Þjóðólfur - 16.03.1892, Blaðsíða 2
50
inni, að það skjddi komast á almanna
vitorð.
Pað er alkunnugt, að ræður Pýzka-
landskeisara íljúga um lieim allan á fáum
dögum og að mikið er talað um þær með-
al Þjððverja og aunara. Fyrir skömmu
hefur hann lialdið eina mikla ræðu. Sagði
hann þar, að þeir sem væru óánægðir
skyldu fara úr landi. En það lialda menu,
að blessuðum keisaranum mundi bregða
í brún, ef þeir færu allir.
Það hafa verið róstur talsverðar í Berlin
síðustu dagana. Hafa þær óspektir mest
stafað frá fátækum þorparalýð, er ekkert
hefur sér til matar, því vinnuleysi er þar
nú, enda koma nú niður á vinnumönn-
um afleiðingarnar af því, að þcir hafa lagt
niður vinnuna í mörgum greinum að und-
anförnu og ekkert unnið á. Menn eru
hræddir um,að jafnaðarmönnum verði kennt
um, en þeir eru saklausir. Hafa nú for-
ingjar þeirra brýnt fyrir þeim, að gefa^-
sig ekki fram í óeirðirnar.
Ungverjar hafa nú lokið kosningum.
Voru þær mjög róstusamar og urðu víga-
ferli á nokkrum stöðum. Stjórnarsinnar
hafa 250, en mótstöðumaður hennar, Appon-
oyi greifi, 150 liðsmanna.
ltússland. Heyden, landstjóri Finna,
hefur samið frumvarp til breytingar á
stjórnarskránni. Var því næst sett nefnd
í Pétursborg til að atliuga uppástunguna.
Þótti þá Finnum og þeim, er virða nokk-
urs þjóðernis- og sjálfstæðisrétt landa,
einkis ills örvænt, því að Rússar beittu
í sumar mestu fólsku við Finna. Nú hef-
ur þó heyrzt, að ekkert hafi orðið úr að
þessu sinni. Frestur er á illu beztur.
Allir menn vita, að hungur mikið er
á Rússlandi um þessar mundir, en keisar-
inn lætur alldigurmannlega. Finnar höfðu
safnað fé og vildu gefa til éaðningar fyr-
ir aumingjana. En keisari þáði ekki
gjöfina og sagði engan sult vera í sínu
ríki. Á sömu leið fór með gjöf, sem var
send frá Danmörku. Þeir sem einlxvern
tíma hafa soltið munu fara nærri um, hve
mikil saðning er í stórlæti keisarans.
Serhía. Nú hefur Mílan konungur
lofað liátíðlega að stíga aldrei fæti á
serbneska jörð framar og gefið syni sínum,
konunginum, eignir sínar.
Ítalía. Þar hafa háskóianemendur gert
óspektir og kvað svo að því, að háskól-
anum í Rómi var læst.
Frakkland. Freyeinet, sá er verið
hefur ráðaneytisforseti í Frakklandi síðan
1890, er nú fallinn úr tigninni. Tildrög-
in voru þessi: Fallieres kirkjumálaráð-
gjafi bar upp frumvarp til laga um félög
einkum klerka, til að brjóta klerka á bak
aptur, því að þeir hafa opt gengið í ber-
högg við stjórniua. Framsóknarmönnum
þótti liér farið of skammt og heimtuðu
fullan aðskilnað ríkis og kirkju, en klerka-
sinnar urðu æfarreiðir og vildu ekki lieyra
eða sjá frumvarpið. Nú vildi Freycinet
halda fram frumvarpinu og fara meðal-
veg. Því varð hann á milli steius og
sleggju. Það var stungið upp á því að
skora á stjórnina að halda sinn veg, en
sú uppástunga var felld með miklum at-
kvæðamun. Þá lagðiiFreyeinet niður völd-
in. Páfinn sendi klerkum erindisbréf og
bannaði þeim þar að berjastjmóti lýðveld-
inu. Héldu menn það gert vera til að
bjarga Freycinet, en bréfið kom eptir dúk
og disk og varð því til engra nota. Sá
heitir Loubet, er Caruot liefur fengið til
að mynda nýtt ráðaneyti og sitja í því
flestir af þeim, er voru undir Freycinet og
hann sjálfur.
England. Balfour hefur borið upp
frumvarp um héraðsnefndir og sveitanefnd-
ir hjá írrum. Á það að miða til stjórnar-
bótar þar. En lítið finnst Grladstones-
mönnum til um þetta frumvarp og hafa
þeir fundið að því með hörðum orðum.
Englendingar hafa nýlega misst tvo
nafukennda menn: Spurgeon, ræðumann-
inn mikla (f. 1834) og lækninn Morell
Mackeuzie, er dó úr „influenza“, 54 ára
gamall. Hann hafði mikið álit á sér sem
hálsveikilæknir og var því kvaddur til að
stunda Friðrik 3. Þýzkalandskeisara í
banalegu lians, sem miklar deilur risu af
milli Mackenzie’s og þýzkra lækna, eins
og kunnugt er.
Póstskipið Laura kom á ákveðnum
degi í fyrra dag. Með því komu kaup-
mennirnir: Björn Kristjánsson, G. Finn-
bogason, N. Zimsen og G-uðm. ísleifsson
á Háeyri. Ennfremur séra Ólafur Helga-
sou (frá Giaulverjabæ) með unnustu sinni.
Hann hefur verið ytra í vetur, til að búa
sig undir kennslu heyrnar- og málleysingja
hér á landi.
Yerzlunarfréttir daufar. XJíl seldist
á 58—60 a. pd. eptir gæðum, óhnakka-
kýldur vestfirzlcur fiskur 50 kr. skpd., en
austfirzkur 44—48 kr. og Iakasta tegund
35—40 kr., tolg 25 a. pd., Ijóst pottbrætt
hákarlálýsi á 32 kr. 50 a. til 33 kr. 50 a.
en gufubrætt á 33—33 kr. 50 a. hver 210
pund. Eugin eptirspurn eptir æðardún.
Embættispróf. 21. jan. tók Þorleifur
Bjarnason (frá Bíldudal) skólakennarapróf
í gömlu málunum við háskólann með 2.
einkunn.
Ný lög' staðfest af konuugi 19. f. m.:
1. Um eyðing svartbakseggja.
2. Um að meta til dýrleika nokkrar jarð-
ir í Vestur-Skaptafellssýslu. *
Séra Jón Bjarnason í Winnipeg lá
mjög hætt, er síðast fréttist.
Skólaröö
í Reykjavíkur lærða skóla eptir miðsvetr-
arpróf 1892. Tölurnar milli sviga aptan
við nöfnin tákna ölmusustyrk. Heil öl-
musa = 200 kr. Hinir stjörnumerktu liafa
heimavist í skólanum.
VI. Bekkur.
*1. Sigfús Blöndal (200). 2. Magnús
Sæbjörnsson (200). 3. Ásmundur Gríslason
(200). 4. Þorsteinn Gíslason (200). 5.
Pétur Grudjohnsen. *6. Helgi P. Hjálmars-
son (150). 7. Gruðmuudur Guðmundsson
(150). 8. Lúðvík Sigurjónsson.
V. B.
1. Knud Zimsen (150). 2. Magnús Arn-
bjarnarson (200). *3. Kristján Sigurðsson
(150). *4. Jón Hermannsson (150). 5. Jón
Þorkelsson (150). *6. Sigurður Magnús-
son (175). 7. Ingólfur Jónsson (150). *8.
Páll Jónsson (50).
IV. B.
*1. Georg Georgsson (200). 2. Halldór
Steinsson (200). *3. Jón Runólfsson (200).
4. Guðmundur Eggerz (150). 5. Sigtrygg-
ur Guðlaugsson (200). *6. Haraldur Þór-
arinsson (200). 7. Magnús Jóhannsson
(125). 8. Jón Blöndal. 9. Jón Þorvalds-
son (25) nýsveinn. 10. Guðmuudur Pét-
ursson (75). H. Axel Schierbeck.
III. B.
1. Páll Bjarnason (200). 2. Björn Bjarna-
son (200). *3. Karl Einarsson (200). 4.
Sigurður Eggerz (100). 5. Páll Sæmunds-
son (100). *6. Halldór Jónsson (50). *7.
Sigurður Pálsson (100). 8. Jón H. Svein-
björnsson. 9. Þorvaldur Magnússon (50).
10. Sigurður Breiðljörð (50). 11. Sveinn
Hallgrímsson. 12. Þórður Edílonsson. *13.
Ólafur Eyjólfsson. Pétur Þorsteinsson (50),
gekk ekki undir próf sakir veikinda.
II. B.
1. Stefán Kristinsson (200). *2. Guð-