Þjóðólfur - 16.03.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.03.1892, Blaðsíða 1
Kemur út á. föstudög- um — Verö árg. (60 &rka) 4 kr. Erlendís 5 kr. — Borgigt fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR Oppsögn skrifleg, b'undin viö áramót, ógild nema Uomi til útgefanda tyrir 1. október. XLIV. árg. Iieyk javík, miðvikudaginn 16. marz 1892. Xr. 13. f Jóhann Kristján Briem skólalærisveinn (frá Stóra-Núpi), f. 17. ágúst 1874, d. 1. marz 1892. Kvæði sungið við jarðarför hans 9. }). m., ort af Þorsteini skólapilti Gíslasyni. í laufguðuni runni, þar limið er grænt með litskrúði fögru, og blómgresið vænt, þar söngfuglinn kveður með hrífandi liljóm svo lijarta manns klökknar við inndælis róm. Með ungunum byggði’ hann und blöðun- um smá; þar blómlegt var lífið, — hann annaðist þá. Hinn elsti og stærsti var óskabarn frítt, það út .leit, að hann mundi syngja eins blítt. Hann fló burt á haustin, er hrímgaðist grein. en lieim kom þá aptur, er vorsólin skein, æ skreyttari’ og fegri, en fór hann um haust, með fríðari litum, með inndælli raust. Og brátt mun nú vorsólin gylla upp geim og greinarnar laufgast; — hann kemur ei heim, en liggur þá fölur í foldinni nár. Hve felid munu’ í runninum saknaðar-tár. Svo líkist nú mikið þeim rósfagra reit, þeim runninum prestsetrið langt upp í sveit, þaðan, sem landið allt hlustar á hljóm, á hjartnæma sálma, á trúskáidsins róm. Þar presturinn harmar sinn hjartkæra son, þar harmar hann móðir, nú svipt beztu von, því ungmenna sannlega afbragð hann var, það efar ei neinn, sem að kennsl á hann bar. 0g sviplegt var höggið og sorgin var stór, því sonurinn alheill á burt frá þeim fór. — En svo berast fregnirnar sárbitrar þeim: Hans sonar þins er ekki von framar heim. Ó, nær var þar höggvið. Svo mikið er misst, það má ekki bætast í þessa heims vist; sú grein, hún var skorin af skrúðugu tré, en skarðið er autt, þó að tréð blómlegt sé. Þó langt burt frá foreldrum legðist hann nár, þá litið hver getur hans foreldra tár, hin syrgjandi brjóst og hið grátþrungna geð; — liver góð sála hlýtur að tárast þeim með. Við táranna lindir grær lifandi trú, ein lilja, er segir: þann dáinn er nú þau sjá skulu aptur í sólnanna heim, þar sjúkdómar taka’ hann ei optar frá þeim. Ó, vinur! nú kveðja þig vinirnir liinnzt; þín verður með kærleik af öllum þeim minnzt. Þeir harma, hve stutt var þín hérvistar-töf. og hijóðir því fylgja þér allir að gröf. Jeg kveð þig nú vinur í síðasta sinn, þér sorgarmark risti’ eg í hjartastað minn; því meðan þú undir við æfinnar skin þér unni’ eg og man þig, sem hjartkæran vin. Útlendar fréttir. Khöfn 1. marz 1892. Noregur og Svíþjóð. Hinn 18. febr. dó Jóhann Sverdrup. Hann var mála- flutningsmaður áður en hann varð þing- maður. JÞað varð hann 1851. Fyllti hann þegar flokk frelsismanna og þótti stjórn- inni liann illur viðureignar, því hann var allra manna fróðastur um landsmál og fylgdi fast fram því, er honum þótti betur fara. Stjórnin ákærði hann því fyrir, að hann hefði farið í leyflsleysi úr stöðu sinni til þings, en Sverdrup vann málið í hæsta- rétti. Hann fyllti jafnan flokk framfara- manna og varð foringi þeirra 1870 og ár- ið eptir forseti stórþingsins. Hin næstu misseri var hann sjúkur og fekk þá laun hjá þjóðinni. Árið 1884 varð hann ráðaneytisforseti. Þótti honum fara það miklu óskörulegar, en við var búizt, enda mátti hann rýma sæti íhaldsmanni einum, Stang að nafni, árið 1888. Síðan bar lítið á honum. Á heimili sínu var hann allra hugljúfi og unni konu sinni og börnum hugástum. Hann varð bráðkvaddur, og hafði sex um sjötugt, er hann lézt. Norðmenn og Svíar hafa lengstum clt grátt silfur, síðan sambandið var gert, þótt stundum hafi hlé orðið á. Nú stendur afarhörð rimma milli þeirra. Norðmenn vilja fá sérstaka umboðsmenn (konsúla) fyrir sig og náttúrlega norska, en áður hafa báðar þjóðir liaft þá sameiginlega. Svíar heimta, að málið sé lagt undir fund, er ráðgjafar beggja landa sitji á, en Norð- menn segjast vera einráðnir í því að gera breytinguna, en fundur sá, er Svíar tali um, eigi að ræða um breytinguna, þegar stórþingið liafi ákveðið, að hún skuli fram ganga, en fyr ekki. Deilan er afarhörð og verði ekki sætzt, verður annaðhvort ráðaneytið að víkja úr sessi, hið sænska eða hið norska. Fer það eptir því, hvor- um konungur fylgir, en haldið er, að hann sé Norðmönnum mótfallinn. Konungsefni Svía hefur stungið upp á, að fara meðal- veg milli þessara meininga, en óvíst er enn, hvort samningum verður komið á. Björnstjerne Björnsson og íieiri Norðmenn halda það þjóðráð að gera fullan skilnað milli landanna; segja þá betra muni verða samlyndið. Danmörk. Menn eru farnir að búa sig undir næstu kosningar, en enginn get- ur séð, hve fara muni. Þjóðvcrjaland. Heldur þykir nýja stefnan í stjórn Þjóðverjalands nú liallast út á þá hliðina, er síður skyldi. Kennslu- málaráðgjafinn hefur borið upp frumvarp til laga um alþýðuskóla. Yar rætt um það á þinginu hinn 14. jan. og opt síðan. Þetta frumvarp leggur kennsluna að mestu á vald kirkjunnar og er mikil álierzla lögð á trúarbrögðin. Er það með svo mikilli frekju, að það má stofna sérstakan skóla fyrir 30 börn, er lieyra undir sérstakan trúaríiokk, en séu þau 60 þá á að gera það. Allir frjálslyndir menn hafa veitt því megna mótstöðu og það hafa verið lialdnir mótmælafundir út um land og þrír háskólar (þ. e. kennararnir) hafa sent þing- inu andmæli sín. Einn af þeim háskólum er liásk. í Berlín. Guöfræðiskennararnir mótmæla líka og Bismarck gamli lætur blöð sín andæfa þessu skólafargani. Nú er málið komið í nefnd. Georg sonur Saxakonungs hefur kom- izt að því, að æðri herforiugjar fara smán- arlega með þá, er þeir eiga yfir að segja. Kom það fyrir þingið og var skipað að liafa eptirlit á því. En illt þótti stjórn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.