Þjóðólfur - 01.01.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.01.1892, Blaðsíða 2
2 og útlendar, að fræða lesendur sína um framfarir annara þjóða og nýjar, mark- verðar uppgötvanir, að flytja örfandi, leið- beinandi greinar um belztu þjóðmál, t. d. skólamál, alþýðumenntunarmál, samgöngur á sjó og landi, atvinnumál (verzlun, land- búnað, fiskiveiðar o. s. frv.) m. fl., er of- Iangt yrði að telja. Yfirhöfuð mun hann verða svo fjölbreyttur að efni, sem unnt er, og forðast að verða um of einhliöa í nokkra stefnu, til þess að allur þorri manna geti haft gagn og gaman af að lesa hann. Hvernig það tekst verður tím- inn að sýna. Að gjöra öllum til hæfis er ekki unnt, enda dettur oss ekki í hug að reyna það. Kirkjumál munum vér lítið eitt minn- ast á, og þótt þess sé nú minni þörf en áður, síðan Kirkjublaðið var stofnað, erum vér alls ekki á þeirri skoðun, að önnur blöð eigi þess vegna að láta slík mál liggja alveg í þagnargildi. Um frálaus trúaratriði viljum vér ekki deila, en frjáls- legri stefnu innan réttra takmarka mun- um vér fylgja eins í þessum málum sem öðrum. Stutta ritdóma um bækur, er út koma á íslenzku og oss verða sendar, munum vér birta í blaðinu við og við. Ennfremur mun það flytja stuttar greinar fagurfræði- legs efnis (um bókmenntir, skáldskap, fagr- ar listir o. s. frv.) að svo miklu leyti, sem rúmið leyfir. Eins og fyrri mun Þjóðólfur flytja út- lendar neðanmálssögur optast nær í hverju tölublaði og munum vér gjöra oss far um að velja þær sem bezt við alþýðu hæfi. En reglulega skáldlegar sögur í hærri stýl, sem kallað er, dirfumst vér ekki að bjóða lesendum vorum fyrst um sinn. Söguþœtti um íslenzka menn, er að einhverju leyti hafa verið einkennilegir, og smásagnir úr íslenzku þjóðlífi fyr og síðar munum vér taka í blaðið endrum og sinnum, er rúm leyfir, ennfremur útlendar kýmnissögur og snilliyrði m. fl., sem óþarft er að telja. Öllum velrituðum greinum um sérhvert málefni, er þjóð vora varðar, tökum vér feginshendi, og er hverjum einum, leikum sem lærðum, heimilt að láta í Ijósi skoð- anir sínar á almennum málum og öðru, sem honum er hugleikið að láta koma fyr- ir almennings sjónir í blaðinu. Mikill kostur er, að greinarnar séu ekki lengri en þörf gjörist, einkum þá er um smámál er að ræða, eða eitthvað, sem að eins snert- ir einstök liéruð eða einstaka menn. Að svo miklu leyti sem rúmið í blaðinu leyfir, munum vér veita greinunum viðtöku, enda þótt vér ekki föllumst á skoðun höfund- anna. Það ber vott um ófrjálslyndi og hlutdrægni hjá blaðamönnum að útiloka allt, sem þeir sjálfir geta ekki fellt sig við. En sjálfsagt er, að ritstjórinn gjöri stuttar athugasemdir við það, er honum þykir á miður góðum rökum byggt og gagnstætt er skoðun sjálfs hans. Vér gjörum oss beztu vonir um, að margir hinna ritfærustu landa vorra sýni oss þann velvilja að taka til máls í blaði voru við og við um það efui, er hverjum einum fellur ljúfast og léttast að rita um, og hafa sumir þeirra nú þegar heitið oss sinni aðstoð í þá átt. Vér viljum gjöra allt, sem í voru valdi stendur, til að gjöra blaðið sem bezt úr garði, en þá vonum vér jafnframt, að landsmenn styðji það og stuðli að frekari útbreiðslu þess, svo sem unnt er. Að síðustu viljum vér geta þess, að vér munum leitast við að sneiða hjá öllu óþarfa þrasi og persónulegum illdeilum, að svo miklu leyti, sem auðið er, því að auð- vitað getum vér ekki lofað að taka með þögn og þolinmæði óvinveittum árásum eða illkvitnisgreinum, enda mun enginn lá oss, þótt vér kyngjum ekki þess háttar sælgæti alveg orðalaust. Vér óskum og vonum, að ritstjórar ís- lenzku blaðanna hér og handan hafs sýni oss, hinum yngsta og óreyndasta félaga þeirra, bróðurlega velvild og umburðar- lyndi. Gætum þess, að vér höfum allir sömu köllun á hendi, þá köllun, að vinna eptir mætti að heill og hagsæld hins ís- lenzka þjóðfélags. Verum að eins sáttir og samtaka. Þá verður oss mikið ágengt. Með óskelfdum huga fyrir ókomnum tíma og með öruggri von um viðreisn og fagra framtíð hinnar fámennu, fátæku og afskekktu eyju vorrar, óskum vér yður öllum, háttvirtu landar! gleðilegs nýars, og vonum, að það verði lieillaríkt landi og lýð. Áriö 1891, sem nú er um garð gengið, hefur að mörgu leyti verið hagsœldaár fyrir land vort, eink- um fyrir sveitabændur, þar eð veðuráttan var einhver hin hagstæðasta allt árið, vet- urinn ómunalega góður og skepnuhöld því almennt ágæt; þó gjörði bráðapest allmik- ið tjón á sumum stöðum, einkum um efri hluta Árnessýslu. Sumarveðuráttan var einkar hagstæð og grasvöxtur óvenjulega góður. Varð því heyskapur mjög mikill víðast hvar um land allt. Nokkurn hnekki biðu þó sveitabændur við það, að fjárkaup Englendinga urðu nær engin um haustið, og var það eðlileg af- leiðing af hinni feykimiklú fjárverzlun þeirra fyrra árið og liinu óhóflega háa verði, er fyrirsjáanlegt, var að ekki gæti haldizt til lengdar. Þessi snöggi aptur- kippur í sauðfjár- og hrossakaúpum Eng- lendinga næstliðið ár var auðvitað nokkuð tilfinnaulegur fyrir bændur, er opt eiga erfitt með að fá peninga á anuan hátt, en með þessari sölu, sem að því leyti er nauðsynleg, en því miður liafa menn ekki ávallt kunnað sér hóf og leiðzt til sakir hins háa verðs á fénaði að farga af bú- stofni sínum sér til mikils skaða. Með því að heyskapurinn næstliðið sumar var óvenjulega góður verða bændur færari en ella til að þola þennan apturkipp í fjár- verzlaninni, og ættu því að nota tækifærið til að auka hinn skerta bústofn sinn. Yfirhöfuð var næstliðið ár eitthvert hið hagstæðasta, að því er landbúnaðinn snerti, en á hinn bóginn brást sjávarútvegurinn nær algjörlega. Vetrarvertíðin var ein- hver hin mesta fiskileysisvertíð, er komið liefur um langan tíma, einkum við Faxa- flóa og vorvertíðin var litlu betri. Fyrri hluta haustsins var dálítill reytingur við Faxaflóa, en i Höfnum var aptur á móti afbragðsgóður haustafli. Verð á fiski var fremur hátt, eins og opt er, þá er minnst aflast. Önnur innlend vara var í fremur lágu verði, en hin útlenda líkt og að und- anförnu, nema kornvara, er komst í afarhátt verð síðari helming ársins, einkum þó rúg- urinn, sakir útflutningsbannsins á þeirri vörutegund frá Rússlandi. Árið sem leið hefur ennfremur verið all- mikið framfaraár. Er fyrst og fremst að geta þess, að Ölfusárbrúin, hin fyrsta hengi- brú, er gjörð liefur verið hér á landi, var smíðuð og fullgjör næstliðið sumar, og opn- uð til almenurar umferðar 8. september. Þessi brú er hið stórkostlegasta samgöngu- mannvirki, er hingaðtil hefur verið unnið hér á landi og er vonandi, að mörg slík fari þar á eptir, enda verður allt auðveld- ara, þegar fyrsta sporið er stigið bæði í þessu sem öðru. Innan skamms verður eflaust Þjórsá brúuð, og sjálfsagt fleiri stórár þegar fram líða stundir. Ölfusár- brúin mun jafnan halda uppi minningu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.