, þar sem hún er nú algjörlega borfin. Yíða í forn- sögum_ vorum er getið um veiði, og forn örnefni bera vitni um þetta, t. d. Laxá, Veiðilækur, Urriðaá o. fl., en eptir hjer- lendum sögnum getum vjer ekki vitað neitt með vissu ástæðurnar til þess, að veiði hefur horfið algjörlega á sumum stöðum, en minnkað á öðrum og þess vegna þurf- um vjer að þreifa fyrir oss eptir því, sem mörgn öðru, því þótt bókleg fræði veiti oss að ýmsu leyti fróðleik í þessu efni frá öðrum löndum, þá eru þó margar ástæður til, að slíkt getur ekki átt hjer við til fullnustu eptir landsháttum o. fl.; ýmsir munu haida því fram, að ofmikil veiði hafi eyðilagt laxinn, og mun þá svo að skilja, að menn hafi veitt ofmikið af honum, en jeg ætla, að það sje engan veginn aðal- ástæðan, nema ef vera skyldi, að Iaxveiði hafl verið stundum af meira kappi og með meiri útbúnaði til forna en nú þekkist hjer á landi. Að ofmikil veiði hafi eytt laxinum mun vera mögulegt einungis í smærri ám með ádrætti á vissum stöðum, og þó óvíða; enda má sjá þetta í Elliða- ánum, þar sem um langan tíma voru við- hafðar girðingar í svo frekum stíl, að ná- ie?a enginn lax slapp upp fyrir þær, og þó hefur veiðin haldist þar við eða með öðrum orðum, laxinn hefur haldið áfram að ganga í þær. Ef nú svo er, að þótt laxinum sje um nokkurn tima aptrað frá að ganga í einhverja á, en gengur þang- að samt jafnskjótt, sem hann getur það óhindraður — þá gefur þetta manni ástæðu til að álíta, að laxinn ekki gangi ætíð á sama stað, sem hann er uppalinn á, þó það sje ef til vill optar; og i öðru lagi sýnir þetta, að veiðin er ekki einhlít til að eyða laxinum úr einhverri á. En margir eru eyðendur laxins, og þar á meðal er selur- inn, og hefur verið minnst á hann bæði á þingi og í blöðum vorum, en þó ekki nægilega; því ekki hefur verið minust þar á, hve skaðlegur hann er laxinum í ofan- göngu hans, þegar selurinn safnast í hundr- aða tali í firðina fyrir framan ármynnin, og tekur móti laxinum er hann leitar til sjávar þróttminni og hreiflngasljóvari — heldur en þegar hann gengur upp í árnar (á uppgöngu sinni), — er þá nál. eingöngu lax og silungur, sem selurinn hefur sjer að fæðu, því um það leyti cr annar fisk- ur genginn úr fjarðabotnunum. Fuglar og silungur, einkum urritii, eyða laxinum unn- vörpum á uppeldisárum hans, og svo gjöra smærri dýr og svampar sitt til að eyði- leggja hrognin, ef þau komast að þeim. Þetta mun þó ekki heldur vera aðaiorsök- in til, að lax er hættur að vera víða í ám, þar sem hann var til forna, þó það óefað hafi hjálpað til þess. Laxinn getur ekki hrygnt eða alist upp alstaðar. Fyrst er það, að lega ánna er ekki ætíð hentug, og allir staðir i sömu á eru ekki heldur jafnhentugir fyrir laxinn til að hrygna á; náttúruhvötin býður hon- um að fara á þá staði eina, sem best fer um hrognin, t. d. þar sem ekki er strang- ur straumur, sem hreyft geti hrognin, og þar sem hinn líttfæri ungi geti komist sem fyrst á þá staði, sem konum er best borgið, svo sem þar sem stórir steinar eru í grunnu vatni, vatnajurtir og holbekkt, því þar getur laxunginn haft vörn, en á þessum stöðum útheimtist, að viðurværi sje til handa honum. Mönnum er kunnugt um, að vissar teg- undir skorkvikinda lifa í jurtum þeim, sem vaxa í ám og við þær, og að þau eru einmitt besta fæða handa hinum unga laxi; ef þetta skorkvikindabú hefur eyði- lagst á einn eður annan hátt af náttúr- unnar hendi, er þá ekki eðlilegt að áin sje orðin laxlaus? Brunninn og gróður- laus sandur í ám og kring um þær, er sannarleg „Sahara“ eða eyðimörk fyrir fjölgun laxins. Náttúruhvöt laxins bendir honum frá þeim stöðum, sem vanta skil- yrðin fyrir framfærslu afkvæmis hans. Á haustin, þegar smáár vaxa, gengur fullorðinn lax upp í þær um stuttan tíma, eru það optast kvennlaxar (hrygnur), sem fara þaðan aptur eptir skamma dvöl, ef hann mætir ekki tálmunum eða dauða. Hvað mun nú þessi lax vera að erinda í árnar um þetta leyti árs? Skyldi ekki geta verið, að hann sje að kynna sjer sprænur þessar, hvort þær sjeu tiltækileg- ar til að leggja hrognum í, eða mun hann vera að leita sjer fæðu og kynna sjer fæðuríki ánna? Sumur lax bíður allan veturinn í ánum, en gengur til sjávar í apríl og maí, og kemur aptur upp í árnar samsumars; er lax þessi auðþekktur bæði að hreisturslit og megurð. Mjög skaðlegt er að veiða þennan lax, af þvi að hann fer í hina bestu staði í ánum til að hrygna, enda veiðist hann sjaldan í lagnet, en opt næst hann í ádrætti, á sljettum botni, því þar á hann ekkert undanfæri. Fjöldinn af löxum þessum eru kvennfiskar. Þeir sjást stundum gegn um ís, ekki taka þeir beitu þá, sem silungur er veiddur á; eins og mönnum er kunnugt, verður ís og krap honum opt að fjörtjóni, sem rotar hann og kæfir. Það hefur verið trú, jafnvel fiskifróðra manna, að ungi laxinn (berglax) komi ætíð á þá staði, sem hann er yngstur alinn á, en jeg efa, að þetta sje rjett, heldur mun það vera komið undir ýmsum kringum- stæðum, svo sem, hvernig áin liggur við sjóarvogum,og hversu framarlega hún renn- ur í firði. Þetta má sjá á tveimur eða fleiri ám, sem renna í Faxaflóa, sem mjög fátt af fullorðnum laxi gengur í, en opt mikið af ungum laxi. Ungi laxinn fer með hverju flóði, og einkum í stórstraum, inn í víkur og voga, sem framarlega liggja, og leitar sjer þá fæðu; en hann fjarlagist aptur, þegar fellur út. Jeg hef opt sjeð

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.