Þjóðólfur - 01.01.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.01.1892, Blaðsíða 1
Kemur út á, föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Oppgögn skrlfieg, bundin viö áramót, Agild nema komi til útgefanda tyrir X. oktðber. XLIV. árg. Gleðilegt nýár, háttvirtu iandar! Oss farðar alls ekki, þótt sumum kunni að bregða nokkuð í brún fyrst í stað, er þeir heyra svo sviplega fregn, að Þjóðólfur, þetta gamla þjóðblað, hafi enn einu sinni haft eigendaskipti og sé nú kominn í hend- ur annars manns, er flestum kaupendum blaðsins mún alls ókunnur. Vér efumst ekki um, að margir muni sakna hins fyr- veranda ritstjóra, sem yfirhöfuð hefur stað- ið vel í stöðu sinni sem blaðamaður, eins og ljósast sést af því, að kaupendum Þjóð- ólfs hefur fjölgað um þriðjung þau 6 ár, er hann liefur haft ritstjórn hans á hendi. Þessi aukna útbreiðsla blaðsins er talandi vottur um, að það hefur áunnið sér meiri og meiri hylli alþýðu þessi síðustu ár. Vér vitum það fullvel, að oss brestur margt til þess að geta staðið svo vel í hinui ábyrgðarmiklu og vandasömu blað- stjórastöðu, eins og þyrfti ðg ætti að vera. Vér erum enn ungir og óreyndir, höfum ekki gefið oss við stjórnmálum og lítinn starfandi þátt tekið í öðrum almennum málum. En þess ber að gæta, að fáir eru smiðir í fyrsta sinn. Til þess að verða góður blaðstjóri þarf langa æfingu og mikla reynslu samfara einbeittum áhuga og öflugum vilja, til þess að gjöra eitthvert verulegt gagn í þessari stöðu. Oss er ennfremur fullljóst, hve miklir erfiðleikar eru samfara blaðstjórn hér á landi, ekki að eins vegna fátæktar lands- búa og mannfæðarinnar, sem auðvitað á mikinn þátt í því, að blöð vor geta aldrei náð fullum þrifum, lieldur einnig og engu síður vegna þess, hversu margir kaupend- ur tregðast við að borga þau árum sam- an, þótt þeim væri innanhandar að gjöra það í tæka tíð. Hvernig á nokkurt blað að ná vexti og viðgangi með þessu fyrir- komulagi? Hvernig getur nokkur ætlazt til, að ritstjórinn gefi sig allan og óskipt- an við blaði sínu og gjöri það sem bezt úr garði rneð ærnum kostnaði, án þess að fá fyrirhöfn sína nolihurn veginn endurgoldna. Vér segjum nokkurn veginn, því að það er kunnugt, að blaðstjórn er ekki neinn gróða- vegur hér hjá oss, enda munu fáir takast hana á hendur í þeirri von. Svo framar- Reykjavík, föstudaginn 1. janúar 1892. Iega sem hugsunarháttur hinnar íslenzku þjóðar breytist ekki til batnaðar í þessu efni, fáum vér aldrei blöð, sem nokkuð kveður að, af því að blaðstjórarnir neyð- ast þá til að takast alls konar aðra vinnu á hendur og verða þess vegna að hafa ritstjórnarstörfin meira og minna í hjáverk- um, en þetta fyrirkomulag er óhafandi og þyrfti að breytast hið bráðasta. Meðan svona gengur er ekki að undra, þótt blöð vor þyki stundum æði mögur og vatns- blönduð að efni. En þessu getur þjóðin hæglega hrundið í betra horf, með því að styðja blöðin af fremsta megni, vitanlega einkum þau, er virðast gjöra sér mest far um að fullnægja kröfum þjóðarinnar og fylgja með tímanum í flestum greinum. Þessi styrkur, er þjóðin getur veitt blöð- unum, er mest og bezt fólginn í því, að sem flestir kaupi þau og standi í skilum við þau. Kaupendurnir eru og eiga að vera nokkurs konar samverkamenn ritstjór- anna. í jöínu hlutfalli við fjölgun þeirra þróast blaðið og getur betur og betur sam- svarað tilgangi sínum. Sérhver skilvís kaupandi leggur fram sinn skerf til þess verks, sem blöðunum er ætlað að vinna, en það er að efla menntun, framfarir og menuingu þjóðfélagsins í heild sinni. Stefnuföst, fræðandi og skemmtandi blöð eru einhver hin bezta eign hverrar þjóðar; þau eru hin handhægustu, auðfengnustu og ódýrustu menntunarmeðul, er alþýða manna á völ á, enda geta þau haft margháttuð og mjög svo þýðingarmikil álirif á hugs- unarhátt hennar, t. d. með því að glæða lestrarfýsn og þá um leið löngun til frek- ari fróðleiks og menntunar, með því að vekja eptirtekt manna á ýmsu, er til urn- bóta og framfara horfir, og finna að því, sem miður fer, með því að vekja og glæða áhuga manna á velforðarmálum þjóðarinn- ar og fræða þá um það, sem gjörist í heiminum fyrir utan þá bæði á svæði vís- indanna og verklegra framfara o. s. frv. í þessu og ótal fleiru er fólgið hið þýð- ingarmikla hlutverk blaðanna. í þeirri von, að kaupendur Þjóðólfs fari fjölgandi til muna framvegis og í því trausti, að þeir sýni oss umburðarlyndi, velvilja og skilvísi, höfum vér ráðizt í að kaupa eignar- og útgáfurétt að honum. lír. 1. Hvort heldur það verður um lengri eða skemmri tíma, sem vér höfum hann í höndum, munum vér af fremsta megni leitast við, að þetta langelzta og löngum helzta blað landsins fái haldið hinni fornu alþýðuhylli, sem það hefur notið hér á landi nær um hálfa öld. Þjóðólfur ætlar sér hvorki að verða stjórnarblað né apturhaldsblað, heldur þjóðlegt, stefnufast framsóknarblað, bæði í stjórnmálum og öðru. Þjóðólfur mun eins og áður halda uppi hlífiskildi fyrir réttindum þjóðarinnar, fyr- ir öllu því, er miðað getur til að efla sann- arlegt frelsi, menntun, framfarir og almenn mannréttindi, að svo miklu leyti sem unnt er, en ekki ætlar hann sér að fylgja öll- um svonefndum frelsis-vindhönum gegnum þykkt og þunnt. Því getur liann engan veginn lofað. Vér erum einnig þess full- vissir, að með stillingu og gætni og skyn- sömum, hóflegum kröfum, verði oss miklu meira ágengt í áhugamálum vorum, en með ofsa og frekju. Vér höfum séð þess ljósast dæmi nú á síðari árum, hversu of- mikið kapp og hóflaus óstilling hefur haft óheillarík og skaðvænleg áhrif á ýms mik- ilsverðustu mál þjóðarinnar, og hversu þetta kapp, þessi óstilling hefur vakið sundurlyndi og jafnvel persónulegt hatur milli þeirra manna, er í bróðurlegri, ein- huga samvinnu væru einna færastir til að vinna þjóð vorri mest gagn. Einna ljósast hefur þessi sundrungaróvild komið fram í eiuhverju hinu mesta áhugamáli þjóðarinnar á síðari árum, stjórnarskrár- málinu. Vér muuum síðar gjöra nokkra greiu fyrir skoðun vorri á þessu máli. Þess skal að eins þegar getið, að vér mun- um Iáta stefnu blaðsins eindregið ganga í þá átt, að þjóð vor losni meir og meir undan yfirráðum dönsku stjórnarinnar og fái að lokum alinnlenda stjórn. Yfirhöfuð munum vér í öllum velferðarmálum þjóðar vorrar fylgja því fram, er vér teljum sann- ast, réttast og heillavænlegast til góðra úrslita, og munum ekki skirrast við að skýra afdráttarlaust frá skoðun vorri um allt, er oss þykir miður fara, hvernig sem á stendur. Þjóðólfur mun einkum láta sér annt um: að flytja greinilegar fréttir innlendar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.