Þjóðólfur - 06.05.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.05.1892, Blaðsíða 1
Kemur út íl föstudöR- tm — Ver9 árg. (60 arba) 4 kr. arlendis 5 br. — Borgist fyrir 15. jáli. ÞJÓÐÓLFUR Cppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIV. árg. Ileykjavík, föstxidaginn 6. maí 1892. Nr. 22. Útlendar fréttir. Iíhöfn 21. apríl 1892. Stjórnféndur (anarkistar) halda upptekn- um hætti og reyna að eyða og drepa eptir megni. Þeir sendu lögreglustjóra einum í París öskjur, er í rauninni var morðvél, gerð af hinum mesta hagleik, en ekki varð þó neitt af tilrauninni, því að menn sáu skjótt, hvað vera mundi. Svo bar til hinn 4. april, að tveir menn stóðu fyrir dyrum þinghúss Spánverja í Madrid og biðu þar þangað til formaður þingsins var kominn inn. Þeir héldu á bögglum, er voru í iögun sem flöskur, og ætiuðu inn á eptir formanninum, en þá komu lögreglu- þjónar og tóku þá. En skjal eitt höfðu þeir að varðveita, þar sem skráð var að- ferð við ýmsar sprengitilraunir og hversu þeim skyldi haga. Það átti að sprengja þinghúsið, ráðhúsið, dómhöllina, herráðs- höllina og fjárstofuna (bankann). Konungs- höllina átti að sprengja um messuna á pálmasunnudag. En mannagreyin voru teknir og gátu ekki lokið starfi sínu; þó fannst undir stiga þingsalsins ein af sprengidósunum þeirra. Það er haldið, að franskir og spænskir stjórnféndur sé í sam- kandi. Stjórnirnar rísa örðugar gegn þess- nm óaldarflokki. Hefur Frakkastjórn skor- að á spænsku stjórnina og stjórn Belgja, að gera félag við sig í þessu máli. Fjöldi hefur verið handsamaður bæði á Frakk- landi og Spáni og í Berlín. Vinnumenn ætla að safnast saman í í París og víða annarstaðar til mótmæla gegn auð og auðmönnum hinn 1. maí. Þá á að gefa út í París blað, er flytja skal kröfur þeirra í sömu röð, sem þær hafa hirzt i. I Þýskalandi og víðar á að banna þeim að ganga i stórflokkum um borgirn- ar °g Þykir það hart. Af kolnemunum ensku halda nokkrir verkfallinu enn (90,000 í Durham) og því óséð enn, hve fara muni. í Kaupmannahöfn hafa nokkr- ir flokkar hætt vinnu, til að liækkað verði kaupgjald, en hnífurinn stendur enn í kúnni. Koregur. Þaðan er engin stórtíðindi að segja. Geta má þó þess, að Oftedal þykist nú hafa setið nógu lengi í sekk og ösku og vill nú fara að prédika lærdóm sinn aptur. Líkar mönnumj; það illa og þykir sumum hann halda áfram í tíma og ótíma. Þess má og geta, að Georg Brandes, hinn nafnkenndi bókfræðingur Dana hef- ur haldið fyrirlestra um Sliakespeare í Kristjaníu. Hafa margir merkir menn þar í Iandi lialdið honum hátíð í Iíking við þá, er honum var haldin í Kaupmannahöfn í vetur. Yar honum þakkað fyrir 25 ára vinnu í þarfir andans og í blöðunum var talað um, að gera hann að háskólakenn- ara í bókmenntum við háskólann í Kristj- aníu. K. Moursund, sá er bezt gekk fram í umboðsmannamálinu og var formaður nefndar þeirrar, er stórþingið setti í mál- ið, hefur ráðið sér bana. Hann var mála- flutningsmaður og hafði farið illa með eitt- hvert erfðamál. Hótuðu nú hægrimenn að Jjósta því upp og þá réð liann af að skjóta sig í þinghúsinu. Hann var duglegur maður og frjálslyndur. Hinn sænski mál- fræðingur Theodor Wisén, er var manna bezt að sér í íslenzku, er nýdáinn. ltxisslaiid. Þar helzt til tíðinda talið, að ýmsir af ráðgjöfunum hafa verið sjúk- ir og nú er annar elzti sonur keisarans hættulega veikur. Drottningin er farin austur til Kaukasus til að finna hann. — Eldxxr kviknaði af núniugi rafmagnsþráð- anna undir vetrarliöll keisarans, en eldur- inn varð bráðum slökktur og skaðinn var ekki mikill. Orð hefur leikið á því, að keisarinn ætli í kynnisferð til Berlínar, en ekki vita menn sönnur á því. Ítalía. Nú hafa ítalir sætzt við Banda- menn í Ameríku. Áður var missættí á milli þeirra út af vígi nokkurra ítalskra manna, er vegnir voru í New-Orleans í fyrra. Ráðaneytið ítalska hefur orðið laust í sessi eins og mörg önnur á þessum síð- ustu tímum. Rudini færði konungi fyrir skömmu lausnarbón allra ráðgjafanna. En orsökin til þess var ósamlyndi meðal þeirra, en ósamlyndið reis af fjármálum og þó einkum aukning herkostnaðar. Konungur bað Rudini að koma saman nýu ráðaneyti, en það gengur seigt, af því að menn vilja ekki taka þegjandi við skuldasúpinni, sem mun vera meiri en menn vita. Frakklanxl. Þar þykja biskupar og klerkar eigi þjóðhollir og vilja þeir skara eld að sinni köku. Biskup einn, Mende að nafni, ritaði fyrir nokkru umburðar- bréf til klerka sinna og þykir hann sýna lýðveldinu litla virðing í bréfl þessu. Fyr- ir því skoraði lýðvaldssinni einn, Jourdan, á stjórnina að lægja ofsann í klerkum. Dómsmálaráðgjafinn kvað Mende biskupi mundi verða stefnt fyrír ríkisráðið út af u mburðarbréfinu og kvað engum presti það hlýða skyldu, að rísa mót lýðveldinu. Þess var áður getið, að glímt var í kirkju, en nú hefur verið barizt og djákni einn verið særður. -— Norðanvert við Guinea- flóann liggur land það, er Dahomey heitir. Sá heitir Behanzin, er ræður þar riki. Hann hefur orðið Frökkum svo kröfxxharð- ur, að eigi þykir lengur við unandi. Yerða þeir nú að sækja hann með vopnum eða missa yfirráð yfir mörgum merkum bæjum ella. Þingið hefur nú ráðið herför móti konungi þessum, en ekki urðu menn á eitt mál sáttir þar og þótti mörgum óráð. Sögðu þeir hergöngur mundu verða Frökk- um erfiðar í svo heitu landi og ferðina dýra. Kváðu eigi vert að seilastmjög til landaí suð- urálfu heims meðan öll norðxxrálfan stæði hervædd og eigi væri útkljáð um Elsass og Lothringen. Kváðu B. konungi hafa verið sýnda helzt til mikla vægð í samn- ingunum 1890. Þá var honum heitið 20,000 franka á ári móti því að hann viðurkenndi yfirráð Frakka þar á strönd- inni. Fé þessu hefur hann varið til her- búnaðar og hefur nú 14,000 hermenn og 3000 skjaldmeyjar. Lið hans er vel búið að vopnum og þykist hann nú geta boðið Frökkum byrgin. Þingið réð að gera út leiðangur á hendur honum, sem fyr var sagt, og mun tíminn sýna, hve margir Frakkar falla fyrir vopnum, sem keypt eru fyrir fé þeirra sjálfra. ÞýzkalíiiiA. Hinir ákafari hægrimenn þar saka hina stilltari um, að þeir hafi spillt fyrir skólalögunum og hrundið Zedlitz úr sessi. — Við skiptinguna á embætti Caprivis í kanzlaraemb. og ráðaneytisfor- sæti kom það upp úr kafinu, að Bismarck hefði áður stxxngið upp á því sama og nefnt þá C. til ráðan.forseta en son sinn til utanríkisráðgjafa, en sjálfur ætlaði hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.