Þjóðólfur - 06.05.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.05.1892, Blaðsíða 2
86 að vera kanzlari. En þá fórst það fyrir, sem kunnugt er. — Það er talað um að rífa niður hús þau, er standa um höll keisarans í Berlín og gera þar trjágarða umhverfis. Hyggja menn þá illa anda síður munu rata þangað. En féð til þessa vilja sumir útvega með „lotteri“, en aðrir kveða það ósæmilegt. — Háskólinn í G-reifswald hefur gert Zedlitz að heiðursdoktor fyrir trúarfestu. — Látinn er Friederich Boden- stedt (f. 1819). Hann var skáld gott og ýms af ritum hans hafa verið þýdd á mörg mál. Nafnkenndust af kvæðum hans eru „Söngvar Mirza Schaffy’s“. Hanu var 73 ára og verður borinn til grafar með mikilli viðhöfn. Hanmörk. Kosningum er nú lokið. Síðasta vetrardag var uppi fótur og fit í Höfn, því nú átti að skríða til skarar með vinstri mönnum og hægri. Vinstrimenn sigruðu í sömu kjördæmum sem síðast og allt situr við sama hér í bænum. Úti um landið voru flokkarnir þrír, því að þar hættust miðlungarnir við. í kjördæmi Hörups, sem nú er helztur meðal vinstri- manna, lögðust hægrimenn og miðlungar á eitt og tókst svo að steypa honum. Var það mikill skaði fyrir vinstrimenn. Staða flokkanna á hinu nýja þingi verður þessi: hægrimenn hafa 32, miðlungar 31 og vinstri 30, en tveir eða þrír eru litlausir. Svo fór um sjóferð þá. England. Þaðan helzt tíðinda, að Glad- stone mælir móti kosningarrétti kvenna í smáritlingi einum. Heldur hann, að konan missi nokkuð af hógværð sinni og blíðu, ef hún taki þátt í keppninni og stríðinu. Bandaríkin í Ameríku hafa nú bann- að Kínverjum að ffytja inn í landið; hafa Kínverjar orðið svo illir við, að þeir hafa sagt sundur öllum friðsamlegum skiptum við Bandamenn. í Brasilíu voru óeirðir nokkrar og voru ýmsir göfugir herforingjar grunaðir um uppreistarhug og ýmsir gerðir útlægir. Eitt fylki hefur sagt sig laust og vill ekki lengur þýðast yfirráð Brasilíu. í Argentina gerði stjórnin það bragð, að taka fasta marga frelsisvini rétt á undan kosningunum. Bar hún það fyrir sig, að þeir hyggðu á uppreist, en það var lygi- Látnir eru þessir nafnkunnir menn er- lendis auk þeirra, sem hér er getið: C. P. Caspari háskólakennari í guðfræði í Kristj- aníu, af þýzkum ættum (f. 1814), mikill lærdóms- og vísindamaður; E. A. Freeman háskólakennari í Oxford, merkur sagn- fræðingur, (hefur ritað „The history of the Norman conquest" í 6 bindum); E. J. Eenz 1 Berlín, forstjóri hinnar alkunnu trúð- leikasveitar, sem við liann var kennd („Cirkus Renz“). Var bláfátækur í æsku, en græddi margar miljónir á atvinnu sinni, eins og sjálfur „konungur humbugsins“ Barnum gamli. Itangárvallasýslu (Holtum) 12. apríl: „Veturinn er nú orðinn einhver hinn gjaf- feldasti, sem lengi hefur komið; gjafatími á öllum fénaði orðinn 18 og 20 vikur, en þó hefur hvergi heyrzt talað um heyþrot. Frost varð mest í marzmánuði 19° (R.). Mælt er, að nokkrir bændur á efri Rang- árvöllum hafi mjög sjaldan geflð fé; t. d. er sagt, að á Keldum hafl ekki verið geflð optar eu 7 sinnum, og sé það satt og féð samt í viðunanlegum vetrarholdum, sýnir það, hve ótrúlega kjarngóðir landskikar enn eru eptir innan um sandana, sem þeg- ar hafa nær gereytt efri Rangárvelliua, sem fleiri hin fegurstu og kjarnbeztu héruð í þessari sýslu. Ekki liefur heyrzt nein umkvörtun um bjargarskort hjá fólki í vetur, því kál- garðaávöxtur varð í bezta lagi og afli gafst af sjó óvanalega snemma. Hlutir hér fyrir Rangársandi eru orðnir all- góðir eptir því sem hér er að gera, full 400 í Landeyjum, rúm 200 í Þykkvabæn- um. Undir Eyjafjöllum hefur líka aflazt allvel; fiskurinn sérlega vænn. Fastráðið er nú, að reistur verði barna- skbli í Þykkvabænum í vor og á hann að standa á Hábæ; ætlazt er til, að hann rúmi allt að 30 börn. Þetta er gleðilegur vottur um menntunar- og menningarhug Þykkbæinga, en meira er það gert af vilja en mætti, hvað efni snertir, þar eð fátækt er þar mikil sökum þéttbýlisins, enda mun talsvert fé vanta enn til að koma skólan- um sómasamlega upp, og er vonandi, að þeir, sem unna framför í menntun og sið- gæði, rétti þessari mjög þarflegu stofnun hjálparhönd. Mikið hefur þessi vetur verið spakur með allar pölitislcar hreyfingar og virðist sem þingið í sumar hafi gert alla orð- lausa, en geta má til, að eitthvað verði farið að lifna við úr þessu dái fyrir sept- embermánaðarlok næstk. Þeim, sem búnir eru að sjá alþingis- kostnaðinn í sumar, þykir það ekki vera réttnefni að kalla það þingið magra, nfl. ekki nema á aðra hliðina, fyrir þjóðina, eu fyrir þá, sem hafa orðið aðnjótaudi þessara 38,376 króna, sem þingkostnaður- inn nemur, má það kallast þingið feita. Þessi gífurlegi kostnaður fram yfir það sem áður hefur átt sér stað vekur sára gremju meðal þeirra, sem nokkuð hugsa um meðferð á landsfé, þegar litið er til þess, hversu sáralitið eptir þingið lá af því, sem landiuu má verða til framfara“. Yestur-ísiifjarðarsýslu (Dýraíirði) 16. apríl. „Þessi útliðandi vetur liefur verið í þyngra lagi mest sakir þess, hve sueinma hanu kom á; urðu flestir að taka ailar skepnur sinar á hús og hey fyrir og um jólaföstu, og var samfelld innistaða i 20—22 vikur. Hefði Jivi orðið almennur heyskort- ur, Jirátt fyrir hinn góða heyskap síðastliðið sum- ar, ef eigi hefði kornið góður bati viku af einmán- uði, en þá komu alstaðar upp góðir hagar, og hafa þvi að eins örfáir komizt i heyþrot. Nú aptur nokkra fyrirfaraudi daga hefur verið kuldalog tið, hitinn -r- 6—10° á K. á morgnana, og aðeins sár- litið slakuað um hádaginn, er því útlit fyrir að algerlega geöst upp þau litlu hey, sem almenning- ur nú á eptir. — Um b'ýrjun einmánaðar kom vöruskip til Þingeyrarverzlunar og var þess öll þörf, þvi vöruskortur var orðinn i öilum eða flest- um verzlunum hér vestanlands og einnig á Þing- eyri, sem þó mun opt birgari flestum verzlunum á Yestfjörðum. Lítið þokar menntuninni áfram hér i vestur- sýslunni, og eigi veit eg til, að barnakennsla hafi verið nein að ráði, nema eitthvað i Önundarfirði; hefur þó af einstaka manni verið gerð tilraun til að farandkennarar yrðu fengnir til hreppanna, en allt strandar á hinu sorglega áhugaleysi al- mennings. — Búnaðarfélög eru i Hosvalia-, Mýra- og Þingeyrarhreppum, en ekki eru þau enn þá orðin svo öflug, að þau geti hrundið landbúnaðinum á- fram til verulegra bóta, enda gengur hanu hér á sannkölluðum tréfótum, en vonaudi að það takist með tíð og tíma. Yon er á tveimur þiljubátum hér til fjarðanna. Annar er eign 4 bænda í Mýra- hreppi, hinn er eign Gisla bónda Oddssonar i Loð- kinnuhömrum. Yonandi væri að slíkum bátum fjölg- aði; með því eina móti getur lag komizt á fiski- veiðar vorar, sem nú eru i mesta ólagi. — Hval- fangarar hafa aflað mæta vel. Amalie og Ellefsen eru búnir að fá 30 hvali hvor, en Berg 15. Er alls ekki að sjá sem hvölunum fækki, aldrei hefur sézt önnur eins ósköp af hval i ísafjarðardjúpi, sem fyrri hluta marzmánaðar siðastliðinn. — Um póli- tik litið talað nú seui stendur, en sjálfsagt vakna menn þegar að kosningum liður. Margir óska hér eptir Þingvallafundi og telja hann afar-nauðsyn- legan til að koma fastari stefuu á helztu áhuga- málin. — Heyrzt hefur, að próf á ungmennum frá 11 til 14 ára eigi fram að fara i Mýraþinga- prestakalli um suinarmálin. Væri óskandi, að sem flestir pre3tar tækju upp slik próf á vorin, því þau hljóta að gagna meira en vorhúsvitjanirnar, sem auk þess munu viða vera vanræktar“. Póstskipið Laura kom aðfaranóttina 3. þ. m. og með henni margir farþegar, þar á meðal kaup- mennirnir: Ditl. Thomsen, Eyþór Felixson (með konu sinni), Fríðrik Jónsson, W. Breiðfjörð (með konu og fósturdóttur); Þ. Egilsen úr Hafnarfirði, H. Clausen frá StykkishóJmi (með konu sinni); S. E. Sæmundsson frá Ólafsvik; Björn Sigurðsson frá

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.