Þjóðólfur - 01.01.1892, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.01.1892, Blaðsíða 4
4 Allir kaupendur PJÓÐÓLFS þetta ár (1892) fá ókeypis og kostnaðarlaust senda bókmenntasögu íslands (síðari hluta) eptir háskolakennara dr. Finn Jónsson. Bók þessi, sem kemur út í sumar, verður ekki til lausasölu og geta því engir eignast hana nema kaupendur Þjóðólfs. Fyrri hlutann geta nýir kaupendur fengið keyptan hjá fyrv. ritstjóra Þorleili Jónssyni fyrir 75 aura, er borgist fyrirfram. Nýir kaupendur að þessum nýbyrjaða 44. árgangi Þjóðólfs (1892) fá ökeypis oq kostnaðarlaust sent: 1. Sögusafn Þjóðólfs II. (1889) með 14 sögum. 2. Sögusafn Þjóðólfs IV. (1891) með 8 sögum, um 200 bls., og 3. Síðari hiuta bókmenntasögunnar, 80—100 bls. eöa ókeypis alls um 450 bls. Þeir fá þannig ókeypis 3 bækur, sem með reglulegu bókhlöðuverði gætu ekki kostað mínna en 4—5 krónur, eða töluvert meira en einn árgangur af blaðinu kostar. Kaupendur Þjóðólfs hafa eiunig fjölgað svo næstliðið ár, að upplagið af sögu- safninu 1890 er þrotið. Nýir kaupendur ættu því að géfa sig fram sem allra fyrst, því að þótt vér höfum allstórt upplag af sögusafninu 1889 og sögusafninu 1891 getur það hæglega þrotið á skömmum tíma. Bækur þessar ásamt síðari hluta bókmenntasögunnar verða sendar út um land með sumarferðunum. Skrifstofa og afgreiðsla Þjóöólfs er nú flutt úr Banka- stræti nr. 3, þangað sem skrif- stofa Fjallkonunnar var áður (Veltusund nr. 3). Nærsveitamenn, sem koma snöggva ferð til bæjarins, eru beðnir að koma við á af- greiðslustofunni og taka blaðið. Sjóvetlingar, rónir og órónir, eru keyptir í verzlun Sturlu Jbnssonar. Fundur í stúdentafélaginu annað kveld kl. 81/.. • Ekta anilínlitir sr •H fást hvergi eins gððir og ódýrir eins og c+- P •H í verzlun P S Sturlu Jónssonar C3 Aðnlstræti Nr. 14. >—• >—• •jpTIUIITUB UHia 482 ’ Harðfiskur og tros fæst keypt í verzlun Sturlu Jbnssonar. Eigandi og ábyrgðarmaöur: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Fólagsprentsmiöjan. 2 var ennfremur nafnkunnur sakir hins sérvizkulega hátta- lags síns. Nóttin, sem við höfðum ákveðið til að framkvæma fyrirtæki vort á, var komin, og við lögðum öruggir af stað, því að allt virtist lúta að því, að það myndi heppnast vel. Það var kolniðamyrkur og engin stjarna sjáanleg á himninum. Yeður var einnig hvasst, svo að það var meiri von um, að lítill hávaði heyrðist ekki. Um klukkan 2 eptir miðnætti þóttumst við vissir um, að öllu væri óhætt og að menn hefðu tekið á sig náðir. Hið fyrsta, sem við gjörðum, var að sverfa sundur járnhlekk, er stigi nokkur var festur með; tókum við svo stigann og reistum hann upp við vinstri hlið húss- ins, undir glugga á fyrsta lopti. Að tæpum fimm mín- útum liðnum höfðum við opnað gluggann og þar eð allt var kyrrt og hljótt, skreið Schmiedlein inn um liann og eg á eptir honum. Þegar við höfðum látið gluggaskýl- urnar aptur fyrir, kveiktum við á ljósbera og sáum þá, að við vorum staddir í nokkurs konar ruslastofu og að dyrnar voru læstar. Þegar við höfðum stungið upp skrána, réðum við af að rannsaka herbergin á neðsta stafgólfi, af því að við hugðum, að húsbúar myndu þá síður vakna við um- ganginn. Þegar við læddumst niður stigann, brá okkur held- 3 ur í brún, er við sáum Ijósskímu leggja gegnum hurð- ina á herbergi nokkru við bakhlið hússins. í fyrstu ætluðum við óðara að snúa við aptur sömu leið sem við komum, en Schmiedlein herti upp hugann og stakk upp á því, að við skyldum brjótast inn í herbergið, binda þá, sem þar væru, stinga, kefli í munn þeím, og þröngva þeim með hótunum til að að láta okkur vita, hvar fémætt væri að finna í húsitiu. Eg féllst á þetta og við gengum nær hurðinni. Þegar eg með mestu varhyggð lýsti allt í kringum mig sá eg hér um bil sjö feta hátt frá gólfi, þráð nokkurn, er virtist vera dreginn gegnum dyrnar, er við stefndum að, og þegar eg benti félaga mínum á hann, kvaðst hann ímynda sér, að hann stæði í sambandi við bjöllu. Eg hvíslaði að honum, að við skyldum reyna að koma i veg fyrir allan hávaða, með því að skera þráð- inn sundur, og þar eð eg einmitt gat náð í hann með höndunum ætlaði eg að halda honum kyrrum og svo átti Schmiedlein að skera hann snndur millum lianda minna, til þess að varast, að þráðarendarnir slyppu of snögglega og hringdu við það bjöllunni. Eg setti þá ljósberann á gólfið og rétti út hendina til að taka í þráðinn, en Schmiedlein tók liníf upp úr vasa sínum. En jafnskjótt sem eg snart við þræðinum fékk eg óttalegt högg, og einhver voðalegur titringur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.