Þjóðólfur - 07.08.1891, Síða 3

Þjóðólfur - 07.08.1891, Síða 3
hestaræktina í því hjeraði, er sarnþykktin nær yfir, svo sem um geldingu hestfolalda og graðhesta, sem álitnir eru iítt hæfir til undaneldis. Svo má og með samþykkt setja reglur til tryggingar því, að slíkir hestar, er lík- legir þykja til að spilla hestakyninu, sjeu eigi látnir ganga lausir innan um hross á afrjettum eða í heimalöndum. 6. gr. í samþykkt skal ávallt ítarlega ákveða um eptirlit það, er þarf til þess, að hennar sje gætt, og hvernig kostnað við það skal greiða. 7. gr. Fyrir brot mót löggiltri samþykkt má ákveða sektir frá 1—50 króna, er renni í sveitarsjóð. JÞó má ákveða þeim, er kemur brotinu upp, allt að helmingi sekta. 8. gr. Með brot gegn samþykktum skal fara sem almenn lögreglumál. XIV. Lóg um stœlckun verslunarlöðar- innar í Keflavík. Land það, er reisa má á verslunarhús við Keflavík, skal stækk- að um svæðið frá takmörkum jarðarinnar Keflavíkur og út að Vatnsnessteini, 100 faðma á land upp frá stórstraums-flóðmáli. Stjórnarskármálið. Við 3. umræðu í neðri deild töluðu enn allmargir, þar á meðal sjera Lárus Halldórsson, sem lijelt ágæta ræðu, þar sem isflrsku kempurnar fengu margt óþægilegt orð í eyra. Frv. samþykkt þar með 18 atkv. móti 3; þess- ir 3 voru Eiríkur Briern, Páll Briern og Þorlákur G-uðmundsson, en fjarverandi voru J. Jónassen, og Þ. Kjerulf. — í efri d. urðu litlar umræður um málið og frv. fellt frá 2. umr. með 7 atkv. móti 4, þessir 4 voru hinir þjóðkjörnu þingmenn aðrir en Gr. Thomsen. Síðan hefur Gr. Thomsen komið með frumv. um breyting á þrem greinum í stjórnarskránni, um ábyrgð ráðgjafuns og frestandi synjunarvald á frumvörpum, „er snerta landsins sjerstöku atvinnuveguu. Sömuleiðis hefur Arnlj. Ólafsson komið með þingsályktunartillögu um, að ráðgjafi íslands sitji eigi í rikisráði Daua, að því leyti er snertir hin sjerstaklegu málefni landsins. Fjárlagafrumvarpið heíur í 3 síðustu daga verið rætt við 2. umr. í neðri deild, á 2 fundum á hverjum degi, og var umræð- unuin loks lokið í gærkveldi. Einna mest- ar umræður urðu um 50,000 kr. á ári til strandferða, og fjell sú tillaga að lyktum sem betur fór. í*ing-mannafruiUTÖrp pessi hafa enn við bætst: 58. um stækkun verslunarlóðai'innar í Reykjavik (J. Jónassen). 59. um friðun á laxi (Gr. Thomsen). 60. um bann gegn því, að utanríkismenn megi eiga fasteignir á íslandi (Priðrik Stefánsson). 61. til stjórnarskipunarlaga, um breytingu á 3., 10. og 25. gr. stjórnarskrárinnar (Gr. Thomsen). 62. um hækkun á launum sýslumannanna iSkagafjarðar- og Skaptafellssýslum (Arnlj. Ól.). 63. um skipting á Vallanesprestakalli i 2 prestaköll (Sig. Gunnarsson). ---o>-«3>C-e>-v-- Mannalát. Hinn 19. f. m. andaðist sjera Brandur Tómasson á Ásum í Skaptártungu. Um andlát hans er oss skrifað úr Vestur- Skaptafellssýslu á þessa leið: „Laugardag- inn 18. júlí fór hann að láta sóknarfólk sitt vita, að hann ætlaði að niessa við heimakirkju sína að Ásum sunnudaginn hiun 19.; kom hann á laugardaginn seinni partinn heim nokkuð, að sögn, ölvaður, tók þá iun úr tveggja-lóða glasi af ópíum, nærri fullu; eptir það lifði hann þar til á sunnudagskveldið eptir miðaptan, að hann sálaðist. Hann liafði sagt, að hann kenndi engrar þjáningar, gat talað á suunudags- morguuinn, en úr því varð honum ekki haldið vakandi, þar til hann sást taka andvörp upp úr svefni. Lækuir var sótt- ur, sem kom nokkru eptir hádegi. Lífg- unartilrauuir aliar urðu árangurslausar. — Að sjera Brandi var mikil eptirsjá, þvi hann þótti ágætur prestur, mesta lipur- menni og framúrskarandi Ijúfmenni, livort heldur hann var við öl eða utan víns“. 120 um inn yfir grunninn, svo hægt væri að hagnýta sjer þessa óhemjustóru skepnu. Hvalurinn lá festur til skurðar, til hálfs liggjandi á hliðinni. Eins og hann líka leit út eptir orustuna; með ótal skrámum og sprungum og götum í bröndótta, ljós-græn-gula skrokkinn sinn. Þessi haus, líkur dálít- illi húskompu á stærðina, en með svo litlum heila til samanburðar. Gapandi dauðu gininu, svo sást í svart- an tálknrunnan. Skoltarnir voru eins og meðal fjár- húsveggur að lengd. Kaðli var brugðið um hinn ör- skreiðlega sporð, sem var eins og segl á skútu, þar sem sjórinn Ijek og skvettist um hann. Veiðisagan barst með spennandi áhrifum um allar áttir, rjett eins og hver önnur hvalsaga. Alinarháfir hryggjarliðirnir sjást enn þá undir stokkabúrunum þar í firðinum. Hrikalegu kjálkarnir eru til vitnis allt til þessa dags. Já, hválsagan er í fersku minni í firðinum, það má nú segja. Það undarlegasta af öllu, voru þó kúlurnar innst inn í spikinu, og i bæxlisbrjóskinu sollnu og bólgnu, nýtískuskutull með 16 ál. járnfesti og helmingi lengri kaðli. Hvalurinn lá þarna steindauður, og veitti bæði bændum og kaupmönnum allan þann auð og stórgróða, 117 Hvalurinn stökk hátt upp, þegar agnúar skutuls- ins rjettu sig og rifu með járnkló sinni í haun. Skotið kom inn í bæxlisbrjóskið. Finnmörk lá rúma mílu á stjórborða, þegar veiðin byrjaði. Með óþrotlegum flýti og harðstrengdum kaðli bar nú uorðvestur í haf, allan seiuni hluta dagsins. Hvalurinn dró skipið svo sauð um stefnið og sjór- inn skvettist hvítfreyddur um það. Skipið sparn á móti með gufuvjelinni, sem hafði fjörutíu hesta afl, og framseglinu uppi gegn vindinum. Það var eiua ráðið, að þreyta hvalinn, þangað til hann gæfist upp. Skipið komst að fullri raun um, hvílíkir heljarkrapt- ar voru í þessum langvaxna, tröllaukna skíðhval. Öll landsýn var löngu horfin. Sólin skaut gulum, titrandi geislum yfir hafflötinn, um leið og hún sje að sævi. Og alltaf sama flugaferðin. Kaðallinn lá á snið niður í sjóinn og lamdi brimhvítum báruföldunnm inn í skipið. Framstefnið stakk sjer í myrkgrænt djúpið. Engum datt í hug livíld nje rúm alla þá nótt; og allt var í sama horfinu um miðjan næsta dag. Hvalur- inn fór hamförum með skipið; brimfroðan sauð hvildar- laust um brjóstið á því. Útlitið benti til, að svona mundi ferðin haldast norður í ísliaf, áður en hvalurinn spryngi og flyti stein- dauður við skipshliðina með kviðinn upp í loptið.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.